Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 27.05.2016, Síða 52

Fréttatíminn - 27.05.2016, Síða 52
Gott að fagna fjölbreytni Markaður með hönnun og mat alls staðar að úr heiminum, heimstónlist og balkandansar. Það er leitun að meiri fjölbreytni á Íslandi en má finna á Fjölmenningardegi Reykja- víkurborgar í Hörpu á morgun. Gott að fara í útskriftarveislur Þessa helgina eru margir á leið í útskriftarveislur og á þönum að redda útskriftar- gjöfum. Sígildar útskriftargjaf- ir: Blómvöndur, allt of dýr kertastjaki úr Hrím eða best af öllu: Beinharðir peningar til að borga LÍN-lánin. Gott að spara Mánaðarlok og allir blankir eftir sumardjamm maímánað- ar. Aðgangur er oft ókeypis á listasýn- ingar Listahátíðar svo það er hægt að eiga góða helgi þrátt fyrir blankheit! GOTT UM HELGINA Spurt er... Hvað ætlar þú að sjá á Listahátíð í Reykjavík? KAMMERÓPERA Arnar Eggert Thoroddsen popp- fræðingur Ég er afar spenntur fyrir kamm- eróperunni hennar Önnu Þorvalds- dóttur, sem er í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Það sem Anna hefur verið að gera í tónlistarlegu tilliti er einfaldlega rosalegt og þetta verður því „eitthvað“. Og að Þorleif- ur sé að leikstýra ... þetta er nánast of mikið! BALLETT OG DAG- BÆKUR Aðalheiður Magnúsdóttir, nýr eigandi Ásmundarsals Ég fór að sjá Ashkenazy, það voru frábærir tónleikar – léttir, sum- arlegir og skemmtilegir. Ég er spennt fyrir frumsýningunni á San Francisco ballettinum í Hörpu. Ég get eindregið mælt með Weather Daries í Norræna húsinu, frábært verkefni þar á ferð. Í heildina er ótrúlega mikið af fjölbreyttri sköpun á Listahátíð í ár. ÓHEFÐBUNDIN TÍSKUSÝNING OG KONUR Í LYKIL- HLUTVERKUM Diljá Ámundadóttir, fram- kvæmdastjóri Þetta reddast ehf. Ég ætla að sjá sýningu Hildar Yeoman á nýrri fatalínu sinni sem verður í Læknaminjasafninu þann 3. júní. Það er ekki hefðbundin tískusýning heldur innsetning þar sem Hildur teflir saman hönnun, dansi, tónlist, ljósmyndun og vídeómyndlist. Svo langar mig líka að sjá leikritið Sími látins manns í Tjarnarbíói þar sem konur eru í lykilhlutverkum, auk þess að sjá um leikstjórn og tónlistarsköpun. *Listahátíð í Reykjavíkur stendur yfir til 5. júní. Dagskrána má nálgast á www.listahatid.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.