Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 19.08.2016, Qupperneq 46

Fréttatíminn - 19.08.2016, Qupperneq 46
Langar að stofna fjölskyldu með Katy Perry Samband Katy Perry og Orlando Bloom er sterkara en nokkru sinni. Sést hefur til Katy með hring sem margir héldu að væri trúlofunarhringur, en svo var ekki. Kunningi parsins segir samt að það sé ekki langt að bíða eftir því að þau muni setja upp hringana. Hann segir líka: „Hann talar endalaust um Katy og sér ekki sólina fyrir henni. Hann væri alveg til í að stofna til fjölskyldu með Katy og eignast fleiri börn, en Orlando á 5 ára gamlan son með Miranda Kerr.“ Þau eru samt ekkert að drífa sig en skilnaður Katy við Russell Brand reyndi mikið á hana. Russell sótti um skilnað síðla árs árið 2011, aðeins ári eftir ævintýra- legt brúðkaup þeirra á Indlandi. Ben veit ekkert hvar hann stendur Ben Affleck er orðinn óþreyjufullur að fá að vita hvort eigin- kona hans, Jennifer, sé að fara að skilja við hann eða ekki. „Mörgum finnst Jennifer vera að leika sér að tilfinningum Ben og stjórna honum með því að halda honum í tilfinninga- legri óvissu,“ segir heimildarmaður RadarOnline. Þau skildu að borði og sæng fyrir rúmu ári eftir að sögur voru um að Ben hefði verið henni ótrúr. „Alltaf þegar Ben heldur að þau séu að fara að taka saman aftur kemur Jennifer í viðtal eða sendir frá sér yf- irlýsingu þess efnis að þau séu ekki að taka saman aftur,“ segir þessi heim- ildarmaður. „Ben veit ekkert hvar hann stendur gagnvart henni.“ Frægðin er ekki tekin út með sældinni One Direction drengirnir Niall Horan og Louis Tomlinson þurftu að skipta um símanúmer eftir að hafa verið áreittir af óþekktum einstaklingi. Strákarnir sögðu frá þessu á Twitter en Louis skrifaði: „Kominn tími til að skipta um númer… er að fá ógeðsleg skilaboð á Whatsapp…. Aular!“ Hljómsveitarfélagi hans svaraði strax „Ég líka vinur. Hrika- legir hlutir sem sumt fólk er að segja.“ Louis, sem auðvitað var í uppnámi eftir þessi skilaboð, sló þessu nú samt líka upp í grín og skrif- aði: „Við ættum kannski að skora á þessa aðila í rapp keppni og taka þá í nefið á 64 börum.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Niall lendir í of ágengum aðdáendum, en fyrir mánuði kvartaði hann yfir því að einhver aðdáandi tók mynd af honum þar sem hann svaf í flugvél. Honum fannst það fullmikið af hinu góða. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is „Ég er bara að gera þetta sjálf, en með mikilli hjálp frá vinum. Þeir hafa verið að spila fyrir mig og syngja með mér. Ég get sagt þeim hvað á að spila þó ég geti ekki spilað það sjálf,“ segir Katrín Ýr Óskarsdóttir söngkona sem gaf út smáskífuna „Heard It All Before“ í vor. Nú er annað lagið af plöt- unni „Take Control“ komið í spil- un í íslensku útvarpi og Katrín, sem er búsett í London, er á leið til landsins að fylgja smáskífunni eftir. Blaðmaður náði tali af henni þar sem hún sat í lest í London. „Ég er að skrifa tónlist og á leið í smá stúdíó„session“ með tónlist- arfólki heima. Mig langar líka að koma tónlistinni minni á fleiri út- varpsstöðvar heima. Ég hef eigin- lega bara unnið við tónlist úti, en hef einhverja þörf fyrir að koma mér aðeins meira á kortið heima. Tónlistarlífið heima hefur verið svo mikið að blómstra.“ Vill kynna sig heima Katrín hefur búið í London í tíu ár og tónlistin er hennar lifibrauð. Hún segir fólk á Íslandi oft verða hissa þegar hún segist vera tón- listarkona í London. „Fólki finnst oft merkilegt að ég sé tónlist- arkona í útlöndum, en það viti samt ekki hver ég er. Þess vegna væri gaman að stimpla sig inn á markaðinn heima,“ segir Katrín sem upphaflega ætlaði sér aðeins að vera ár í London, klára þar diplómanám, og koma heim. En plönin breyttust aðeins. Hún end- aði í þriggja ára söngnámi við The Institute of Contemporary Music Performance. Fór að semja eigin tónlist „Ég byrjaði aðeins að starfa við tónlist á meðan ég var í skólan- um en hef