Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 56
Sykur- og glútenlausa matar-
byltingin er hafin. Slíkir
réttir njóta sífellt meiri vin-
sælda og hér er uppskrift að
glútenlausu hrökkbrauði.
4 dl. blönduð fræ, t.d. sól-
blómafræ, hörfræ og se-
samfræ.
1 dl glútenlaus hafragrjón.
100 gr möndlu- eða kókos-
mjöl.
100 gr glútenlaust hveiti.
1 dl góð olía.
2 msk fíberhusk, glútenlaust.
1/2 - 1 tsk salt. Ef þið stráið salti
ofan á kexið þá má minnka það.
5-7 dl vatn eða annar vökvi.
4 dl. blönduð fræ, t.d. sólblómafræ,
hörfræ og sesamfræ.
Aðferð:
Öllu hráefni fyrir utan vatnið
blandað saman og byrjað á
að setja helminginn af vatn-
inu og bæta síðan í. Hræran
þykknar mjög fljótt og best er
að bæta við vatni þar til hún
er samfelld og ekki of stíf (en
þó ekki of blaut) til að hægt
sé að fletja hana út á plötu.
Mjög gott er að strá grófu
salti eða góðu kryddi eins og
rósmarín yfir óbakað kexið.
Bakað við 200°C í 20 mínútur eða
lengur þar til það er gullinbrúnt og
stökkt Skorið strax með pítsuskera
í hæfilega stór stykki.
GLÆSILEGAR
BORGIR Í A-EVRÓPU
Í BEINU FLUGI
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa,
fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4
daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt
að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum
uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.
BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI
Ein af fallegri borgum Evrópu, hún
er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar
sem margar eru á minjaskrá Unesco,
forna menningu og spa/heilsulindir.
Þar hefur í árhundruði blandast
saman ýmis menningaráhrif sem
gerir borgina svo sérstaka.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
GDANSK Í PÓLLANDI
Hansaborgin Gdansk er elsta og
fallegasta borg Póllands, saga
hennar nær aftur til ársins 997.
Glæsilegur arkitektúr, forn menning
og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina
að vinsælustu ferðamannaborg
Póllands.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
RIGA Í LETTLANDI
Gamli og nýi tíminn mætast í borg
sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í
Riga er virkilegt augnayndi hvert sem
litið er og setur borgina á stall með
fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst
kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs
og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku
frá maí til október.
VERÐ FRÁ 87.900.-
WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900
alla föstudaga
og laugardaga
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@amk.is
Það var bókaforlagið Phaidon sem bað mig um að gera þessa bók, en ég hafði ekki hug-mynd um að það væri
eitt flottasta bókaforlag í heimi,“
segir Sólveig Eiríksdóttir, eigandi
veitingastaðarins Gló, sem sendi
nýlega frá sér matreiðslubókina
Raw, sem skrifuð er á ensku. Hild-
ur Ársælsdóttir, dóttir Sólveigar,
er meðhöfundur bókarinnar,
en þær mæðgur skrifuðu einnig
saman bókin Himneskt, og halda
úti blogginu Mæðgurnar.is.
Stundum kærulaus
Solla, eins og hún er alltaf kölluð,
var lítið að spá hvað það þýddi
fyrir hana að landa samningi við
áðurnefnt bókaforlag. Hún var
bara með hugann við matinn.
„Ég er pínu lúði og spái svo lítið í
svona. Ég get verið svo kærulaus.
Svo er ég auðvitað ofvirk, þannig
það þýðir ekkert að setja mig í
skrifstofuvinnu. Ég vil bara vera í
eldhúsinu,“ útskýrir hún.
Keyptu bækur á íslensku
„Það var alltaf verið að biðja um
bók á ensku, þá aðallega erlendu
viðskiptavinirnir okkar á Gló.
Fólk hefur meira að segja verið að
kaupa íslensku bækurnar og nota
Google translate. Mér finnst það
hrikalega krúttlegt,“ segir Solla
og hlær. Hún er mjög ánægð með
bókina, og þykir sérlega skemmti-
legt að hún sé myndskreytt með
fallegum myndum af Íslandi.
