Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.04.2016, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 08.04.2016, Blaðsíða 32
Heil og sæl, kæra áhugasama amma og bestu þakkir fyrir afar áhugaverðar hugleiðingar. Við afar og ömmur erum mikilvægt uppeldisafl rétt eins og allir í fjöl­ skyldu barna – og svo leyfi ég mér ætíð að segja að fjölskyldan fær það albesta og alversta sem barn getur gefið. Það besta og mesta af kærleika og nánd og líka það versta í hegðun og dálítilli stjórn­ semi þessarar elskuðu mannveru sem kann að ýta á rétta takka til að stjórna okkur, fólkinu sem það elskar og treystir best af öllum í heiminum. Opinbert líf eða einkalíf Fyrst vil ég nefna að mörg okkar eigum til ólíka hegðun heima og heiman. Að einhverju leyti er það skiljanlegt en best mun öllum farnast ef við erum ekki að „leika leikrit“ í hegðun okkar heldur náum þeirri sjálfsþekkingu að vita hver við erum og höfum kjarkinn til að treysta öðrum fyrir því. Skoðaðu endilega svonefndan joh­ ari­window á netinu – sú kenning útskýrir þetta á skemmtilegan hátt fyrir bæði börn og fullorðna. Börn „lesa“ okkur Að einhverju leyti er hegðun okkar aðstæðubundin og ræðst af fólkinu í kringum okkur. Börn frá fyrstu vikum eru byrjuð að lesa í öll smátáknin sem við gefum frá okkur til að sýna velþóknun eða vanþóknun gagnvart þeim og hegðun þeirra. Svipbrigði, raddblær, líkamstjáning – þau skilja hvað klukkan slær og orðin eru oft aukaatriði. Þarna skiptir sköpum að við sköpum kærleiks­ ríkt og hvetjandi uppeldisum­ hverfi fyrir börn alls staðar og öll erum við ábyrg; öll stórfjöl­ skyldan er ábyrg, við sem vinnum við uppeldi erum á launum við að standa okkur, hreinlega allir sem mæta börnum og ungmennum í samfélaginu. Verum sjálfum okkur samkvæm í umhyggju og hlýju svo við öðlumst trúnað barna og ungmenna. En hún er bara svo feimin Svo eru börn afskaplega ólík – rétt eins og við, full­ orðna fólkið. Sum eru fljót að segja öllum allt um sig, njóta sín vel í hópi enda mjög félagslynd og „opin“. Önnur fara sér hægt, njóta sín hreinlega ekki vel í fjölmenni opinbera lífsins og líður best með einum eða tveimur nánum að­ ilum. Þau þurfa stundum einveru og vilja kynnast fólki og aðstæð­ um vel áður en þau treysta fólki fyrir sér. Persónuleikar þeirra eru einfaldlega mjög sterkir strax á unga aldri og svo glíma þau við alls kyns sérkenni eða frávik frá norminu rétt eins og við hin. Hins vegar eru hugtök eins og feimni bara lýsing á því að barnið treystir ekki umhverfinu fyrir sjálfu sér og það er óöryggi – miklu skiljanlegra hugtak sem má vinna með í þeim aðstæðum sem óöryggið birtist ef það hefur neikvæð áhrif á barnið. Hörkum líka af okkur Enn ein hliðin er síðan að stund­ um viljum við, sem erum tilfinn­ ingatengdust barni, vernda það nánast um of því að margt mót­ drægt á eftir að mæta því á lífsleið­ inni. Því er seigla eða resilience hið nýja lausnarorð í uppeldisum­ ræðu Vesturlanda þegar rætt er um framtíðina í viðsjárverðum heimi. Seigla sem eiginleiki snýst annars vegar um viðhorf okkar til mótlætis og sársauka og hins vegar um hæfilega reynslu af hinu sama. Það er öllum hollt að gráta góða skvettu við sársauka en óþarfi að verja deginum í sorg og eftirsjá. Því er gott að harka af sér, slá striki yfir það sem var og halda bara áfram eins og ekkert hafi í skorist. Magga Pála Uppeldisáhöldin Sendið Möggu Pálu spurningar á maggapala@frettatiminn.is og hún mun svara í næstu blöðum. Það besta og versta Kæra Margrét Pála ... ég nýt þess að lesa pistlana þína. Hef svo mikinn áhuga á uppeldismálum þótt ég sé ekki lengur uppalandi, nema óbeint í gegnum tengsl við barnabörnin. Hefur þú kynnst því að börn á leikskólaaldri bæli tilfinning- ar sínar í skólanum – t.d. þegar þau meiða sig eða eru leið? Þ.e. að þau harki meira af sér í skóla en heima? Mér þætti mjög áhugavert að heyra vangaveltur þínar um þetta. Hlýjar kveðjur, áhugasöm amma. EPSON EXPRESSION HOME XP-332 Einfaldur og góður prentari og skanni fyrir skólafólk. Þráðlaus ölnotaprentari (skanni, ljósritun og prentun). Hentar vel til að prenta allt frá texta yr í góða ljósmynd. Beinn stuðningur við iPhone/iPad og Android. Hægt er að fá APP til að prenta og skanna með iOS og Android tækjum. Allar helstu skipanir á skjá. Hagkvæmur í rekstri. 13.00 0 EPSO N Exp ressio n Home XP-3 32 ,- www.thor.is TÖLVUVERSLUN ÁRMÚLA 11 - SÍMI 568-1581 ÞÓR HF - UMBOÐSAÐILI EPSON Á ÍSLANDI Í MEIRA EN 30 ÁR Einnig fáanlegur í hvítu. 32 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.