Fréttatíminn - 08.04.2016, Blaðsíða 42
Heilsutíminn
Börpí, eða Burpee æfingin, heitir í höf-
uðið á Royal H. Burpee sem skóp æf-
inguna árið 1930 þegar hann bjó til hið
svokallaða Burpee próf þegar hann var í
doktorsnámi í heilsufræði við Columbia
háskólann. Æfingin var hugsuð sem fljót-
leg og áhrifarík leið til að komast í gott
líkamlegt form. Æfingin náði vinsældum
þegar bandaríski herinn notaði hana
fyrir hermenn sína í seinni heimsstyrj-
öldinni en Crossfit á stóran þátt í því að
æfingin náði hylli meðal almennings.
Börpí æfingin er framkvæmd svona:
Staðið upprétt í upphafi, næst eru hnén
beygð og lófarnir settir á gólfið fyrir
framan sig og fótunum spyrnt aftur
þannig að líkaminn er í plankastöðu.
Þarnæst er líkamanum spyrnt frá
gólfinu upp á við og stokkið frá gólfinu
og höndunum klappað fyrir ofan höfuð
samtímis. Allt er þetta gert í einni hreyf-
ingu, þ.e.a.s. á sem minnstum tíma.
Æfingin er svo endurtekin nokkrum
sinnum.
Minnkaðu sykurátið
Undanfarið hefur
verið hávær umræða
um skaðsemi mikillar
sykurneyslu og margir
alveg hættir að innbyrða
þennan sæta skaðvald. Í
hófi er allt gott en til þess að
reyna að halda sykrinum
í lágmarki er gott að hafa
eftirfarandi í huga.
■ Sykurinn hefur mörg and-
lit, marga tugi raunar. Lestu
innihaldslýsingar á því sem þú
kaupir og mundu að agave er til
dæmis bara sykur. Ef það er orð
sem endar á -ose eða -ósi í inni-
haldslýsingunni er það nánast
alveg pottþétt sykur. Flettu upp
öllum mögulegum orðum á
sykri og leggðu þau á minnið.
■ Alls ekki drekka sykraða drykki
og þar með talið hvers konar
orkudrykki. Þeir taka meira af
þér en þeir gefa.
■ Kauptu ósykraðar vörur eftir
fremsta megni. Ósætt súkkul-
aði, hnetusmjör, ávaxtasafa og
svo framvegis.
■ Mörg krydd hafa náttúrulega
sætu. Grísk jógúrt með hnet-
um, ávöxtum og kanil er til að
mynda ótrúlega góð. Vanillu-
extract eða fræ úr vanillustöng
geta líka uppfyllt sykurþörfina.
■ Í mjög mörgum pasta- og pítsu-
sósum er sykur. Það tekur enga
stund að gera eigin sósu með
því að saxa 2 hvítlauksgeira
og hálfan lauk og mýkja í olíu
við meðalhita. Bæta svo einni
dós af niðursoðnum tómötum
við og krydda með pipar, salti,
oregani, basílíku og tímían.
Leyfa þessu að malla í dálitla
stund og mauka með töfra-
sprota ef þið viljið enga stóra
bita. Þetta er hægt að nota sem
bæði pítsu- og pastasósu.
■ Ef þú ert vegan, eða ert af öðr-
um ástæðum að sleppa mjólk-
urvörum, eru til margir aðrir
valmöguleikar eins og möndl-
umjólk, hrísmjólk og sojamjólk.
Stundum eru þessar vörur með
viðbættum sykri, mundu að
lesa vel aftan á umbúðir.
Hvað er börpí?
Æfingin
ht.is
AFSLÁTTUR
25-30%
VIFTUR Í ÚRVALI
VERÐ FRÁ
2.495
100% DÚNSÆNG FYRIR
FERMINGARBARNIÐ
FERMINGARLEIKUR
LÍN DESIGN
MIÐAR Á
JUSTIN BIEBER
SKRÁÐU FERMINGARBARNIÐ
Lambagras
Verð nú 9.990 kr
Verð áður 14.990 kr
Blómahaf
Verð nú 7.990 kr
Verð áður 15.490 kr
LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
15 GERÐIR AF RÚMFÖTUM Á TILBOÐI
SJÁÐU ÚRVALIÐ Á LINDESIGN.IS
100% DÚNN / 790G DÚNN 140x200 Verð nú 23.994 kr Verð áður 39.990 kr
42 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016