Fréttatíminn - 27.05.2016, Side 34
Námsmenn í Vestur-Berlín. Íslenskar mæður og börn í almenningsgarði á 17. júní 1989, nokkrum mánuðum áður en múrinn féll
Frá vinstri: Soffía Gunnarsdóttir, starfsmaður íslenska sendiráðsins í Berlín, með dóttur sína. Sesselja Auður Eyjólfsdóttir, aðstoðarskólastjóri Langholtsskóla. Hrönn Kristins-
dóttir kvikmyndaframleiðandi. Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur með Elísabetu í fanginu. Krjúpandi er Jóna Fanney Friðriksdóttir framkvæmdastjóri, Hrafnhildur
Ragnarsdóttir sérkennslukennari. Margrét Rósa Sigurðardóttir menntaskólakennari. Jórunn Sigurðardóttir útvarpskona. Börnin eru frá vinstri fremst, Sölvi Tómasson í
fanginu á Jórunni, Stígur Helgason hjá Hrafnhildi, Hildur Guðnadóttir með Þórarin Guðnason í fanginu á Jónu, Arnór Óskarsson fremst fyrir miðju, Guðbjörg Ágústsdóttir,
Borghildur Indriðadóttir, Auður Anna Kristjánsdóttir lengst til vinstri. Fyrir aftan Auði er síðan Una Stígsdóttir og við hliðina á henni er Elísabet Ágústsdóttir með kaskeiti.
Mynd | Ósk Vilhjámsdóttir
Innmúraðar mæður í Berlín
Á níunda áratugnum hljómaði þýsk
an einsog flauel í kvikmyndum Fass
binders, Trottu og Wenders, trega
full fegurð og ný dýpt í mennsku
sem hafði ekki farið mikið fyrir í
kvikmyndum fram að því. Á sama
tíma var hreyfing innan myndlistar
innar sem kallaði sig „Neue Wilden“
og náði meir að segja til fleiri en bara
listunnenda. Neue Wilden voru mik
ið til bara strákar að mála stórt og
klæddu sig í leður og spiluðu á bassa
gítar eða trommusett, dálítið einsog
Utangarðsmenn að mála myndir.
Fyrir unga manneskju, sem var svag
fyrir nýjungum, var allt þetta ágætis
aðdráttarafl til þess að flytja búferl
um og setjast að í Berlín.
„Eyjan í rauða hafinu“
Berlín „Eyjan í rauða hafinu“ var
hernumin og skipt í franska, am
eríska og breska hlutann innan
múrsins en Rússarnir fengu Aust
urBerlín og allt fyrir utan múrinn.
Þetta var lítið að abbast upp á okk
ur Íslendingana, maður vissi þó að
ef viðkomandi labbaði nógu lengi
í eina átt þá blasti við múrvegg
ur. Það var þó helst þegar einhver
skriðdrekasýning poppaði upp í
hverfinu að henni fylgdi svona óljós
áminning um að Berlín hafði einu
sinni verið leiksvæði ógnvekjandi
atburða sem vonandi myndu ekki
endurtaka sig og núna var hún und
ir eftirliti.
Ég bjó í Kreuzberg og hjólaði
meðfram ánni Spree á markaðinn
þegar veður leyfði. Það gat hins
vegar verið alveg skuggalega kalt í
Berlín á veturna. Ég hef aldrei upp
lifað eins mikinn kulda, fyrir utan
kannski á Svalbarða. Þegar verst lét
þá hreinlega fraus andardrátturinn,
og loftið var svart af mengun vegna
kolanna sem voru notuð í upphitun
húsanna og fyrir verksmiðjurnar í
AusturBerlín.
Það voru stærðarinnar svæði
innan Berlínar sem voru óbyggð
og höfðu staðið óáreitt síðan í stríð
inu. Þessi svæði voru mögnuð af því
að þau sögðu svo mikla sögu með
því að segja ekki neitt og vera
Þegar Berlínarmúrinn
féll 1989 var í borginni
talsvert samfélag
íslenskra námsmanna
sem upplifði þessa
sögulegu tíma. Hér er
brot af sögu þeirra og
afkomenda, sem í dag
búa margir í Berlín.
Alda Lóa Leifsdóttir
aldaloa@frettatiminn.is
Potzdamerplatz, landið í kringum bókasafnið og fílharmóníuna þar sem flóamarkaðurinn var
um helgar og hinn ástsæli þýski leikari Curt Bois ráfaði um í myndinni Himmel über Berlin.
Í dag kallast þetta svæði Sony center, eftir að stórfyrirtæki byggðu það upp og heppnaðist
nokkuð vel að byggja þarna algjöran óskapnað sem engum þykir vænt um.
34 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2016