„Bókin er svo guðdómlega fal-
leg. Það er sami hönnuður á henni
og á Noma-bókunum, en Noma er
einn virtasti veitingstaður í heimi.
Bækur frá þeim hafa mörg ár í
röð hlotið titilinn matreiðslubók
ársins. Ég var því allt í einu kom-
inn á einhvern stað sem ég hafði
ekki hugmynd um að ég væri að
fara á. Ég var bara að hugsa um
enska bók fyrir viðskiptavinina
mína.“
Gengu á eftir henni
Það eru reyndar nokkur ár síðan
Phaidon hafði fyrst samband við
Sollu, en þá var svo brjálað að
gera hjá henni að hún mátti ekkert
vera að standa í bókaútgáfustússi í
útlöndum. „Þegar ég fékk svo sím-
tal aftur þá fékk ég að vita að þau
hefðu aldrei áður þurft að ganga á
eftir neinni manneskju. Þau væru
vön að berja af sér fólk sem vildi fá
efni útgefið.“
Solla hélt reyndar áfram að vera
erfið og bera fyrir sig tímaskort
en ákvað að slá til þegar gefið var
grænt ljós á að dóttir hennar fengi
að vera meðhöfundur. „Hún er
næringarfræðingur, algjör snill-
ingur í eldhúsinu og mjög flink að
gera texta,“ segir Solla sem er að
vonum stolt af dótturinni.
Verður að þróa uppskriftir
Útgáfusamningurinn hefur held-
ur betur undið upp á sig, en búið
er að þýða bókina á frönsku og
gefa hana út um allan heim. Vinir
og kunningjar Sollu hafa einmitt
verið duglegir við að senda henni
snapchat-skilaboð þegar þeir rek-
ast á bókina í hinum ýmsu verslun-
um víða um heim. En sjálf er hún
enn með báða fætur á jörðinni.
„Mín viðbrögð við þessu eru bara:
„Já, æði!“ og svo fer ég aftur inn í
eldhús að skera gulrætur. Fólk er
að spyrja hvort ég sé ekki ánægð
og finnist þetta ekki merkilegt,
sem mér finnst auðvitað. Ég er
mjög þakklát, en hausinn á mér
getur ekki dvalið við þetta. Hann
verður að halda áfram að þróa nýj-
ar uppskriftir,“ segir Solla.
„Ég vil bara
vera í eldhúsinu“
Solla Eiríks sendi nýlega frá sér bókina Raw, sem er skrifuð á ensku
Bókaútgáfa Solla hafði oft verið beðin um að gefa út efni á ensku, en það voru aðallega erlendir
viðskiptavinir á Gló sem óskuðu eftir því. Nú er hún búin að senda frá sér bók á ensku sem mun
eflaust gleðja marga. Mynd | Hari
„Ég er mjög
þakklát, en
hausinn á mér
getur ekki dva
lið
við þetta.“
Glútenlaust hrökkbrauð
Hvað er betra en ískalt og gott
límonaði í góða veðrinu?
350-400 gr fersk hindber
1 bolli nýkreistur sítrónusafi
½ bolli ískalt vatn
2-3 msk sykur (jafnvel meira – gott
að smakka til)
3 msk gott fljótandi hunang
1 lítri sódavatn
Nóg af klökum
Aðferð:
Maukið berin í blandara eða mat-
vinnsluvél. Sigtið maukuð ber-
in ofan í könnu eða skál. Hrærið
saman vatni og sykri í aðra könnu,
þar til sykurinn leysist upp. Blandið
vatni og hunangi saman við og
hrærið vel. Hellið sigtuðu berja-
blöndunni ofan í, svo sódavatninu
og hrærið létt. Nóg af klökum og
njótið vel.
Sumarlegt hind
berja límonaði
…matur 4 | amk… FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2016