Fréttatíminn - 19.08.2016, Side 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 19. ágúst 2016
Ef uppgangur Viðreisnar held-ur áfram má reikna með að þessi nýi flokkur girði fyrir mögulega endurreisn Sjálf-
stæðisflokksins. Þótt forystumenn
Viðreisnar vilji ná til annarra kjós-
enda en óánægðra sjálfstæðismanna
er augljóst að flokkurinn er klofning-
ur úr Sjálfstæðisflokknum. Sá klofn-
ingur á sér langa sögu og ristir djúpt
innan flokksins.
Sem kunnugt er, varð Sjálfstæð-
isflokkurinn til við samruna Frjáls-
lynda flokksins og Íhaldsflokksins.
Þótt það sé ekki vinsælt að nefna,
þá fundu flestir meðlimir Flokks
þjóðernissinna farveg innan Sjálf-
stæðisflokksins eftir hernám Breta.
Sjálfstæðisflokkurinn var enda þjóð-
ernissinnaður, eins og nafnið endur-
speglar.
Án þess að gera mikið úr þessum
sögulegu rótum má segja að Sjálf-
stæðisflokkurinn hafi á seinni hluta
síðustu aldar verið kaðall ofinn úr
þessum þremur þráðum; íhaldssemi,
frjálslyndi og þjóðernisstefnu.
Það var afrek Ólafs Thors og Bjarna
Benediktssonar að gera úr þessum
þráðum stefnu sem dró til sín at-
kvæði um 40 prósent landsmanna og
tryggði flokknum miðlæga stöðu í ís-
lenskum stjórnmálum. Sú staða mót-
aði stefnuna. Eins og algengt er um
valdaflokka var stefnan mála miðlun
fjöldans sem fylkti sér um flokkinn
frekar en að fjöldinn hafi fylkt sér
um stefnu í upphafi. Stefnan var af-
leiðing velgengni ekkert síður en or-
sök hennar.
Eftir tíð Ólafs og Bjarna urðu átökin
innan flokksins áberandi. Þegar hóp-
ur yngri manna vildi móta flokkinn
eftir hugmyndum hægri manna sem
höfðu sveigt Repúblikanaflokkinn í
Bandaríkjunum til svokallaðrar ný-
frjálshyggju, voru þeir gagnrýndir
fyrir að vilja eyðileggja þá breiðfylk-
ingu allra stétta sem Ólafur og Bjarni
höfðu mótað. Þegar nýfrjálshyggju-
mennirnir höfðu náð völdum í flokkn-
um vísaði helsti forystumaður þeirra,
Davíð Oddsson, nánast aldrei til Ólafs
og Bjarna en gerði Hannes Hafstein
og heimastjórnarárin að einskonar
fortilveru sinni.
Þeir flokksmenn sem urðu undir
vísuðu á móti til Ólafs og Bjarna, sögð-
ust sakna gamla Sjálfstæðisflokksins
sem hafði mildari ásýnd og vísuðu til
þess að flokkurinn hafði tekið þátt í
uppbyggingu velferðarkerfisins, sem
nýfrjálshyggjumenn vildi þrengja að,
skera niður eða einkavæða.
Með góðum vilja er hægt að flokka
átökin milli Gunnars Thoroddsen og
Geir Hallgrímssonar eftir þessum ás.
Það var Geir sem bar nýfrjálshyggju-
mennina til valda þótt hann hafi sjálf-
ur verið mótaður af Ólafi og Bjarna.
Sama má segja um Albert Guðmunds-
son og Þorstein Pálsson. Þótt Borgara-
flokkurinn hafi fyrst og fremst byggst
upp af persónufylgi Alberts var hann
líka andóf gegn nýfrjálshyggju. Sama
má segja um Frjálslynda flokkinn sem
Sverrir Hermannsson stofnaði.
Viðreisn er því ekki skyndilegt gos
heldur afleiðing af langvarandi og
djúpstæðum klofningi innan Sjálf-
stæðisflokksins.
