Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 27.05.2016, Page 6

Fréttatíminn - 27.05.2016, Page 6
Hvað er Frú Ragnheiður? Afgreiðslutími Rvk. Mán. til fös. kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–16 www.dorma.is Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafjörður Heimsþekktu amerísku heilsurúmin frá Spring Air. Nú í Dorma Fáanlegt í stærðunum 120/140/160/180 x 200 cm Spring Air REGENCY heilsurúm með classic botni Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni. • Fimm svæðaskipt pokagormakerfi • Tvöfalt gormakerfi • Hægindalag í yfirdýnu • Silkiblandað bómullar­ áklæði • Steyptur svampur í köntum • Sterkur botn Aðeins 209.925 kr. Kynningartilboð 180 x 200 cm Fullt verð: 279.900 kr. Komdu og leggstu í draumarúmið! Regency er sérlega vandað heilsurúm frá Spring Air, einum þekktasta rúmafram- leiðanda Bandaríkjanna. Gerðu kröfur um gæði – Spring Air stenst þær. Kolgríma Gestsdóttir og Bilal Fathi búa saman í Kópavogi. Fengu ekki að vita hvert Bilal var fluttur Hælisleitendur Bilal Fathi var framseldur til Finnlands síðasta föstudag, en fjölskylda hans hér á landi fékk engar upplýsingar hvert nákvæmlega hann var fluttur. „Það var mikill léttir að fá staðfestingu á því að hann væri hérna á mánudags- morguninn,“ segir Ida Jensdóttir, móð- ir Kolgrímu Gestsdóttur og tengdamóð- ir Bilal Fathi Tamimi, sem situr nú í finnsku fangelsi í borginni Turku. Mæðgurnar fengu engar upplýsingar um það hvert hann var fluttur, aðrar en að hann hefði lent í Helsinki. Þær fóru því upp á von og óvon til borgarinnar Turku, þar sem hann bjó áður, til þess að finna hann. Þær leituðu svo til lögreglustöðv- ar í borginni á föstudag og óskuðu eft- ir upplýsingum um staðsetningu hans. Hana fengu þær svo ekki fyrr en tveimur dögum síðar, eða á mánudaginn. Fréttatíminn greindi frá því í síðustu viku að Hæstiréttur Íslands hefði staðfest framsalsbeiðni á hendur Bilal til Finn- lands vegna líkamsárásar sem hann átti að hafa tekið þátt í rétt rúmlega fimmtán ára gamall og var hann fluttur úr landi síðasta föstudag. Sjálfur var hann flóttamaður í landinu og segist hafa lent í vinnumansali sem endaði með því að hann og annar, töluvert eldri maður, réðust á vinnuveit- andann vegna ógreiddra launa. „Honum líður ágætlega miðað við aðstæður,“ segir Kolgríma, kærasta Bilal, en mæðgurnar eru bjartsýnar á að hann muni fá skilorðsbundinn dóm, verði hann sakfelldur. „Við erum hjá mjög góðu fólki, vinapari Bilal hérna í Turku, og þau hafa hjálpað okkur mikið,“ segri Ida sem réði meðal annars lögfræðing fyr- ir Bilal. Vonast mæðgurnar til þess að mögulegt verði að hann afpláni hér á landi. Þær fá svo að hitta hann næsta sunnudag. „Ég er mjög spennt að fá að sjá hann,“ segir Kolgríma sem saknar kærasta síns sárlega en stefnt er að því að réttarhöldin hefjist í byrjun júní. | vg  Frú Ragnheiður er sérinnréttaður gamall sjúkrabíll sem þjón- ustar heimilislausa og fólk í neyslu með skaðaminnkun að leiðarljósi.  Meginmarkmiðið er að veita heilbrigðis- þjónustu og draga úr útbreiðslu lifrarbólgu C og HIV. Bíllinn er á vegum Rauða krossins í Reykja- vík, hefur tvo fasta viðverustaði en fer um allt höfuðborgar- svæðið. Bíllinn er mannaður heilbrigðis- starfsfólki í sjálfboða- vinnu og verkefnastjóra í 50% starfshlutfalli sem annast umsýslu bíls- ins.  Í bílnum er nála- skiptaþjónusta þar sem einstaklingar sem sprauta vímu- efnum í æð geta fengið hreinar nálar, sprautur, nálabox og annað til að draga úr smitum. Tekið er við nálaboxum til förgun- ar.  