Fréttatíminn - 19.08.2016, Side 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 19. ágúst 2016
Stjórnmál „Við sem
erum meira miðju- og
hægrisinnuð, biðum al-
gjört afhroð í prófkjörinu
á höfuðborgarsvæðinu,“
segir Erna Ýr Öldudóttir,
fyrrverandi formaður
framkvæmdaráðs Pírata,
en hún segir að prófkjör
flokksins, sem lauk í síðustu
viku, hafi afhjúpað Pírata
sem vinstri flokk. Hún er
búin að skrá sig í tvo aðra
stjórnmálaflokka og ætlar
ekki að kjósa Pírata í næstu
kosningum.
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
„Það sem ég áttaði mig á í vetur, er
að fólk í framlínu flokksins hefur
talað leynt og ljóst meira í áttina
til vinstri. Og af einhverjum ástæð-
um mátti ekki tala um það,“ segir
Erna Ýr sem er töluvert til hægri
við suma flokksmenn Pírata – og
hún hefur aldrei farið leynt með
sínar skoðanir. Píratar hafa oft á
tíðum verið illskilgreinanlegir og
vandi hefur verið að raða þeim nið-
ur á hinn gamalgróna pólitíska ás.
Erna segir grun sinn hafa verið
endanlega staðfestan í prófkjöri
flokksins í síðustu viku. Mannval-
ið var slíkt að hún segist ekki eiga
hugmyndafræðilega samleið með
flokknum að sinni og nefnir hún
meðal annars Birgittu Jónsdóttur
og Smára McCarthy í því samhengi.
Hún segir prófkjörið hafa verið
ákveðna mælistiku í sínum huga á
afstöðu flokksins - og niðurstaðan
tali sínu máli að hennar mati. Hún
hafi því ákveðið að taka ekki sæti
á listanum; hún líti svo á að hug-
myndum hópsins hafi verði hafn-
að.
Erna segir að afstaða Pírata í
stjórnarskrármálinu hafi einnig
vegið þungt í ákvörðun sinni.
Þannig segir hún að Píratar hyggist
samþykkja nýja stjórnarskrá þar
sem tillögur stjórnlagaráðs verði
lagðar til grundvallar. Ekki standi
þó til að almenningur fái að kjósa
um stjórnarskrána sjálfa og því er
hún ósammála. Þó verður boðað
til kosninga eftir að ný stjórnarskrá
verður samþykkt, svo hún geti tek-
ið gildi.
Erna skráði sig í Sjálfstæðisflokk-
inn fyrir skömmu og gerði hún það
til þess að kjósa í prófkjörinu. „Ég
skráði mig reyndar líka í Viðreisn,
sem mér líst mjög vel á. En þegar
ég ætlaði að skrá mig í Samfylk-
inguna á netinu, þá fann ég enga
leið til þess í gegnum heimasíðu
þeirra,“ segir Erna. Spurð að lok-
um hvort hún ætli að hætta í Píröt-
um, svarar hún: „Ég hætti ekki,
en ég mun líklega ekki kjósa þá í
næstu kosningum.“
Ásarnir farnir í steik
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður
Pírata, hafnar skilgreiningum
Ernu og segir: „Ásarnir eru
fyrir löngu farnir í steik og ég
neita að láta skilgreina Pírata
eftir einhverjum ásum sem
riðluðust þegar kalda stríðinu
lauk.“
Hún segir ný
stjórnmál kalla
á nýjar lausnir,
úr því umhverfi
spretti Pírat-
ar, og þar sé
nægt svigrúm
fyrir skoð-
anir, bæði
til hægri og
vinstri.
Erna Ýr Öldudóttir skráði sig í aðra flokka og ætlar ekki að kjósa Pírata. Mynd | Hari
Segir hægri menn
hafa beðið afhroð
Stjórnmál Kynjahalli í stjórn
Pírata í Reykjavík vekur
umtal en við nánari skoðun
reynist hann þó ekki jafn
mikill og virðist í fyrstu.
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir
salka@frettatiminn.is
Í nýkjörinni stjórn Pírata í Reykja-
vík hallar verulega á konur, en
í henni eru sjö karlmennn en
einungis tvær konur.
Formaður stjórnar er Andrés
Helgi Valgarðsson, meðstjórnend-
ur eru Elsa Nore, Kjartan Jónsson,
Nói Kristinsson og Helena Stefáns-
dóttir og voru allir fimm vara-
menn sem kjörnir voru karlkyns.
Andrés Helgi, formaður Pírata
í Reykjavík, segist vissulega hafa
viljað sjá fleiri kvenkyns frambjóð-
endur til stjórnarinnar, en segist
þó ánægður með að í fimm manna
aðalstjórn séu tvær konur. Ekki
er þó allt sem sýnist. Þótt nafnið
Andrés gefi í skyn að um karlmann
sé að ræða er Andrés transkona,
og kom út úr skápnum sem slík
fyrir um tveimur árum. Hún segist
þó ekki taka því illa að hafa verið
talinn með sem karlmaður þegar
úrslit kosningarinnar fóru í fjöl-
miðla.
