Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.04.2016, Blaðsíða 19

Fréttatíminn - 08.04.2016, Blaðsíða 19
11. mars Sigmundur Davíð fer í viðtal við Sven Bergman hjá Uppdrag granskning hjá sænska sjónvarpinu í ráðherrabú- staðnum. Jóhannes Kr. Kristjánsson blandar sér í viðtalið þegar aflandsfé- lag eiginkonu Sigmundar kemur til umræðu. Sigmundur gengur út. 15. mars Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eigin- kona Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar forsætisráðherra, greinir frá því, í ítarlegri færslu um fjármál sín á Facebook, að hún eigi erlent félag, Wintris, sem heldur utan um fjölskylduarf hennar. 27. mars Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug senda frá sér sameiginlega yfir- lýsingu um Wintrismálið á páskadag. 3. apríl Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra birtir veffærslu undir yfirskriftinni Stóra myndin. 4. apríl RÚV sýnir Kastljósþátt þar sem fram kom tengsl íslenskra stjórnmála- manna við aflandsfélög í skatta- skjólum og lögfræðistofuna Mossack Fonsecka sem staðsett er í Panama. Þátturinn var unninn í samstarfi við Reykjavik Media, Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna og þýska blaðið Süddeutsche Zeitung. Þá var sýnt viðtalið við Sigmund Davíð, þar sem hann gengur út, og greint frá því að forsætisráðherrann var eigandi Wintris þegar félagið lýsti kröfum í slitabú föllnu bankanna þriggja. Þá var fjallað um tengsl Bjarna Benediktssonar við aflandsfélagið Falson sem afskráð var 2012 og Ólöfu Nordal sem var prókúruhafi skúffufyrirtækis á Tortóla á sama tíma og hún tók þátt í prófkjöri flokksins árið 2008. 5. apríl 08.00 Sigmundur Davíð mætir í viðtal við Bítið á Bylgjunni og sagði ríkisstjórnarsamstarfið ekki hanga á bláþræði. 11.00 Sigmundur fer á fund með Bjarna Benediktssyni og birtir að honum loknum færslu á Facebook-síðu sinni, þar sem hann sagðist mundu rjúfa þing og boða til kosninga ef sjálfstæðismenn treysti sér ekki til að styðja ríkisstjórnina. 11.30 Sigmundur fer á fund forseta Íslands og biður um heimild til að rjúfa þing og boða til kosninga. Hann yfirgaf fundinn án þess að ræða við fréttamenn. Ólafur Ragnar Grímsson rauf hinsvegar hefð um trúnað yfir slíkum fundum og ræddi við fréttamenn um efni fundarins, hann hefði hafnað beiðni forsætisráð- herra þar sem hann hefði ekki rætt við Sjálfstæðisflokkinn fyrst. Hann sagðist ekki vilja verða leiksoppur í aflraunum stjórnmálamanna. 15.00 Sigmundur Davíð ákveður á þingflokksfundi Framsóknar- manna að hætta sem for- sætisráðherra og leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. Þá voru liðnar 44 klukkustundir frá því að þáttur Kastljóss var á dagskrá. 15.30 Afsögn forsætisráðherra verður frétt um allan heim. 16.30 Forseti Íslands sakaður um að hafa farið með fleipur um fund sinn með forsætisráð- herra í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Þar sagði að formleg tillaga um þingrof hafi hvorki verið borin upp á fundinum né kynnt for- seta að fundi loknum. 20.30 Sig mund ur Davíð Gunn laugs- son hef ur ekki sagt af sér og bað Sig urð Inga Jó hanns son um að taka að sér embætti for sæt is ráðherra í „ótiltek inn tíma“, sam kvæmt til kynn ingu sem upp lýs inga full trúi rík is- stjórn ar inn ar sendi er lend um blaðamönn um. 6. apríl 21.00 Samþykkt í þingflokkum stjórnarflokkanna að mynda nýja ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhanns- sonar. Lilja Alfreðsdóttir kölluð inn sem nýr ráðherra. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson ætlar að sitja áfram sem óbreyttur þingmaður og halda formennskunni í Framsóknarflokknum. 7. apríl 14.00 Ríkisráðsfundur á Bessastöð- um. Ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar lætur af störfum. 