Fréttatíminn - 27.05.2016, Blaðsíða 64
Smiðjuvegi 4C 202 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Best að bera
á pallinn árlega
„Ég hvet nú bara landsmenn til
að versla við fagmenn,“ segir Már
Guðmundsson, formaður Málara-
meistarafélags Íslands, aðspurður
um viðhald á sólpöllum en nú er
sá tími ársins að fólk fer að huga
að þeim. „Það er mesta salan á
pallaolíu í maí.“
„Ég ráðlegg fólki að bera á palla
á hverju ári – það er best,“ segir
Már og bætir við að það sé ekki
mikill munur á því hvernig unnið
er með nýja eða gamla sólpalla.
„Ef pallurinn er nýr verður
að passa að græna viðarvörnin
sem er á þeim sé orðin þurr. Það
þarf að líða sólarhringur án
rigningar áður en
byrjað er að bera
á pallinn. Það
þarf að gæta
að því að nota
ekki eingöngu glæra pallaolíu því
það er hvorki sólar- né viðarvörn í
slíkri olíu. Það verður að vera litur
í neðsta laginu af olíunni en síðan
er fínt að setja glært lakk yfir það.
Fólk verður líka að passa að mála
ekki of þykkt því þá fer viðurinn
að flagna. Þetta er nú það helsta
sem þarf að hafa í huga við nýja
palla,“ segir Már.
Varðandi eldri palla segir Már
nauðsynlegt sé að byrja á því þrífa
pallinn því oft myndist grámi eða
grænn gróður á pöllunum yfir
veturinn sem ná þurfi af áður en
hægt sé að bera á. „Það þarf að
nota viðarskola eða annan skola
til að þrífa pallinn. Síðan má há-
þrýstiþvo hann en ég bið fólk um
að nota litlar dælur því annars
rífur fólk upp viðinn. Viðurinn
þarf að fá að
standa tvo sól-
arhringa í þurru
áður en farið er
að bera á og það
sam gildir um
gamla palla og
nýja. Ekki nota
eingöngu glæra
pallaolíu og ekki
þekja of þykkt.
Þá er engin vörn
og viðurinn
flagnar.”
Mýkt Már ráðleggur
fólki að nota ekki
iðnaðarháþrýsti-
dælur heldur litlar
því annars verður
pallurinn lítið augna-
yndi. Mynd | Hari
PVC er mest selda glugga- og
hurðaefni í heiminum í dag og er
framtíðarefni fyrir nýbyggingar
og sumarhús. „Valið ætti því að
vera einfalt þegar kemur að því að
endurnýja eldri glugga eða hurð-
ir,“ segir Heiðar Kristinsson, skrif-
stofu- og sölustjóri hjá PGV. „Þegar
fólk er að skipta út gluggum og
hurðum verður viðhaldsfrítt fyrir
valinu af skiljanlegum ástæðum
þar sem fólk vill losna við viðhald.
PVC gluggar eru fyrir löngu vin-
sælasta gluggaefni í heiminum,
ekki aðeins fyrir frábæra einangr-
un og öryggi gagnvart innbrotum,
heldur vegna aukinnar kröfu um
sjálfbærni og umhverfisvernd,“
segir Heiðar.
„Við búum ekki til vandamál“
PGV Framtíðarform hefur til
sölu PVC viðhaldsfría glugga og
hurðir. Hönnunin er látlaus og
stílhrein sem gerir það að verk-
um að framleiðslan passar vel að
flestum gerðum íbúða. Smíðaefnið
er sérstaklega valið til að stand-
ast þær erfiðu kröfur sem íslenskt
veðurfar gerir til glugga og hurða,
og með faglegri ísetningu má ná
endingu sem ekkert annað glugga-
efni stenst. „Almennt vill fólk vera
laust við að glíma við leka, myglu-
svepp og fleiri óæskileg fyrirbæri.
Með viðhaldsfríum gluggum kom-
um við í veg fyrir þessi vandamál,“
segir Heiðar.
Hæsta einkunn á slagveð-
ursprófi
Á Íslandi eru erfið veðurskilyrði
og því er nauðsynlegt að fullvissa
sig um að varan sem keypt er þoli
íslenskt slagveður. „Okkar gluggar
fengu hæstu mögulegu einkunn á
slagveðursprófi Nýsköpunarmið-
stöðvar Íslands og þykir okkur
afar ánægjulegt að geta boðið
viðskiptavinum okkar upp á vör-
ur sem hafa staðist slíkt próf með
hæstu einkunn og endast auk þess
áratugum saman án viðhalds,“
segir Heiðar.
50% burt aðferðin
Ein vinsælasta aðferðin sem
PGV býður upp á þegar kemur
að viðhaldi glugga er svokölluð
„50% burt aðferðin“. Þessi vinsæla
aðferð felst í því að hluti gamla
gluggans er fjarlægður ásamt gleri.
Helsti ávinningur aðferðarinnar er
að ekkert rask verður að innan-
verðu. Hægt er að hafa samband
við starfsmenn PGV í gegnum
heimasíðuna: www.pgv.is. Fyrir-
spurnir má senda á pgv@pgv.is. Á
heimasíðunni má jafnframt finna
sérstakt tilboðshorn. Hafðu sam-
band og fáðu tilboð í glugga sem
endist og endist, ryðgar aldrei né
fúnar.
Framúrskarandi einangrun
Með PVC gluggum frá PGV næst
framúrskarandi einangrun.
Gluggaramminn er marghólfa
sem kemur í veg fyrir kuldaleiðni,
er glerjaður með 28mm K-gleri
sem gefur honum mikið einangr-
unargildi. Ekki er nóg með að þú
minnkir hávaðann frá götunni
heldur lækkarðu orkureikninginn
í leiðinni. Efnið í gluggunum hefur
staðist hæstu gæðakröfur og hefur
verið prófað hjá BBA og BSI í Bret-
landi og DIN í Þýskalandi. Glugginn
hefur einnig staðist vind- og slag-
veðurprófanir hjá Nýsköpunarmið-
stöð Íslands með prýði og hlotið CE
vottun Evrópusambandsins.
Viðhaldsfríir gluggar og hurðir
PGV Framtíðarform framleiðir viðhaldsfría PVC glugga og hurðir. PVC efnið veitir fyrsta flokks einangrun og öryggi og
uppfyllir auk þess auknar kröfur um sjálfbærni og umhverfisvernd.
Kynning: Unnið í samstarfi við PGV Framtíðarform
alla föstudaga
og laugardaga
n Stærð að eigin vali.
n Glerjað að innan – öryggisins
vegna.
n Hraður afhendingartími: 1-2
vikur.
n Þarf aldrei að mála, hvorki að
innan né utan.
n CE-Vottun: Til að uppfylla þau
ströngu skilyrði sem nútíma
byggingareglugerð segir til um.
n Innbyggt frárennslikerfi.
n Barnalæsing.
n Næturöndun í læstri stöðu.
n Innbrotsheldir.
n 6 mismunandi litir – Hvítur,
eik, hnota, dökkbrúnn, grár og
svartur.
n Lausnir fyrir neyðarútganga og
björgunarop.
n Gluggarnir gráta ekki – Engin
kuldabrú.
n Þykkara gler – Meiri einangrun
og hljóðeinangrun.
n Gluggar og hurðir eru sér-
smíðuð eftir málum og því eru
útlitsmöguleikar óteljandi.
Viðhaldsfríir gluggar og hurðir hjá PVG
– óteljandi möguleikar
…viðhald 12 | amk… FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2016