Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 19.08.2016, Side 1

Fréttatíminn - 19.08.2016, Side 1
Eggert Skúli Jóhannesson og Gunnar Bender eru grun- aðir um að reyna að svindla á Ábyrgðasjóði launa. Þeir stofnuðu nýlega Hjálpar- samtök fyrir bágstödd börn. Viðmælendur blaðsins segjast illa sviknir af fyrri viðskiptum um harðfisk og kvóta við Eggert Skúla. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Tengsl Eggerts Skúla Jóhannesson- ar, framkvæmdastjóra Hjálparsam- taka bágstaddra barna, og Gunnars Bender, formanns samtakanna, eru til skoðunar hjá Ábyrgða- sjóði launa. Þeir eru grunaðir um að reyna að svindla peninga út úr sjóðnum. Málið kom upp eftir að Eggert Skúli var lýstur gjald- þrota í lok nóvember. Launakröfur Gunnars Bender í tvö þrotabú fyr- irtækja sem tengjast Eggerti, vöktu grunsemdir. Það þótti undarlegt að hann hefði í tvígang starfað fyrir sama mann án þess að fá greitt fyr- ir. Aðeins örfáum vikum eftir að kröfurnar voru lagðar fram, stofn- aði Gunnar Bender Hjálparsamtök fyrir bágstödd börn með Eggerti Skúla. Erla Skúladóttir, skiptastjóri persónulegs gjaldþrots Eggerts Skúla, segir að fara þurfi út í öll horn málsins og skoða ítarlega kröfulýsingar í þrotabúið. Eggert Skúli hefur komið að fjölmörgum fyrirtækjum án þess að tenging hans við þau hafi verið skráð. Með- al annars hefur hann komið að starfsemi icelandicinfo.is ásamt syni sínum, Jóhannesi Gísla Egg- ertssyni, sem afplánað hefur dóm fyrir fjársvik á netinu. Eggert Skúli vildi ekki svara spurningum Fréttatímans um kröf- ur Gunnars í fyrirtæki tengd hon- um. Hann sagðist verulega ósáttur við fyrri umfjöllun Fréttatímans um Hjálparsamtök bágstaddra barna. „Við erum að skoða málið og ætlum í hart við blaðið.“ Hjálparsamtök bágstaddra barna eru til athugunar hjá lögreglu. Fjölmargir settu spurningamerki við peningasöfnun sem samtökin hófu á netinu fyrir skömmu, með útsendum fjöldapósti. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumannin- um á Suðurlandi, hafði ekki verið veitt leyfi fyrir peningasöfnuninni, þegar henni var hrundið af stað. Þá var ómögulegt fyrir viðtakanda fjöldapóstsins að rekja hver stæði að baki söfnuninni. Hvergi var þess getið hvernig söfnunarfénu yrði miðlað til fátæku barnanna. Eftir að vakin var athygli á þessu í Fréttatímanum voru nöfn þeirra Eggerts Skúla og Gunnars Bender skráð á heimasíðu samtakanna. frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 47. tölublað 7. árgangur Föstudagur 19.08.2016 32 28 12 Tómstundir barna SKÓLADAGAR 20% afsláttur af gleraugum Bláuhúsin v. FaxafenKringlunniSkólavördustíg 2 NOTAÐU AVÓKADÓ Í STAÐINN FYRIR MÆJÓNES STRIGASKÓRNIR ALLTAF HEITIR KATRÍN LIFIR Á TÓNLISTINNI Í LONDON HVERNIG Á AÐ HAGA SÉR EFTIR MARAÞON? 12 SÍÐNA AUKABLAÐ UM ÍÞRÓTTIR OG TÓMSTUNDIR BARNA 4 FÖSTUDAGUR 19.08.16 FYRRUM OFURFYRIRSÆTAN HELDUR SÍNA FYRSTU LJÓSMYNDASÝNINGU ELÍSABET DAVÍÐS Mynd | Rut Stjórn Ábyrgðasjóðs launa er með tengsl Eggerts Skúla og Gunnars Bender til skoðunar. 8 Nánar er fjallað um viðskiptaferil Eggerts Skúla og Hjálparsamtök bágstaddra barna í blaðinu. Bryndís Ösp Hearn Varð fyrir einelti í Keflavík vegna húðlitar Stranger Things Nostalgískir sjónvarpsþættir sem hræða úr þér líftóruna Einkaeign á kvóta leiðir alls staðar til samþjöppunar Torbjørn Trondsen, ráðgjafi færeysku stjórnarinnar Aðstandendur hjálparsamtaka barna grunaðir um svindl KRINGLUNNI ISTORE.ISSérverslun með Apple vörur MacBook Air 13" Þunn og létt með rafhlöðu sem dugar daginn Frá 184.990 kr. MacBook Pro Retina 13" Alvöru hraði í nettri og léttri hönnun Ótrúleg skjáskerpa Frá 242.990 kr. Mac skólabækurnar fást í iStore Kringlunni Við gerum betur í þjónustu með skjótum og sveigjanlegum vinnubrögðum. Ef MacBook keypt hjá okkur bilar lánum við MacBook tölvu á meðan viðgerð stendur.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.