Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 32
32 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 19. ágúst 2016
Lífsreynslan: Að alast upp brún í Reykjanesbæ
Má ég kalla þig negra?
Mynd | Kristín Ólafsdóttir
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
„Það tekur dálítið mikla orku að
vera öðruvísi,“ segir Bryndís Ösp
Hearn, 25 ára stúlka úr Reykjanes-
bæ, sem varð fyrir miklu einelti
í æsku vegna húðlitar síns. „Ef
fólk myndi horfa aðeins lengra en
á húðlitinn minn myndi það sjá
hversu mikill Íslendingur ég er.
Ég fæ svo mikið af spurningum
um það hvaðan ég sé og þegar ég
svara að ég sé frá Keflavík þá segir
fólk mjög oft; nei ég meina hvaðan
ertu? og þá fatta ég að það er ekki
verið að spyrja mig að því hvaðan
ég sé, heldur af hverju ég er brún,
og það er dálítið óþægilegt.“
„Ég er ekki mikið fyrir hipp-hopp
en það gera allir ráð fyrir því að ég
viti allt um það út af því að ég er
dökk. Ég hef líka verið spurð að því
hvort ég kunni ekki örugglega að
twerka, því ég sé dökk. Fólk spyr
mig líka oft hvort það megi koma
við hárið á mér og svo er fólk sem
spyr ekki heldur bara kemur við
það. Ég hef nokkrum sinnum lent í
því að vera á gangi í bænum þegar
ég finn allt í einu hönd í hárinu á
mér, það er mjög óþolandi. Líka
á djamminu, þá er stundum tog-
að í hárið á mér. Fólk gengur líka
upp að mér til að segja mér að ég
sé svo falleg og öðruvísi, það á ör-
ugglega að vera hrós en mig langar
ekki til að fólk einblíni svona á út-
litið mitt. Það er samt ein spurning
sem fer mest í mínar fínustu og það
er þegar fólk spyr hvort það megi
kalla mig negra. Svarið mitt er; ef
þú þarft að spyrja þá veistu svarið.“
„Það var mjög erfitt að alast upp
í Reykjanesbæ. Ég lenti í rasisma
og var mikið lögð í einelti. Það var
dálítið mikið grimmt. Það var líka
erfitt að vera brún í fjölskyldunni
hennar mömmu, því það var ekki
tekið neitt sérlega vel í það. Sam-
bandið við pabba hefur alltaf verið
gott. Hann er kennari í Njarðvíkur-
skóla og við erum mjög góðir vin-
ir. Hann er mest normal gaur sem
ég þekki en sumir gera ráð fyrir
því að hann hljóti að vera einhver
hipp-hopp gaur. Sem er svo fyndið
því hann er mesta nörd sem þú get-
ur kynnst, kann ekki að dansa og
spilar role-play leiki,“ segir Sanna
og skellihlær.
„Þegar ég var í áttunda bekk var
eineltið í skólanum orðið svo mik-
ið, og svo erfitt að vera í Reykjanes-
bæ, að mamma ákvað að flytja með
mig til Akureyrar. Þá fyrst fór ég að
upplifa mig venjulega og fór fyrst
að líða vel með sjálfa mig. Ég fékk
að klára skólann þar og blómstraði
út í eitt. Það bara bjargaði mér al-
gjörlega að komast í burtu og fá að
upplifa venjulegt skólalíf og eignast
sanna vini. Mér leið aldrei eins og
ég væri skrítin eða öðruvísi þar.“
„Eftir að hafa klárað gagnfræða-
skólann flutti ég aftur til Reykjavík-
ur og fór í framhaldsskóla en fór
svo að leigja og vinna og tók pásu
frá skólanum. Nú er ég komin aftur
til Reykjanesbæjar því mig langar
aftur í nám og leigan í Reykjavík er
svo rosaleg. Þrátt fyrir að vera á allt
öðrum stað í dag og að hafa unnið
helling úr þessari lífsreynslu þá er
oft skrítið að vera aftur komin á
æskuslóðirnar og þurfa að horfast
í augu við þá gerendur sem enn eru
hér búsettir. Það getur verið erfitt.“
„Ég er ekki mikið fyrir
hipp-hopp en það gera
allir ráð fyrir því að ég viti
allt um það út af því að ég
er dökk. Ég hef líka verið
spurð að því hvort ég
kunni ekki örugglega að
twerka, því ég sé dökk.