Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 19.08.2016, Side 42

Fréttatíminn - 19.08.2016, Side 42
42 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 19. ágúst 2016 Þegar keyrt er út að ystu mörkum Ystasels í Breiðholtinu blasir við Skúlptúrgarðurinn og heimili Hall- steins Sigurðssonar myndhöggv- ara, sem hefur búið og starfað þar síðustu 38 árin. Þegar Fréttatímann bar að garði var Hallsteinn að ljúka við að slá grasið í garðinum, þar sem úti standa fjölmargar höggmyndir eftir hann. „Ég náði ekki alveg að slá fyrir listahátíðina en það varð að hafa það, svo ég kláraði þetta bara núna,“ segir Hallsteinn, en vinnu- stofa Hallsteins fékk hlutverk tón- leikasals á listahátíðinni Breiðholt Festival um síðustu helgi. „Í haust voru 40 ár síðan var grafið fyrir húsinu. Við pabbi byggðum þetta saman. Þegar við byggðum húsið var hann 71 árs, jafngamall og ég er núna.“ Skúlptúrgarðurinn stendur við hlið Ölduselsskóla og oft má sjá nemendur skólans stytta sér leið í gegnum garðinn á leið sinni í skólann: „Ég hef bara gaman af því og hugsa það sé bara uppbyggi- legt fyrir þau að hlaupa í gegn og sjá högglist í leiðinni,“ segir Hall- steinn glaður í bragði. Höggmyndaparadísin við enda Ystasels Í vinnustofu Hallsteins er hátt til lofts og vítt til veggja, en Hallsteinn og faðir hans byggðu húsið saman fyrir fjórum áratugum. Mynd | Hari Vinnustofan Havarí hjá Svavari og Berglindi Fréttatíminn kíkti á sveitaball með FM Belfast í Havarí og skoðaði sig um á Karlsstöðum. „Þegar við keyptum jörðina fylgdu 60 kindur með bænum og við duttum beint inn í sauðburð þegar við fluttum hingað, það var svolítill pakki,“ segir Svavar Pétur, en hann og kona hans, Berglind Häsler, fluttu að Karls­ stöðum í Djúpavogshreppi með börn sín þrjú fyrir tveimur árum. Þar starf­ rækja þau nú gistiheimili, kaffihús og grænmetis­ ræktun og í sumar opnuðu þau rými til tónleika og list viðburða í hlöðunni undir merkjum Havarí. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is Myndir | Rut Á Karls stöðum er gistiheimili, kaffihús og grænmetisræktun á gulrófum og grænkáli á fimm hektara landi. Á kaffihúsinu er boðið upp á grænmetismat, auk þess sem Havarí framleiðir bulsur og gulrófusnakk: „Það er spennandi að vinna með grænmetismat. Margir ferðamenn í kring finna lítið af grænmetismat á ferðum sínum um landið og koma því jafnvel oft hingað á ferðinni til að borða,“ segir Svavar. Veg- legt sveita- ball var haldið í Havarí-hlöðunni um síðustu helgi þar sem FM Belfast skemmti jafnt Austfirðingum sem aðkomu- fólki. „Ég var í sveit hér sem barn, þegar amma og afi bjuggu hér í sveitinni, svo ég var aðeins kunnugur hérna,“ segir Svavar Pétur. Hjónin Berglind og Svavar, og Hörður starfsmaður þeirra, skipt- ast á að ganga í öll verk á bænum. Þessa dagana er beðið eftir grænmetisuppskeru hausts- ins, og sveitaball haldið í millitíðinni. „Eftir að ég hætti að borða kjöt árið 2012 fékk ég löngun í pulsur og út frá því urðu bulsurnar til. Svo datt okkur í hug að það væri gaman að framleiða hráefni í eigið snakk og úr varð gul- rófusnakk.“ Í haust kemur svo grænkálssnakk á markað og djúpsteikt og bakað gulrófusnakk. „Ég held að pabbi hafi smitast af mér,“ segir Tómas en bæði hann og pabbi hans, Steindór, vinna á leikskóla. Tómas er við nám í leik- skólakennarafræðum við Háskóla Íslands en pabbi hans hefur unnið á leikskólanum í Rangárþingi ytra, Kambi, í nokkur ár og er eini karl- inn á vinnustaðnum. „Ég er nýjungagjarn,“ segir Steindór. Það dró allavega ekk- ert úr ákvörðun minni að fara að vinna á leikskóla að sonur minn væri að gera það sama.“ „Annars ætlaði ég aldrei að fara í þetta nám en ég var búinn að vinna á leikskóla í fjögur ár áður en ég sló bara til. Mér finnst þetta svo skemmtilegt og praktískt,“ seg- ir Tómas þá. „Ég er svakalega ánægður með hann og ég held hann sé réttur maður í þetta starf. Með slatta af jafnaðargeði og dómgreind.“ Áður en Steindór byrjaði að vinna á leikskólanum hafði hann til að mynda unnið í sláturhúsi og glerverksmiðjunni á Hellu. „Það var brotið blað þegar karl fór að vinna á leikskólanum á Kambi. Ég var fyrsti karlinn sem réðist þang- að til starfa og ég get sagt með sanni að þetta er skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið. Veit ekki hvort það segir frekar eitthvað um mínar fyrri vinnur.“ segir Steindór og hlær dátt. „Hinar voru kannski svona leiðinlegar. Þetta er allavega sú besta.“ „Annars held ég að karlar geti verið fordómafullir þegar kemur að því að vinna á leikskóla. Var sjálfur þannig aðallega af því að það eru svo fáir karlmenn í þessu,“ segir Steindór. „Mig grunar að mörgum þyki fyrir neðan þeirra virðingu að vinna á leikskóla,“ segir Tómas. „Mér er alltaf tekið eins og kon- ungi þegar ég mæti í vinnuna á morgnana. Kannski nýt ég bara góðs af því að vera eini karlinn. Krökkunum finnst ég allavega langskemmtilegasti karlinn á svæðinu,“ segir Steindór og hlær dátt. | bg Elti soninn í leikskólastarfið Steindór og Tómas eru báðir hrifnir af leikskólastarfi. Feðgunum Tómasi og Steindór finnst bráðskemmtilegt í vinnunni. Grísk jógúrt Ofurfæða! Stútfull af góðri fitu og próteini Lífrænar mjólkurvörur www.biobu.is Morgunmatur: Grísk jógúrt, múslí, sletta af agave Eftirréttur: Grísk jógúrt, kakó, agave chia fræ Köld sósa: Grísk jógúrt, handfylli rifin gúrka, 2 hvítlauksrif, salt og pipar

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.