15.00 Ríkisráðsfundur á Bessa- stöðum. Ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar tekur við. Lífeyrissjóðurinn fyrir þig Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda Góður kostur fyrir þá sem þurfa að velja sér lífeyrissjóð Ársfundur 2016 Ársfundur sjóðsins verður haldinn þriðjudaginn 19. apríl kl. 17:00. Borgartún 29 · 105 Reykjavík · Sími 510 7400 · www.sl.is Nánar um uppgjör ársins 2015 á www.sl.is Eignir í árslok 2015 námu 140 milljörðum króna. Langtímaávöxtun sjóðsins er ein sú besta. Sjóðurinn greiddi 12.806 sjóðfélögum lífeyri sl. ár. Sjóðurinn hefur aldrei skert áunnin réttindi. Sjóðurinn veitir mjög hagstæð lán til sjóðfélaga með veðhlutfalli allt að 75%. Ekkert uppgreiðslugjald, hægt er að greiða upp lán hvenær sem er. 135 þúsund manns eiga réttindi hjá sjóðnum. vendir átt að sópa stjórnarráðið, þá var engra breytinga að vænta. Flokksformennirnir voru helminga- skiptareglan holdi klædd. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, ríkasti þingmaður og ráðherra þjóð- arinnar þar til núna í vikunni, er sonur Gunnlaugs Sigmundssonar, þingmanns Framsóknarflokksins á árunum 1995 til 1999, sem efnaðist á fjarskiptafyrirtækinu Kögun sem áður var í ríkiseigu. Gunnlaugur kemur einnig við sögu í Panama- skjölunum vegna aflandsfélaga. Sigmundur er eiginmaður Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur sem geymir milljarð á Tortola í félaginu Wintris sem hún fékk í fyrirframgreiddan arf frá föður sínum, Páli Samúels- syni, fyrrverandi eiganda Toyota. Jón Sigurðsson segist ekki telja að voldugir auðmenn hafi staðið að baki Sigmundar í upphafi, nema pabbi hans. Það hafi þó átt eftir að breytast. „Sigmundur Davíð tekur þá afstöðu að láta ekki opna og markaðsvæða fiskveiðistjórnunar- kerfið, hann lækkar veiðigjöldin, framlengir ekki auðlegðarskattinn og slítur aðildarviðræðum við ESB. Þetta færði honum volduga stuðn- ingsmenn, svo sem Þórólf Gíslason í Skagafirði og Davíð Oddsson, rit- stjóra Morgunblaðsins, og fleiri. Skuldamálin urðu helsta kosn- ingamálið fyrir kosningarnar 2013 og leiðréttingin sem kröfuhafarnir áttu að fjármagna var tromp Fram- sóknarflokksins sem keypti sér þannig stóran kosningasigur, sem færði Sigmundi Davíð embætti for- sætisráðherra á silfurfati. „Þegar menn velta fyrir sér, hvaða fyrirbæri þessi ríkisstjórn var og Sigmundi Davíð, verður að hafa í huga að eftirköst krísunnar voru stór áhrifavaldur í stjórnmálaum- ræðunni,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. „Sigmundi Davíð tókst að ná þjóðernisorðræð- unni, sem er stærsta málið í þannig ástandi. Sjálfstæðisflokkurinn er hinsvegar rótgróinn valdaflokkur og honum fylgir aldrei minna en rétt um fjórðungur að málum.“ Leiðin hefði að óbreyttu átt að liggja upp á við. En hún lá í hina áttina. Passaði ekki í fötin Forsætisráðherrann ungi var aldrei fyllilega öruggur eða sannfærandi í hlutverki sínu. Hann var feiminn og breiddi yfir það með hroka, sem gerði hann drýldinn og heimóttar- legan. Það er persónugerð sem get- ur verið hressileg í réttunum fyrir norðan en er álíka sjarmerandi og súrir hrútspungar innan um rjóma- tertur, annars staðar, Það virtist sem hann réði ekki að fullu við hlutverkið, hann var ekki í karakter, fremur eins og stór strák- ur að leika forsætisráðherra en for- sætisráðherra. Hann var óheppinn og stundum kauðskur eins og þegar hann þurfti að vera í íþróttaskó á öðrum fæti í hópi þjóðarleiðtoga á fundi með Bandaríkjaforseta. Hann tók sér líka hvíldarfrí á undarlegum tímum og var gagn- rýndur fyrir af pólitískum andstæð- ingum fyrstu tvö árin í embætti. Þetta gerði Kári Stefánsson, for- Síðustu dagar Sigmundar Davíðs |19fréttatíminn | HeLGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.