unnið við þetta í fullu starfi síðan ég lauk námi. Þegar ég bjó heima þá datt mér aldrei í hug að ég gæti unnið bara við tónlist, en þá var ég oft að syngja á skemmtistöðum um helgar,“ segir Katrín sem er búin að fá Fjölbreytt verkefni Katrín hefur nóg að gera í London og hefur meðal annars verið að syngja í brúðkaupum og fyrirtækjaskemmtunum. Mynd | Vicky Baptiste - Flux Photographic Fylgstu með Katrínu: Instagram @IntroducingKat Snapchat IntroducingKat Facebook Katrín - IntroducingKat Soundcloud IntroducingKat Youtube IntroducingKat Hægt að hlusta á og ná í smáskíf- una „I Have Heard It All Before“ á iTunes, Spotify, Soundcloud og Tónlist.is. „Skemmti mér konunglega við það sem ég er að gera“ Katrín Ýr er á leið til Íslands til að fylgja eftir smáskífunni sinni og starfa með íslensku tónlistarfólki. Lifir á tónlistinni í London en er lítið þekkt hér heima. mörg skemmtileg tækifæri í tón- listinni úti ásamt því að hafa ferð- ast mikið. Þá kennir hún einn til tvo daga í viku við skólann sem hún lærði í. Hún hafði ekki mikið verið að fást við sína tónlist fyrr en síð- asta haust. Þá ákvað hún að láta slag standa. „Það kostar auðvitað peninga að gera sína eigin tón- list, þannig það getur verið erfitt. En fyrir um ári síðan fannst mér tími til kominn að gera það sem ég væri búin að vera á leiðinni að gera í mörg ár.“ Er að upplifa drauminn Verkefnin hingað til hafa verið mjög fjölbreytt, en Katrín hefur til dæmis verið að syngja í brúð- kaupum og á fyrirtækjaskemmt- unum. „Ég er rosa léleg í að gera alltaf það sama og rútína hent- ar mér ekkert sérstaklega vel. Þetta er bara draumurinn og ég skemmti mér konunglega við það sem ég er að gera,“ segir Katrín hlæjandi. Hún viðurkennir þó að sumir mánuðir geti verið erfiðari en aðr- ir, enda er mismikið að gera eftir árstíðum. „Það getur verið lítið að gera í janúar og febrúar, en ég lifi alveg með því. Það er bara eins og í mörgum öðrum störfum. Fólk fær stundum mikla yfirvinnu og stundum ekki. Þegar ég útskrif- aðist þá beit ég í mig að ég ætlaði bara að vinna við þetta og ég hef staðið við það.“ Söngkonan Adele hefur síðustu mánuði verið á tónleikaferðalagi um Norður-Ameríku og hefur slegið í gegn kvöld eftir kvöld. Hún heillar áhorfendur upp úr skónum með einstakri rödd sinni og skemmtilega kaldhæðnum breskum húmor. En svona mikil keyrsla getur tekið sinn toll af heilsunni og það er nákvæmlega það sem gerðist í tilfelli Adele. Í vikunni var hún orðin svo upp- full af kvefi og hálsbólgu að hún gat ekki með nokkru móti sungið, þrátt fyrir að hafa reynt að hita sig vel upp. Þurfti hún því að því að hætta við tvenna tónleika í Phe- onix. Hún tók upp myndband þar sem hún talaði til aðdáenda sinna og birti á instagram. Þar baðst hún innilega afsökunar á því að bregð- ast aðdáendum sínum með þess- um hætti, en tók jafnframt fram að hún yrði að hugsa um sjálfa sig og ná heilsu svo hún gæti haldið tónleikaferðalaginu áfram. Það fór ekki á milli mála í myndbandinu að söngkonan var sárlasin. Hún var mjög stífluð af kvefi, rauð og sár á nefinu eftir að hafa snýtt sér aðeins of oft, þrútin í andlitinu með blóðhlaupin augu. Rúmið var augljóslega eini staður- inn sem hún átti heima í. Adele lofaði aðdáendum sínum að hún myndi koma aftur til Pheonix síðar og halda tónleika. Það er vonandi að spenntir tón- leikagestir erfi þetta ekki við sárlasna söngkonuna. Ávarpaði aðdáendur sárlasin Söngkonan Adele varð að hætta við tvenna tónleika vegna veikinda. Ekki upp á sitt besta Adele leit ekki alveg svona vel út í myndbandinu sem hún birti á Instagram í vikunni. …fólk 2 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 Fólki finnst oft merkilegt að ég sé tónlistarkona í útlöndum, en það viti samt ekki hver ég er. GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki. BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október. VERÐ FRÁ 87.900.- WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.