Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.04.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 08.04.2016, Blaðsíða 4
Forstjóri Trygginga- stofnunar segir ekki alla örorkuþega þurfa að gangast undir endurmat Þorgeir Ingólfsson missti vinstri fótinn í slysi árið 2011 og hefur ver- ið á örorkubótum síðan, en vinnur hálfan daginn. Í síðustu viku fékk hann bréf þess efnis að örorkumat hans félli sjálfkrafa úr gildi í sum- ar, hann þyrfti því að sækja aftur um örorku og senda staðfestingu frá lækni á áverka sínum. „Ég hafði heyrt um slík bréf en hélt að þau væru þjóðsaga. Ég er með óafturkræfan áverka og datt ekki í hug að ég yrði beðinn að sanna það á þriggja ára fresti, að enn vantaði á mig fót.“ Þorgeir segist skilja vel að ör- orkuþegar á endurhæfingarlífeyri þurfi að láta vita hvernig batinn gengur. Hjá honum, og fleirum með óafturkræfa áverka, séu þó engar líkur á bata og niðurlægj- andi fyrir þá að þurfa að sanna það. „Það hljómar eins og þeir vilji staðfestingu á því að ekki hafi vaxið á mig fótur fyrir kraftaverk. Mér finnst þessi meðferð ómann- eskjuleg.“ Þorgeir segist vita um dæmi þess að jafnvel einstaklingar með Downs-heilkenni þurfi að staðfesta örorku sína á þennan hátt, en engin dæmi eru þess að Downs-litningur hverfi óvænt. „Það hlýtur að vera hægt að breyta kerfinu fyrir fólk með óafturkræfa áverka.“ sgþ Tryggingastofnun Huld Magnúsdóttir, forstjóri Trygginga- stofnunar ríkisins, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál, en segir ljóst að þeir sem eru með óafturkræfa örorku ættu ekki að þurfa að gangast undir endurmat á henni. Hún segir jafnframt ekki alla örorkuþega þurfa að gangast undir endurmat, heldur sé hvert tilfelli skoðað og afar fáir séu með varanlega örorku. „Vilja sönnun þess að ekki hafi vaxið á mig fótur fyrir kraftaverk“Á aðeins tveimur dögum höfðu 19 af 34 íbúðanna selst. Verðið er frá 40 milljónum króna í tæpar 200 milljónir. Slegist um nýjar íbúðir Sigmundur Davíð boðaði komu sína í Hvíta húsið Sigurður Ingi fer í hans stað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þáði þann 18. mars síðastliðinn boð Barack Obama Bandaríkja- forseta á leiðtogafund Norður- landanna sem haldinn verður í Hvíta húsinu 13. maí næstkom- andi. Um er að ræða opinbera heimsókn leiðtoga Norður- landanna og verður sérstakur viðhafnarkvöldverður þeim til heiðurs. Líkt og frægt er orðið mætti Sigmundur Davíð á síðasta leið- togafund með Obama í ósam- stæðum skóm. Vegna meiðsla mætti Sigmundur í íþróttaskó á vinstri fæti en spariskó á hægri. Fær ekki að mæta í báðum spariskónum Það má áætla að Sigmundur hafi misst tækifærið til að hitta Obama í báðum spariskónum. Búist er við því að nýskipaður forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, fari í hans stað. | sgk Það hlýtur að vera hægt að breyta kerfinu fyrir fólk með óafturkræfa áverka. Niðurlæging Varanlegir öryrkjar þurfa að sanna örorkuna á 1−5 ára fresti Huld Magnús- dóttir, forstjóri Trygginga- stofnunar ríkisins. „Þessi blokk hefur slegið í gegn. Það stefnir allt í að húsið verði upp- selt áður en helginni lýkur,“ segir Ólafur Finnbogason fasteignasali en síðastliðinn miðvikudag fór ný fasteign á Seltjarnarnesi í sölu sem hefur verið í byggingu í rúmt ár. Um er að ræða fjölbýlishúsið Hrólfsskálamel 1-5 sem stendur við horn Suðurstrandar og Kirkju- brautar. Það er fasteignafélagið Upphaf sem er í eigu fjárfestinga- sjóðsins GAMMA sem á húsið. Í húsinu eru 34 íbúðir en á aðeins tveimur dögum hafa 19 þeirra selst. Íbúðirnar eru frá 74 fermetrum og upp í 220 fermetra og kosta, sam- kvæmt heimildum Fréttatímans, frá 40 milljónum króna upp í tæpar 200 milljónir. „Það skemmtilega við þetta er að kaupendur eru upp til hópa eldri Seltirningar sem eru að minnka við sig eða ungt fólk að kaupa sína fyrstu íbúð. Þessi mikla eftirspurn sýnir klárlega að það er mikil eftir- spurn eftir húsnæði á Seltjarnar- nesi.