Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 27.05.2016, Qupperneq 70

Fréttatíminn - 27.05.2016, Qupperneq 70
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Þetta leggst brjálæðis-lega vel í mig og er mjög spennt fyrir þessu. Svo vex spennan eftir því sem mótið nálgast. Það eru bara tvær vikur í þetta núna,“ segir Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir sem mun ásamt Hugrúnu Hall- dórsdóttur sjá um EM umfjöllun- ina á vegum sjónvarps Símans meðan á Evrópumótinu í fótbolta stendur. Þær eru hluti af teymi Þorsteins J. sem sér um að mat- reiða mótið ofan í Íslendinga með líflegum hætti. Eins og Eurovisionpartí Hlutverk Sigríðar Þóru og Hug- rúnar er einmitt að finna mann- lega og skemmtilega vinkla sem tengjast mótinu með einhverjum hætti. Sjálf hefur hún aldrei verið í fótbolta og fylgist ekki meira bolt- anum en meðalmanneskja. „Við ætlum að fanga stemninguna og gleðina sem myndast hjá íslensku þjóðinni. Ísland verður væntanlega allt undirlagt. Þetta er svolítið eins og Eurovisionpartíið, bara miklu stærra. Það skiptir engu máli hvort maður hefur áhuga á tónlistinni eða ekki, manni finnst alltaf gaman að vera í partíinu. Þannig verður þetta núna.“ Hún segir tilganginn með þætti þeirra stallna að gera það skemmti- legt fyrir sem flesta að fylgjast með mótinu. Líka þá sem hafa takmark- aðan áhuga á fótbolta. „Þetta er það stór viðburður og það eru allir að fara að fylgjast með. Við viljum því ná til sem flestra. Gera partíið skemmtilegt fyrir alla,“ segir Sigríð- Gera partíið skemmtilegt fyrir alla Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir mun sjá um EM-umfjöllun á vegum Sjón- varps Símans meðan EM í fótbolta sendur yfir. Sjálf hefur hún aldrei verið í boltanum, en það kemur ekki að sök, enda ætlar hún að finna skemmtilega vinkla á mótið fyrir allskonar fólk. Skemmtilegt Sigríður Þóra hefur lært heilmikið um fótbolta við að undirbúa þættina. Hún verður annað hvort orðin fótboltanörd eftir sumarið eða komin með algjört ógeð. Mynd | Hari ur Þóra kímin með annarri tilvísun í Eurovision. Lærir mikið um fótbolta Sigríður Þóra hefur ekki mikið ver- ið framan myndavélina sjálf en hún hefur aðallega starfað við dagskrár- gerð. Þáttastjórn er því ný áskorun fyrir hana. „Ég vona að þetta takist og vel og mun leggja mig fram um að gera mitt allra besta. Það er mjög spennandi að fá að taka þátt í þessu.“ En hefur hún ekki líka lært heil- mikið um fótbolta á því að undir- búa þættina? „Jú heldur betur, sem er mjög skemmtilegt. Ég var einmitt að grínast með það um daginn að í lok sumars yrði ég ann- að hvort orðin algjört fótboltanörd og aðdáandi, eða búin að fá gjör- samlega nóg af þessu,“ segir hún og skellir upp úr. Safna hugmyndum Sigríður Þóra og Hugrún eru þessa dagana að safna sögum og skemmtilegum hugmyndum sem tengjast EM. „Það er t.d. fólk að fara að gifta sig einn af keppnisdög- um Íslands, það er verið að sauma kjóla úr íslensku fánalitunum og við ætlum að hitta ömmur íslensku landsliðsmannanna. Við erum því með ýmislegt í pokahorninu sem við ætlum að fanga og segja frá,“ segir Sigríður Þóra, en þær taka öllum hugmyndum fagnandi á net- fangið: em2016@siminn.is. „Undanfarin tæp tíu ár hef ég unnið með annan fótinn sem og báða á 365 miðlum en í gær skil- aði