Svo mikil eftirspurn er meðal menntaðs heilbrigðisstarfsfólks að fá að starfa á bíln- um, að myndast hef- ur biðlisti. Skaðaminnkun Starfsfólk Frú Ragnheiðar vill fá heim- ild til að gefa skjólstæðing- um sínum sýklalyf við sýkingum, skima fyrir lifrar- bólgu C og geta gefið mótefni við of stórum skömmtum ópíumskyldra lyfja. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is „Naloxone er hættulaust efni og ekki ávanabindandi. Fyrir þá sem glíma við ópíumvanda, er lyfið jafn nauðsynlegt og insúlínpenni er sykursjúkum. Þess vegna er mik- ilvægt að geta gefið okkar skjól- stæðingum það ef þeir taka of stóra skammta. Við myndum gjarnan vilja að lyfinu yrði dreift til fólks sem glímir við þennan vanda, líkt og gefið hefur góða raun í útlönd- um í áraraðir. Þá fá notendur lyfið í nefspreyformi, fræðslu um notkun þess og getur bjargað lífi fólks sem tekið hefur of stóra skammta,“ seg- ir Svala Jóhannesdóttir, verkefna- stýra Frú Ragnheiðar. Hún segir skjólstæðingahóp bílsins veigra sér við að sækja heilbrigðisþjónustu, meðal annars vegna þess að fólkið hefur upplifað fordóma og niður- lægingu áður. „Okkar hlutverk er því að mæta fólki þar sem það er. Eitt af megin- markmiðum Frú Ragnheiðar er að draga úr útbreiðslu smitsjúkdóma. En til þess viljum við geta skimað fyrir lifrarbólgu C og HIV smiti. Það myndi stórauka þjónustuna. Þá væri eðlilegt skref að geta veitt fólki sýklalyf í bílnum, því algeng- ustu verkefni okkar eru að skoða ástand á æðum og meta hvort fólk sé með húðsýkingar vegna sprautu- notkunar.“ Ísabella Björnsdóttir, félagsráð- gjafi fíknigeðdeildar Landspítalans, er í stjórn Frú Ragnheiðar og tekur undir með Svölu um að nauðsynlegt sé að efla þjónustuna og viðurkenna sem heilbrigðisþjónustu fyrir jaðar- setta einstaklinga. „Þjónustan þarf að komast á föst fjárlög svo hægt verði að þróa verkefnið áfram í sam- ræmi við þörfina sem er mikil.“ Hún segir að mæta þurfi þörf- um skjólstæðinga Frú Ragnheiðar með víðtækari hætti. „Koma þarf upp nálaförgunarboxum víðar um borgina, svo fólk geti losað sig við sprautur á öruggari hátt. Það væri staðfesting á tilvist þessa jaðarsetta og oft á tíðum ósýnlilega hóps.” Vilja gefa mótefni í Frú Ragnheiði Ísabella Björnsdóttir, félagsráðgjafi á fíknigeðdeild Landspítalans. Svala Jóhannesdóttir, verk- efnastjóri í Frú Ragnheiðar- -bílnum. Bækur „Auðvitað er hún sök- uð um rasisma, það eru allir sem segja satt í svona átaka- málum,“ segir Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, en hann var einn þeirra sem hlýddu á rithöfundinn Hege Storhaug sem fjallaði um bók sína Þjóðarpláguna Íslam á fundi á Fosshóteli við Höfða- torg á miðvikudagskvöld. „Það er þó bara þvættingur. Þessi kona er nákunnug íslam, og mér finnst bókin hennar afar góð,“ segir Geir. „Hún er alls ekki einsýn eða ofstækisfull, það er fráleitt að halda því fram,“ segir hann. „Hún er einfaldlega borin þessum sökum þar sem hún er að gagnrýna þennan pólitíska rét- trúnað og svokallað frjálslyndi í Vestur-Evrópu. Norski höfundurinn er afar um- deildur í heimalandi sínu og hefur verið sakaður um kynþáttahatur og hræðsluáróður. Lena Larsen, sérfræðingur í trúarbragðasögu, sem höfundurinn hefur kallað íslamista, segir í Klassekampen að málflutningur Hege Storhaug og skoðanasystkina hennar og áróðurinn gegn múslimum minni um margt að áróðurinn gegn gyðingum í Þýskalandi á fjórða áratugnum. Það er bókaútgáfan Tjáningar- frelsið sem gefur út bókina á Íslensku en þýðandi er Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins. | þká Auðvitað er hún sökuð um rasisma Frá fyrirlestri Hege Storhaug þar sem Geir Waage var meðal áheyrenda. Mynd | Pressphoto 6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. maí 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.