Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.04.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 08.04.2016, Blaðsíða 6
Nolan L. Williams, framkvæmdastjóri ráð- gjafafyrirtækisins The Risk Consultancy. Fullyrt er að lögmannsstofan Mossac Fonseca á Panama hafi séð um nær öll félög sem stofnuð voru fyrir til- stilli Landsbankans í skattaskjólum. Margt er á huldu um hvenær íslenskir bankar stofnuðu til viðskipta við lög- mannsstofuna. Þó er ljóst að afskipti íslenskra banka af aflandsstarfsemi var hafin vel fyrir einkavæðingu gömlu bankanna, þótt síðar yrði sprenging í skráningu slíkra félaga. Ingimar Karl Helgason ritstjorn@frettatiminn.is Panamalekinn leiðir í ljós að um 800 huldu- félög í eigu um 600 aðila hafi verið stofnuð í skattaskjólum fyrir tilstilli Landsbankans, í gegnum lögmannsstofuna Mossac Fonseca. Þegar gagnalekinn er tekinn saman þá vekur það eðlilega athygli hversu umfangsmikill Landsbankinn hefur verið í þessum efnum, samanborið við stóra erlenda banka. Kemst raunar á topp tíu yfir þá banka á heimsvísu sem fólu þessari lögmannsstofu að stofna huldufélög. Í samtölum blaðamanns við ýmsa aðila sem tengjast föllnu bönkunum, einkum gamla Landsbankanum, hefur verið bent á að Panamalekinn sem slíkur gæti gefið bjagaða mynd af umfangi aflands starfsemi íslensku bankanna. Í fyrsta lagi ber mönnum saman um að Landsbankinn hafi nær einvörðungu skipt við Mossac Fonseca. „Þeir voru ódýrastir,“ sagði einn heimildarmanna. „Þetta var ódýrt en gerði sama gagn,“ sagði annar. Jafnframt er bent á að Kaupþing banki hafi einnig verið umsvifamikill í þessum efnum einnig, en skipt við aðra aðila og sennilega fleiri. Mönnum ber saman um að Glitnir hafi verið minnstur stóru bankanna þriggja á þessu sviði. Í öðru lagi benda menn á að þrátt fyrir mikinn fjölda félaga, þá hafi í lekanum frá Panama ekki birst upplýs- ingar um fjárhag, eignir eða veltu. Sum félög gætu hafa við notuð í einum viðskiptum, sum aldrei. Því sé erfitt að draga ályktanir um raunverulegt um- fang aflandsstarfsemi bankanna. Það þýði um leið ekki að hún hafi verið smá í sniðum og hefur verið vísað til lánabókar Kaupþings sem Wikileaks birti sem dæmi um upphæðir og umfang hjá einstökum viðskiptavin- um. Stórar fjárhæðir sem gætu hafa runnið í gegnum slík félög, Talið er að yfir 30 milljarða króna sé nú að finna á Bresku Jómfrúreyjum, 20 milljarða á Kýpur auk þess sem hátt í 100 milljarðar króna tengist ýmsum svæðum í heiminum, sem í skrám Seðlabanka Íslands heita „óflokkað“. Sjá má af myndinni hér til hliðar, af heimasíðu Al- þjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna, að þessari starfsemi byrjar að vaxa fiskur um hrygg hjá lög- mannsstofunni í Panama á tíunda áratug síðustu aldar. Síðan vex ört fjöldi huldufélaga í umsjón Mossac Fonseca áratuginn á eftir. Sú þróun er ekki bundin við Landsbankann. Íslenskir bankar hófu einmitt að bjóða efnafólki þessa þjónustu á fyrra tímabilinu. Bæði Kaupþing, sem upphaflega var stofnað árið 1982, og síðar Bún- aðarbanki Íslands, stofnuðu banka í Lúxemborg. Eftir einkavæðingu Búnaðarbankans, og samruna hins einkavædda ríkisbanka við Kaupþing, átti hinn sam- einaði banki tvo banka í Lúx. Búnaðarbankinn í Lúx var svo seldur til Landsbankans árið 2003. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvenær viðskiptasambandið við lögmannsstofuna í Panama komst á, en hún mun hafa verið með útibú í Lúxemborg. Hitt er vitað að Landsbankinn sá um sjóði á aflandseyjunni Gurnsay í Ermarsundi svo snemma sem 1999. „Þar vaxa pen- ingar í góðu skjóli“ sagði í auglýsingu sem birt var í blöðum seint það ár. Þetta segja viðmælendur blaða- manns að beri tíðarandanum vitni. Þetta hafi þótt í góðu lagi, og ekki aðeins hafi bönkum þótt sjálfsagt að bjóða auðmönnum aflandsþjónustu, heldur hafi fólki sem eitthvað átti undir sér fjárhagslega, beinlínis þótt það vera stöðutákn að vera í slíkri þjónustu bankanna. „Þetta var bara eins og fótanuddtækin. Það urðu allir að vera með þetta.