Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.04.2016, Blaðsíða 82

Fréttatíminn - 08.04.2016, Blaðsíða 82
18 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016 Kynningar | Viðhald húsa AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is Unnið í samstarfi við Skúf Skúfur mottuhreinsun tekur að sér að hreinsa teppi, stein-teppi, rúmdýnur, húsgögn og mottur og leggur meðal annars áherslu á heildarlausnir fyrir hótel og fyrirtæki varðandi þrif á teppum og húsgögnum. „Við erum sérhæfðir í mottu- hreinsun og erum með mottu- hreinsunarstöð okkar í Vesturvör 22, þar sem er opið alla virka daga milli klukkan 16 og 18,“ segir Bjarni Árnason, eigandi Skúfs. Faðir hans stofnaði fyrirtækið fyrir 30 árum en Bjarni rekur það í dag og er með tvo starfsmenn. Skúfur hreinsar einnig teppi, steinteppi og húsgögn fyrir fyrir- tæki. „Við getum unnið á öllum tímum sé eftir því óskað, líka um helgar og á kvöldin. Við gerum tilboð í stærri verkin og notum blauthreinsiaðferðir. Einn- ig höfum við nýlega byrjað með þurrhreinsiaðferð sem virkar vel fyrir hótel og fyrirtæki sem má ekki trufla mikið vegna hávaða,“ segir Bjarni. Þó að fyrirtækjaþjónusta sé stór hluti viðskiptavina Skúfs eru ein- staklingar farnir að nýta sér þjónust- una í sífellt meira mæli. „Starfsfólk okkar mætir á heimili og hreinsar húsgögn eða rúmdýnur með sem minnstri truflun og fyrirhöfn. Einnig hreinsum við leðurhúsgögn og þá er leðrið bæði hreinsað og olíuborið. Alhliða hreinsun á teppum, mottum og húsgögnum Bjarni Árnason tók við rekstri Skúfs af föður sínum og sérhæfir sig í mottuhreinsun Nota eingöngu viðurkennd hreinsiefni Carpet and Rug Institute, CRI, gefur út viðurkenningu á hreinsiefnum sem stofnunin mælir með og standast kröfur í Bandaríkjunum. Skúfur notar eingöngu efni sem hafa fengið þessa viðurkenningu eða aðrar sambærilegar viðurkenningar. Bjarni Árnason, eig- andi Skúfs, tekur að sér að hreinsa teppi og ýmislegt fleira. Unnið í samstarfi við Lásaþjónustuna ehf. Lásaþjónustan ehf. veitir ráð-gjöf á heimilum fólks og er með neyðarþjónustu þegar fólk læsir sig úti eða lendir í vandræðum Lásaþjónustan ehf. sérhæfir sig í lásaviðgerðum og lyklasmíði. Fyrirtækið var stofnað árið 2007 og starfrækir það verslun og verkstæði á Grensásvegi 16. Auk þess er fyrir- tækið með neyðarþjónustu. „Við hjálpum fólki að opna hús, bíla og hirslur. Þá hjálpum við líka fólki í vandræðum, þegar lyklar eru fastir í eða brotnir og lögum læsingar og fleira á staðnum,“ segir Arnar Freyr Jónsson, starfsmaður Lásaþjónustunnar. „Við erum mjög lausnamiðað fyrirtæki og með ríka þjónustulund.“ Arnar og félagar hafa tekið að sér að yfirfara og stilla hurðarp- umpur og þjónusta mörg húsfélög. Þeir bjóða einnig upp á ráðgjöf á heimilum fólks. „Við getum komið og ráðlagt fólki hvað er best að gera í sambandi við glugga og hurðir. Nú, í þessari innbrotaöldu, skiptir máli að lásabúnaðurinn sé í lagi. Hann er veikasti hlekkurinn og oft það sem er verst gengið frá. Ef þú ert með lélega hurð eða glugga er ekkert mál að komast inn hjá þér. Við getum ráðlagt fólki hvað þarf að gera til að heimilið verði öruggara.“ Lásaþjónustan býður alhliða lyklasmíði og lásaviðgerðir. „Við sjáum bæði um húslykla og bíl- lykla og höfum til að mynda verið að útbúa þessa forrituðu bíllykla og þjónusta fjarstýringar,“ segir Arnar Freyr. Auk þess eru allskonar handverkfæri til sölu í verslun Lása- þjónustunnar. Hjá Lásaþjónustunni vinna í dag fjórir starfsmenn og hafa nóg að gera, að sögn Arnars Freys. „Þetta er sveiflukenndur bransi, eins og annað á Íslandi, en okkur hefur gengið vel. Við erum hægt og hægt að byggja okkur meira og meira upp.“ Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á Lyklasmidur.is. Alhliða lásaviðgerðir og lyklasmíði Arnar Freyr Jónsson og félagar hans hjá Lásaþjónustunni bjóða upp á alhliða lyklasmíði og lásaviðgerðir. Auk þess veita þeir ráðgjöf á heimilum fólks. Mynd | Rut Mynd | Rut Lásaþjónustan ehf. sérhæfir sig í lásaviðgerðum og lykla- smíði. Lásaþjónustan býður alhliða lyklasmíði og lásavið- gerðir. „Við sjáum bæði um húslykla og bíllykla Okkar mottó er að viðskiptavinum okkar finnist þægilegt að fá okkur inn á heimili sín og vingjarnlegt viðmót skili sér.“ Símanúmer Skúfs er 663 0553 og vefsíðan www.skufur.is. Einnig leita að Skúfur Mottuhreinsun á Facebook Húsverndarstofa stendur fyrir fræðslufundi um viðhald og við- gerðir eldri húsa 18. maí næstkomandi í Kornhúsinu í Árbæjasafni. Á fundinum verður fjallað um yfirborðsmeðhöndlun utan húss, málun útveggja, hurða, glugga og þaka. Fjallað verður um málun á timbri, steinsteypu, múr og málmum. Á fundinum munu sérfræðingar á sviði málunar og utanhúss- viðhalds fjalla um verndun yfirborðs byggingarefna fyrir tæringu, fúa og öðru niðurbroti. Fjallað verður um mismunandi efni og að- ferðir við að hreinsa, verja, grunna og mála hús. Þá munu fram- leiðendur og söluaðilar málningar kynna þau efni sem þeir hafa á boðstólum og mun gestum gefast kostur á að prófa efni. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Hann stend- ur frá klukkan 16-18. Ókeypis fræðsla um húsamálun Fjallað verður um mismunandi efni og aðferðir við að hreinsa, verja, grunna og mála hús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.