Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.04.2016, Blaðsíða 29

Fréttatíminn - 08.04.2016, Blaðsíða 29
NESBÆR REYKJAVÍK REYKJA ÁSBRÚ Fasteignir til sölu á Ásbrú Spennandi árfestingartækifæri Á innan við áratug hefur byggst upp á Ásbrú, fyrrum varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll, þróttmikið og litríkt samfélag með öfluga menntastofnun, ölda spennandi fyrirtækja, gróskumikla nýsköpun og blómstrandi mannlíf. Hröð uppbygging í gagnaveraiðnaði og örþörungarækt, ásamt nálægð við Keflavíkurflugvöll gera Ásbrú að sönnu vaxtarsvæði til framtíðar. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.kadeco.is Íslenska ríkið er eigandi ölda fasteigna af öllum stærðum og gerðum á Ásbrú, Reykjanesbæ. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, sem fer með umsjón og þróun svæðisins, óskar eftir tilboðum í allar fasteignir ríkisins eða stóran hluta þeirra. Margar fasteignanna eru nú þegar í útleigu en allar eru þær til sölu. Eignirnar eru í aðskildum félögum og því er einnig mögulegt að kaupa einstök félög. Tilboðum í allar fasteignirnar, eða hluta þeirra, þarf að fylgja lýsing á því hvernig tilboðsgjafar hyggjast nýta þær og þróa svæðið í þágu atvinnulífs og samfélags. Farið verður yfir öll tilboð mánudaginn 11. apríl nk. Allar fasteignir ríkisins í umsýslu Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar eru til sölu, þær eru eftirfarandi: Aðaltröð • 2 • 4 Bogatröð • 1 • 10 • 10a • 17 • 31 • 33 Borgarbraut • 953 • 960-963 • 962 Breiðbraut • 643-647 • 643R • 668-669 • 668R • 670 • 671-679 • 671R • 672 • 674 • 675 Ferjutröð • 9 Flugvallarbraut • 710 • 732 • 749 • 740 • 752 • 770 • 771 • 773 • 778 • 790 • 937 • 941 Grænásbraut • 501 • 506 • 614 • 602R • 603-607 • 619 • 700 • 920 • 999 Heiðartröð • 517 Keilisbraut • 745 • 747-748 • 747R • 749 • 762 • 770-778 • 770R • 771 • 773 Lindarbraut • 636 • 639 Skógarbraut • 914 • 915 • 916R • 916-918 • 917 • 919 • 921 • 922 • 923 • 924 • 925 • 932 • 946 Suðurbraut • 758 Valhallarbraut • 738 • 743 • 744 • 763-764 • 763R PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 60 00 1 Við mat á tilboðum verður einkum horft til kaupverðs. Þó er áskilinn réttur til að meta hugmyndir bjóðenda um nýtingu og ráðstöfun eignanna, s.s. áhrif á eftirspurn eftir öðrum eignum á svæðinu og almennt á nærsamfélagið. Ekki er um útboð á eignunum að ræða heldur sölu. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar áskilur sér rétt til að taka því tilboði sem það telur hagstæðast, m.a. út frá ofangreindum þáttum, eða hafna þeim öllum. Þú getur skoðað eignirnar nánar á kadeco.is. „Ég taldi ekki ráðlagt að ís- lenskur blaðamaður „konfrontaði“ ráðherrann með upplýsingunum sem við höfðum undir höndum. Það væri ekki nægileg vigt í því. Ég viðraði þetta við blaðamanna- samtökin ICIJ og þeir skildu mín sjónarmið. Við ákváðum því að þróa málið áfram. Samtökin héldu utan um það hvernig birtingar á upplýsingum úr Panama-skjöl- unum færu fram. Þeir höfðu sett öllum blaðamönnunum sem unnu að þessu frest um að vera búnir að afla allra viðtala og athugasemda í byrjun mars. Ég fullvissaði þá um að um leið og Sigmundur yrði spurður út í félagið Wintris, springi málið og færi út um allt. Allir gerðu sér grein fyrir alvarleika málsins með Sigmund Davíð og okkur var veitt undanþága til að taka við- talið þann 11. mars. Síðan þá hafa Sigmundi gefist mjög mörg tækifæri til að skýra sín mál betur.“ Æfðu viðtalið áður Í þættinum voru sýndar upptökur af mínútunum fyrir og eftir við- talið. „Við vorum búnir að ræða það, að við mættum búast við hverju sem er og reyndum að sjá fyrir okkur aðstæður sem gætu komið upp. Við vissum líka að það væri alveg sama hvernig við undir- byggjum okkur, aðstæðurnar yrðu einhvernveginn allt öðruvísi. Við vorum hinsvegar öruggir með allt saman og vissum að við værum að gera það eina rétta í stöðunni. Það var fyrirsjáanlegt að við myndum fá gagnrýni fyrir það á hvaða for- sendum við fengjum Sigmund Dav- íð í viðtal. Okkur fannst almanna- hagsmunir vega þyngra en rökin fyrir því að fá viðtal með formlegri leiðum.“ Í þættinum sést hvernig Sven og Jóhannes undirbúa sig undir það versta, það sem síðar átti eftir að koma á daginn, að Sigmundur Davíð gengi út úr viðtalinu. „Ef hann labbar í burtu vil ég geta fylgt honum eftir,“ segir Jóhannes. Þeir ræða nákvæmlega hvenær hann á að stilla sér við hlið Sven og bera upp spurningu á íslensku. Í sænska þættinum er einnig vik- ið að persónulegri sögu Jóhannes- ar. Af blaðamanninum sem hefur Ég hitti Jóhannes Kr. Kristjánsson klukkan 23 um kvöld, tveimur sólarhringum eftir að Kastljós- þátturinn var sýndur. Aðeins klukkutímum eftir að Sigmundur Davíð hrökklaðist úr starfi. |29FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.