Þótt nýfrjálshyggjan virðist á yfir-
borðinu vera frjálslynd er hún í reynd
íhalds- og afturhaldsstefna sem styð-
ur við hinn sterka. Tímabil Eimreiðar-
manna og Davíðs færði Sjálfstæðis-
flokkinn frá frjálslyndi að varðstöðu
við ráðandi atvinnugreinar og and-
stöðu við samfélagslegar umbætur.
Flokkurinn gat ekki hleypt í gegnum
sig mikilsverðum málum síðari ára;
umhverfismálum, jafnréttismálum,
mannréttindum og öðrum málaflokk-
um sem allt eins rúmast innan hægri
flokka og vinstri flokka.
Þetta leiddi til hrörnunar fylgis
Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgar-
svæðinu og í þéttbýliskjördæmunum.
Sjálfstæðisflokkurinn hafði rétt tæp-
lega 50 prósent fylgi í sveitarstjórnum
á höfuðborgarsvæðinu í formannstíð
Geirs en hefur nú, á eftir-Davíðtíman-
um, fallið niður í 37 prósent. Á sama
tíma hefur fylgi flokksins hins vegar
styrkst úti á landi, haldist á stærri
stöðum og aukist í smærri bæjum og
þorpum.
Sömu þróun má sjá í þingkosning-
um. Fylgið hrörnar í þéttbýliskjör-
dæmunum fyrir sunnan en helst bet-
ur í dreifbýliskjördæmunum. Tapið
er 17 prósentustig í Reykjavík norður
en ekkert í Norðausturkjördæmi, svo
dæmi séu tekin. Flokkurinn hefur náð
að keppa við Framsóknarflokkinn um
forystu úti á landi en hefur greitt fyrir
þá stöðu með miklu fylgistapi þétt-
býlinu.
Og það er í þéttbýlinu sem krafan
um aukið frjálsræði og minni varð-
stöðu um hagsmuni stórfyrirtækja
dafnar. Þangað sótti flokkurinn áður
frjálslynda stefnu um jöfn tækifæri
allra og réttlátar leikreglur. Sú stefna
hefur nánast drukknað í taumlausri
eftirgjöf gagnvart stærstu útgerðun-
um, landbúnaðarkerfinu og öðrum
stoðum gamla Íslands.
Þetta rof er meginvandi Sjálfstæð-
isflokksins eftir Hrun. Hrunið veikti
flokkinn en hann hafði verið að veikj-
ast mörg ár á undan, áratugi. Flokk-
urinn hefur misst allt frumkvæði í
samfélagsumræðunni í þéttbýlinu.
Fylgi hans meðal yngra fólks þar er
orðið hverfandi. Í stað þess að sækja
endurnýjun í æskuna í þéttbýlinu hef-
ur flokkurinn að mörgu leyti forherst
í hagsmunagæslunni við útgerðina og
stórfyrirtækin.
Það má allt eins segja að klofnings-
mennirnir í Sjálfstæðisflokknum hafi
verið þeir sem náðu þar völdum og
þrengdu svo flokkinn að ungt, frjáls-
lynt borgarfólk á í dag litla samleið
með flokknum.
Gunnar Smári
HUGMYNDA
KREPPA
TIL HÆGRI
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is
Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir.
Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri
og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.
lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir
Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.isAPOTEK KITCHEN+BAR
SUNNUDAGS
LAMBALÆRI
SUNNUDAGSSTEIKIN
SVÍKUR EKKI!
HÆGELDAÐ LAMBALÆRI
MEÐ RÓSMARÍN OG HVÍTLAUK
Sykurbrúnaðar kartöflur
„Crispy“ kartöfluteningar
með rósmarín og hvítlauk
Heimalagað rauðkál
Pönnusteiktir blandaðir sveppir
Ofnbakaðar gulrætur
Grænar baunir með myntu
Maís
Bjór- hollandaisesósa
Sveppasósa
2.900 kr. á mann
Aðeins framreitt fyrir allt borðið.
með öllu tilheyrandi
ALLA SUNNUDAGA
FRÁ 12–14.30