“ En þetta var meira en stöðutákn, ef marka má annan viðmælanda: „Maður þarf ekki að vera neinn vitringur til að vita að menn eru bara að fela peninga.“ Sérfræðingar í skattaskjólum koma til landsins Panama-skjölin Nolan L. Williams, sér- fræðingur í viðskiptasiðferði, tekur þátt í ráðstefnu um peningaþvætti, skattaskjól og hvítflibbaglæpi á Grand Hotel í næstu viku. „Stjórnvöld hafa markvisst látið það í ljós að þau eru ekki hlynnt notkun aflandsfélaga eða félaga sem starfa í skattaskjólum. Slík skilaboð eru skýr og því ættu allir aðilar sem hafa hagsmuni af slíkum félögum að gefa upp fyrirfram öll þau tengsl og forðast þannig ásakanir um hags- munaárekstra. Slíkt ber vott um gott siðferði,“ segir Nolan L. Williams, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtæk- isins The Risk Consultancy en hann mun taka þátt í ráðstefnu um við- skiptasiðferði, skattaskjól og aðgerðir gegn þeim á Grand Hotel þann 14. apríl næstkomandi. Nolan starfaði sem sérfræðingur hjá Goldman Sachs í 16 ár en er nýfluttur til Íslands. Hann segir hafa verið áhugavert að fylgjast með fréttum síðustu daga, sérstaklega í ljósi þess að mikill munur virðist vera á skilningi almennings og stjórnmálamanna á því hvað sé ólöglegt eða óleyfilegt. „Um- ræðan bendir eindregið til þess að það þurfi að útskýra mun betur fyrir öllum hvað séu löglegar gjörðir og hvað ekki. Þetta þarf að vera algjörlega á hreinu fyrir þjóðina og atvinnulífið í heild sinni, þar með talið hið opinbera. Út frá staðreyndum málsins er ekki sýnt að lög hafi verið brotin, það sem raun- verulega er verið að bera saman er hvort hér sé um að ræða siðferðisbrest eða slæma ákvörðunartöku.“ Nolan segir það mjög raunsæja kröfu af hálfu almennings að stjórn- málamenn gefi upp alla sína viðskipta- legu hagsmuni, ekki bara til skattayfir- valda heldur líka til þeirra er málið gæti varðað, hvort sem það er á opin- berum vettvangi eða í einkageira. „Ef ekkert er að gert og þjóðfélagið, fyrirtæki og hið opinbera bregðast ekki við á markvissan hátt þá halda svona hneykslismál áfram að koma upp á yfirborðið. Allir í samfélaginu bera ábyrgð á breytingum og við verðum að læra að skilja á milli þess sem telst slæm ákvörðun eða dóm- greindarleysi og þess sem er ólöglegt eða hreint og klárt siðferðisbrot. Breytingar á hugarfari gerast almennt hægt en ég held að það sé mikill með- byr með slíku á Íslandi um þessar mundir. Umræðan verður samt að vera laus við ásakanir og einstaka ærumeiðingar. Hún þarf að vera fagleg og hnitmiðuð og umfram allt byggð á staðreyndum.“ | hh Panamaskjölin Landsbankinn var stórtækastur Þar vaxa peningar í góðu skjóli Auglýsing í Morgunblaðinu í nóvember 1999. 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 80.000 60.000 40.000 20.000 0 Fjöldi fyrirtækja sem nýtti sér aflandsþjónustu Mossack Fonseca náði hámarki árið 2009 en þá voru þau 82.000. 6 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016 Þú finnur nýja Taxfree sófabæklinginn á www.husgagnahollin.is www.husgagnahollin.is 558 1100 Allir sófar á taxfree tilboði* * Taxfree tilboðið gildir bara á sófum og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. PASO DOBLE Tungusófi. Hægri eða vinstri tunga.Grátt eða brúnt slitsterkt áklæði.Stærð: 300 × 100/150 × 95 cm 298.379 kr. 369.990 kr. SÓFAR TAXFREE Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 Ísafirði Skeiði 1 www.husgagnahollin.is * Taxfree tilboðið gildir bara á sóf­ um og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður viðis­ aukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahall­ arinnar og gildir til 29. apríl 2016 Allir sófar á taxfree tilboði* SÓFAR TAXFREE PASO DOBLE Tungusófi. Hægri eða vinstri tunga. Grátt eða brúnt slitsterkt áklæði. Stærð: 300 × 100/150 × 95 cm 298.379 kr. 369.990 kr. CLEVELAND Hornsófi með tungu. Hægri eða vinstri tunga. Dökk­ eða ljósgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 308 × 140/203 × 81 cm 153.218 kr. 189.990 kr. DEVON Nettur og litríkur svefnsófi. Margir litir. Stærð: 151 x 86 x 82 cm 112.895 kr. 139.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.