„Ég hef ekki hafið mitt kynleið-
réttingarferli eða breytt nafninu
mínu í kvenmannsnafn. Ég er ekki
mikið að tala um mína stöðu sem
transkona að fyrra bragði, svo ég
æsi mig ekki yfir því að fólk hafi
haldið mig karlmann.“
Andrés er í 8. sæti á lista Pírata
í Reykjavíkurkjördæmi suður
svo ekki er líklegt að hún komist
á þing. Andrés er önnur tveggja
trans einstaklinga á lista Pírata, en
transmaðurinn Hans Jónsson er í
þriðja sæti á lista Pírata í Norðaust-
urkjördæmi og miðað við spár er
því líklegt að hann nái sæti á þingi
í haust. | sgþ
Ragnheiður Elín tekur
þátt í rjómatertukasti
Stjórnmál „Hún var rosa-
lega spennt og samþykkti
þetta strax,“ segir segir
Bessi Theodórsson, fram-
kvæmdastjóri Kjötsúpuhá-
tíðarinnar á Hvolsvelli, sem
haldin verður 27. ágúst.
Frambjóðendur í Suðurkjördæmi
keppa í rjómakökukasti á kjöt-
súpuhátíðinni en margir hafa
staðfest þátttöku, þar á meðal
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnað-
arráðherra. Sigurður Ingi Jóhanns-
son forsætisráðherra á eftir að
svara en Silja Dögg Gunnarsdótt-
ir mætir allavega fyrir Fram-
sókn enda er Hvolsvöllur annál-
að framsóknarbæli. „Þau eru til í
allt, jafnvel að koma nakin fram
þegar svona stutt er í kosningar,
segir Bessi Theodórsson, fram-
kvæmdastjóri Kjötsúpuhátíðarinn-
ar á Hvolsvelli.
Frambjóðendur keppa með því
að kasta rjómatertum hver í ann-
an. Þeir sem fæstar rjómatertur
fá á sig, ljúka keppni með bráða-
bana. „Niðurstaðan á að gefa vís-
bendingu um niðurstöðu kosning-
anna,“ segir Bessi.| þká
Ekki er allt sem
sýnist hjá Pírötum
Ekki er allt sem sýnist: Stjórn Pírata í Reykjavík.
Andrés Helgi er önnur frá hægri á myndinni.
Fá ekki leikskólapláss
þrátt fyrir 200 laus pláss
Skólamál Mikil fækkun
barna í leikskólum leiðir
af sér laus pláss og minna
fjármagn. Því eru hundruð
foreldra í óvissu með leik-
skólapláss, þó ekki skorti
plássið.
„Það er talsvert af lausum plás-
sum, en þau eru um 200 miðað
við bráðabirgðatölur,“ segir Skúli
Helgason, formaður skóla- og frí-
stundaráðs hjá Reykjavíkurborg, en
mikið er af lausum plássum í leik-
skólum borgarinnar. Börn, fædd í
mars árið 2015 og eftir, fá ekki pláss
á leikskólum borgarinnar í haust
vegna skorts á fjármagni þrátt fyrir
að ekki vanti plássið.
„Það helgast af fækkun barna,
árgangurinn nú er fámennari en
undanfarin ár,“ útskýrir Skúli og
bætir við að fyrirkomulagið hjá
borginni hafi verið þannig að þegar
börnum fjölgar hafi verið veitt auka-
fjárveiting til þess að mæta þeirri
fjölgun, en þegar börnum fækkar,
þá þarf að skila peningunum aftur
inn í borgarsjóð.
„Þetta er dálítið eins og flóð og
fjara,“ segir Skúli. Hann segir að-
stæður ólíkar því sem áður hafa
verið, enda hafi árgangar stækkað
í sífellu síðustu ár. Þannig er 2010
árangurinn að hætta á leikskólum í
ár, en sá hópur taldi um 1500 börn.
Nú fækkar aftur á móti verulega og
því standa eftir auð pláss og engir
peningar til þess að fylla þau.
Skúli áréttar að það hafi verið bú-
inn til starfshópur til þess að mæta
þessum vanda, og hann hefur ósk-
að eftir tölulegum upplýsingum um
það hvað það muni kosta. „Við vilj-
um bjóða yngri börnum inn á leik-
skólana og fjölgun leikskólaplássa
verður í forgangi hjá okkur á kom-
andi misserum samhliða faglegri
uppbyggingu. Útreikningar vegna
kostnaðar munu liggja fyrir á næstu
vikum, líklega upp úr mánaðamót-
um,“ segir hann. -vg
Í verstu tilfellum geta börn fædd eftir mars 2015 komist inn í leik-
skóla næsta haust. Þá á þriðja aldursári.
„Þau eru til í allt,
jafnvel að koma
nakin fram þegar
svona stutt er í kosn-
ingar,“ segir Bessi
Theodórsson.
Ragnheiður Elín hefur
staðfest þátttöku.