“ | hh Enginn forsætisráðherra á Fílnum í herberginu Ársfundur Samtaka Atvinnulífsins fór fram í gær, fimmtudag, og var yfirskrift fundarins Fíllinn í her- berginu. Hefð hefur verið fyrir því að forsætisráðherra ávarpi fund- inn en í ljósi atburða vikunnar var ekki svo í ár. Þorsteinn Víglunds- son, framkvæmdastjóri SA, segir atburði liðinnar viku undirstrika hversu mikilvægt það er að búa við pólitískan stöðugleika, ekki síður en efnahagslegan. Hann segir pen- ingastefnuna vera fílinn í herberg- inu. „Ríkisfjármálin hafa oftar en ekki magnað sveiflur fremur en að jafna þær út, og þar af leiðandi auk- ið á verðbólgu á tímum efnahags- uppsveiflu. Vinnumarkaðurinn hefur verið með launahækkanir langt umfram það sem samræmist verðlagsstöðugleika og niðurstaðan hefur verið eftir því,“ segir Þor- steinn sem er ánægður með for- gangsröðun nýrrar ríkisstjórnar. „Ný stjórn hyggst ljúka þessum málum áður en boðað verður til kosninga í haust og það er mikið fagnaðarefni af okkar hálfu.“| hh Seltjarnarnes hefur ekki brugðist við máli Alexander Jóhannessonar, föður einhvers manns sem neyðist til að flytja son sinn af Nesinu. Sambýlið sem hann bjó á verður lokað eftir ítrekaðar ábendingar um vanefndir í viðhaldsmálum og engin önnur úrræði standa til boða. „Staða mála stendur óbreytt þrátt fyrir yfirlýsingar hjá bæjarstjórn Seltjarnar- ness,“ segir Alexander Jóhannesson, faðir einhverfs manns sem býr á sam- býli á Seltjarnarnesi en Reykjavíkurborg hyggst loka um mánaðamótin. Flytja á sambýlið í Breiðholt vegna ítrekaðra vanefnda bæjaryfirvalda á Seltjarnar- nesi. Alexander segir það ekki koma til greina að sonur sinn flytji frá heima- slóðum, umhverfi sem hann þekkir í nálægð við fjölskyldu og vini. Sambýlið í Breiðholti henti einfaldlega ekki hans þörfum. Ásgerðar Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, brást við grein Frétta- tímans fyrir nokkrum vikum og kallaði eftir fundi með stjórnendum velferðar- sviðs og sagði það yrði að standa vörð um réttindi heimilisfólksins: „Það á ekki að flytja fólk nauðugt milli sveitarfélaga. Ég mun aldrei samþykkja það.“ Alexander segir að ekkert hafi spurst til bæjarstjórnar og að sonur hans sé nú á biðlista í sambýli í Reykjavík. „Þau vísuðu mér einungis áfram á velferðar- ráð Reykjavíkur. Við bíðum þess að hann fái pláss á viðeigandi sambýli sem hentar hans þörfum, en það er langur biðlisti. Þá vita þeir sem eignast fatlað barn á Seltjarnarnesi að þeir þurfa að flytja annað. Þetta er Ísland í dag, það eru ekki settir peningar í málefni á borð við þessi.“ sgk Seltjarnarnes Sambýli lokað um mánaðamótin „Ekki settir peningar í þessi málefni“ Feðgarnir Alexander Jóhannesson og Valur Alexanders- son fyrir framan sambýlið á Sæbraut á Seltjarnarnesi sem verður lokað um mánaðamótin. Alexander hefur barist fyrir því að sonur sinn fái að búa áfram á Seltjarnarnesi, nálægt fjölskyldu og vinum. 4 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016 HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is UP! MEÐ ÖRYGGIÐ VW Up! frá aðeins: 1.790.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.