ég af mér mínu síðasta ver- kefni fyrir samsteypuna í bili,“ segir sjónvarpskokkurinn og fjölmiðlakonan Friðrika Hjördís Geirsdóttir á heimasíðu sinni. Rikka, eins og hún er yfirleitt kölluð, hefur stjórnað sjónvarps- þáttum og ritstýrt blöðum hjá 365 og í samtali við amk segist hún hafa ákveðið að það væri kominn tími til að leita nýrra áskorana. „Ég er ekki búin að ákveða næstu skref. Mig langar að sjá hvað kemur til mín,“ segir Rikka. „Ég hef lengi verið talskona þess að fara út fyrir þægindara- mmann og ögra sjálfri mér. Þannig lærir maður fullt af hlut- um um sjálfan sig,“ segir hún og bætir við að þótt hún sé að einhverju leyti fíkill í óvissu þá vill hún líka hafa öryggi. „Þetta snýst um að finna jafnvægið á milli nægilega mikillar óvissu sem heldur manni á tánum og nógu mikils öryggis til að veita að manni sálarró.“ Rikka hefur margvíslega reynslu og hún útilokar ekki að halda áfram í fjölmiðlum. „Ég vonast bara eftir að fá eitthvert verkefni sem er spennandi, krefjandi og skemmtilegt. Ég hef öðlast töluverða og fjölbreytta reynslu á þessum tíu árum hjá 365,“ segir Rikka. | óhþ Óska eftir nýjum áskorunum Rikka yfirgefur 365 og heldur út í óvissuna Út fyrir þægindarammann Rikka veit ekki hvar hana ber niður næst. …fólk 18 | amk… FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2016 Þetta er svolítið eins og Eurovisionpartíið, bara miklu stærra. Það skiptir engu máli hvort maður hefur áhuga á tónlistinni eða ekki, manni finnst alltaf gaman að vera í partíinu. Eru þau að skilja eða ekki? Jill Dempsey, eiginkona Patrick Dempsey, sem leikur lækninn sjóðheita Mc. Dreamy í Greys Anatomy, sótti um skilnað frá Patrick í janúar í fyrra. Síðan hefur hinsvegar ekkert gerst og á dögunum þurfti dómari að ýta á eftir því hvert framhaldið yrði hjá þeim hjónum. Sam- kvæmt heimildum slúðurmiðla ytra er enginn skilnaður í uppsiglingu en Jill sótti um skilnað frá Patrick því henni fannst hann vera meira upptek- inn af því að vera í kappakstri en að sinna henni og börnunum. Patrick hefur verið forfallinn kappakstursmaður í mörg ár, en eftir þetta lofaði hann bót og betrun, svo ekkert verður úr skilnaðinum. Birti símanúmer hjákonunnar á Twitter Kelly Osbourne er reið út í konuna sem á að hafa verið í ástarsambandi við föður hennar, Ozzy Osbourne, en Ozzy er að skilja við eiginkonu sína til 33 ára, Sharon Osbourne. Ástæða skilnaðarins er að Ozzy á að hafa átt í ástarsambandi við hárgreiðslukonuna sína og Kelly ákvað að birta símanúmer konunnar á Twitter. Símanúmer konunnar var aftengt stuttu seinna. Kelly vill meina að konan hafi misnotað sér aðstöðu sína og aldur föður síns en rokkarinn góðkunni er orðinn sjötugur. Sjötug og flott Goldie Hawn Goldie Hawn lítur frábærlega út en leikkonan er orðin 70 ára, ótrúlegt en satt. Sást til leikkonunnar á strönd á Hawaii þar sem hún spókaði sig um á ströndinni og buslaði í sjónum. Goldie segist ekki borða mikið og drekka græna djúsinn sinn á hverjum degi. „Ég drekk mikið af djúsum og borða ekki mikið af mat.“ Hún segist fá öll næringarefni sem hún þarf og einnig segist hún hreyfa sig eitthvað á hverjum einasta degi. Ef hún á 15 mínútur aflögu yfir daginn, notar hún þær til að rækta líkama sinn á einhvern hátt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.