Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 19.08.2016, Side 28

Fréttatíminn - 19.08.2016, Side 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 19. ágúst 2016 Þetta heimaland lifir helst í minninu og svo á Facebook, í vina- og kunn- ingjahópnum sem telur vissulega ófáar kynslóðir – en þar sem manns eigin kynslóð er samt oftast fjöl- mennust. Kynslóð sem er mögulega dreifð víða en á sér sameiginlega fortíð, til dæmis í grunnskólum ní- unda áratugarins og framhaldsskól- um þess tíunda. Og allar bíómynd- irnar og sjónvarpsþættirnir sem við sáum öll af því úrvalið var svo miklu fátæklegra áður en internetið bjó til tímavél þar sem fortíðin er stund- um ekki nema nokkra músarsmelli í burtu. En stundum virðumst við öll fara í eina stóra hópferð til fortíðarinnar. Eins og fyrir ári síðan þegar menn fögnuðu því að október 2015 væri kominn í alvörunni, framtíðin sem var lofað í Back to the Future, mynd sem snérist einmitt um að flýja 1985. En núna viljum við komast þangað aftur, það er ekkert varið í þennan svifbrettalausa nútíma. Við stilltum samt tímavélina ekki nógu nákvæmlega, við lentum árið 1983 – en þetta rennur hvort eð er allt saman í minninu í eitt stórt eitís, af því sú enskusletta lýsir ástandinu miklu betur en þessi skringilegi ní- undi áratugur. Með öðrum orð- um; við enduðum öll á að glápa á Að flýja tímann: Stranger Things og eitís-nostalgían „Fortíðin er framandi land.“ Þessi fleygu orð L.P. Hartley eiga ágætlega við um löngu liðnar aldir – en tiltölulega nýliðnir áratugir eru hins vegar kunnuglegri, mögu- lega er fortíð bernskunnar okkar eiginlega heimaland, nútíminn með öllu sínu nýja- brumi og breytingum, þá sí- fellt ný útlönd, splunkunýjar borgir sem við erum nýbúin að læra að rata í þegar nýtt hverfi er byggt sem gerbreyt- ir öllu. Ásgeir H. Ingólfsson ritstjorn@frettatiminn.is Stranger Things á Netflix, stærsta sjónvarpsviðburð á minni Facebook síðan Ófærð kláraðist. Fyrir þá sem ekki hafa horft þá fjalla þættirnir um fjóra unga stráka sem spila Dungeons & Dragon klukkutímum saman, þangað til einn þeirra hverfur. Þættirnir fjalla líka um Eleven, fámála snoðklipta stelpu með yfirnáttúrulega krafta, þeir fjalla um mömmuna sem er að tryllast út af því sonur hennar er horfinn, þeir fjalla um unglingana (eldri systkinin) sem þurfa að kljást við fyrstu ástina á meðan þeir reyna að finna vini sína og bræður og svo fjalla þeir auðvitað um samsæri yfir- valda og dularfulla yfirnáttúru. Sú yfirnáttúra er önnur vídd sem er kölluð The Upside Down og þar býr skrímsli – og einhvern veginn virðist Eleven litla tengja þessa tvo heima saman. En kannski er yfir- náttúran líka krabbameinið sem tók dóttur lögreglustjórans, í einni af hugvitsamlegri greiningum sem ég hef séð á Facebook eru líkindi þessa handanheims og ósýnilegu mengunarinnar sem olli sjúkdóm- um í heilu bæjarfélögunum í Banda- ríkjum níunda áratugarins tíunduð, þessir þættir eru lýðheilsuádeila – á ástandið áður en Bandaríkjamenn útvistuðu bæði allri þessari mengun og öllum þessum störfum til Kína, mögulegs arftaka heimsveldiskrúnu þeirra. En þótt um þetta sé ekki rætt þá skynja krakkarnir að það er eitt- hvað rotið bak við glansmyndina og ýmsu vafasömu er sópað undir teppið. Winona snýr aftur En lykilþema þáttanna er þó hrein- lega nostalgían sjálf. Það er helst tvennt sem gefur til kynna að þættirnir séu ekki hreinlega gerðir árið 1983; einn strákanna fjögurra er svartur og Winona Ryder leik- ur núna mömmuna en ekki vand- ræðaunglinginn. Winona er sjálf við að fá nett taugaáfall, tæknilega séð af því að annar sonur hennar er horfinn en hún er líklega ekki síð- ur að fá nett sjokk fyrir hönd okk- ur allra, þegar við sjáum að vand- ræðaunglingur æskunnar er nú orðin mamma okkar. Við sjálf erum orðin foreldrar okkar – en tengjum samt miklu betur við krakkana. Óteljandi minni eru í eitís- Áhrifavaldar: Stranger Things eru vel að sér í eitís menningu og vísanirnar eru út um allt. Meðal þeirra helstu eru: E.T. Eleven hagar sér um margt eins og geimvera, þessi heimur er henni greinilega framandi – og strákarnir byrja að skilja heiminn upp á nýtt í gegnum hana. Auk þess eru bæði El- even og E.T. dulbúin með ódýrri hár- kollu og stelpufötum og krakkarnir fara flestra sinna ferða á hjólum. Stephen King Það kemur nánast á óvart að King hafi ekki skrifað þættina, því þeir eru svo sannarlega í hans anda. Eleven gæti verið hvort sem er Charlie úr Firestarter eða Carrie úr samnefndri sögu, ungar stúlkur með yfirnáttúru- lega krafta sem þær hafa litla stjórn á. Þá er handanheimurinn dularfulli ansi kunnuglegur úr sumum ójarð- bundnari sögum King. Stand by Me og Goonies Fáar myndir lýstu vináttu stráka í síðbernsku níunda áratugarins jafn vel og þessar tvær, vináttu sem ýmist styrktist eða brast þegar á reyndi, rétt áður en þeir komust á kyn- þroskaskeiðið, þegar þeir standa í fyrsta skipti andspænis þeirri illsku sem hímir bak við sakleysislegan smábæjasjarmann. Duffer-bræðurnir, höfundar þáttanna, létu einmitt aðal- leikarana lesa línur úr Stand by Me í leikprufum. Stranger Things. Smábær umturnast þegar börn taka að hverfa og aðstand- endur þeirra fara að sjá sýnir.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.