Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 52
Majónes Majónes er mikið notað í salöt og heldur öllum hinum innihaldsefnun- um saman. Vel þrosk- að avókadó hefur hins vegar svipaðan eigin- leika og má nota í stað- inn. Smjör Eins ótrúlegt og það hljómar þá er hægt að skipta út smjöri í kökuuppsriftum fyr- ir avókadó. Hlutföll- in eru þau sömu en þú gætir þurft að aðlaga önnur innihaldsefni að breytingunni. Sýrður rjómi Hægt er að nota avókadó í staðinn fyrir sýrðan rjóma í súp- ur. Áferðin verður jafn kremkennd en rétturinn verður mjólkurlaus. Mjólk og rjómi Notaðu avókadó í stað- inn fyrir rjóma eða mjólk í smoothie eða búðing. Svínvirkar og er unaðs- lega gott. Svona skaltu haga þér eftir maraþon Eftir að hafa farið í gegn-um langt og strangt æfingaferli og hlaupið heilt maraþon, gleyma hlauparar stundum að hvílast almennilega og gefa líkam- anum tíma til að jafna sig. Það er nefnilega þannig að ef þú nærð ekki að jafna þig almennilega eftir maraþonhlaup áður en þú ferð í önnur átök, þá aukast líkur á meiðslum, þú ert lengur að ná þér og líkurnar á að þú náir að bæta tí- mann þinn í framtíðinni minnka. Margir vilja nefnilega helst fara strax aftur út að hlaupa og æfa eftir maraþon, en það eru mistök. Það skiptir ekki máli hvort þú ert reyndur maraþonhlaupari eða að hlaupa þitt fyrsta maraþon, 42 kíló- metrar eru alltaf 42 kílómetrar. Lík- aminn er búinn að fara í gegnum mikla andlega og líkamlega þolraun sem meðal annars veldur skemmd- um á vöðvum, frumum og veikir ónæmiskerfið um tíma. Vöðvarn- ir þurfa allt að tvær vikur til að ná upp fullum styrk á ný, frumurn- ar allt upp í tíu daga til að komast í jafnvægi og ónæmiskerfið upp í tvær vikur til að ná fullri virkni. Þess vegna er mælt með því að fólk hvílist vel og takmarki þjálfun í tvær til þrjár vikur eftir maraþonhlaup. Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga fyrstu daga og vikur eftir hlaup. Strax eftir hlaup Um leið og þú ert komin/n yfir marklínuna reyndu þá að passa að þér verði ekki kalt, komdu þér í föt eins fljótt og þú getur. Reyndu líka að koma einhverjum smá mat ofan í þig; banana, orkustykki, íþrótta- drykk eða beyglu. Sumum finnst erfitt að borða strax eftir hlaup og þá er í góðu lagi að bíða aðeins. Þegar þú kemur heim er góð hug- mynd að fara í ísbað. Fylla baðkar- ið af köldu vatni og jafnvel klökum. Ef þér finnst vont að hafa vatnið of kalt farðu þá milliveginn, en samt þannig að þú náir að kæla neðri hluta líkamans aðeins. Eftir ísbaðið er gott ganga aðeins um til að koma í veg fyrir stirð- leika. Svo skaltu leggja þig. Fyrstu þrír dagar eftir hlaup Vertu dugleg/ur að fara í heita pott- inn og teygja vel á í kjölfarið. Borð- aðu ávexti, kolvetni og prótein. C-vítamín og andoxunarefni hjálpa ónæmiskerfinu að jafna sig og kol- vetnin og próteinið hjálpa vöðvun- um að ná fyrri styrk. Farðu í létt nudd til að losa um vöðvana en bíddu með dýpra nudd. Gott er að nota rúllu á vöðvana. Dagar 4 til 7 Nú er óhætt að fara aðeins af stað. Hlaupa styttri vegalengir og gera æfingar til að auka blóðflæði til fót- leggjanna. Tilgangur æfinganna er ekki að byggja upp vöðvamassa. Einnig ætti að vera óhætt að fara í dýpra nudd ef einhver svæði eru að angra þig. Gott er að fara í heitt og kalt bað til skiptist, fimm mínútur í senn, tvisvar til þrisvar í röð. Endaðu á kalda vatninu. Þetta hjálpar til við að koma blóðinu á hreyfingu. Klukkutíma áður en þú ferð að sofa er líka gott nudda fótleggina aðeins og fara svo í bað með epsom salti og matarsóda í 10 til 15 mín- útur. Teygðu vel á eftir baðið. Dagar 7 til 14 Haltu svipaðri rútínu og daga 4 til 7, en auktu jafnt og þétt við æf- ingarnar. Dagar 14 til 21 Nú er óhætt að fara á fullt í æfingar, en þó með skynsamlegum hætti. Hlustaðu á líkama þinn. Ekki hafa áhyggjur af því að slaknað hafi á forminu í þessu bataferli. Það kemur fljótt aftur. Það er miklu betra upp á framtíð- ina að fara ekki of geyst af stað. Reyndu að skipuleggja ekki önnur hlaup næstu sex vikur eftir mara- þonið. Líkaminn verður að fá tíma til að jafna sig eftir maraþonhlaup, enda mikil átök búin að eiga sér stað. Avókadó er einstaklega ljúf- fengt, stútfullt af næringu og hollri fitu sem er líkam- anum nauðsynleg. Avókadó passar með ýmsum réttum og er einnig hægt að nota í ýmsa rétti. Síðustu misseri hefur til dæmis verið vin- sælt að gera holla útgáfu af súkkulaðibúðingi með því að nota avókadó í stað rjóma. En það er hægt að skipta mörgu öðru út fyr- ir avókadó og samt fá svip- aða áferð og jafnvel bragð. Útkoman verður hins vegar alltaf hollari og fitu- snauðari. Þetta sérstaklega sniðugt fyrir þá sem vilja sleppa mjólkurvörum: Skiptu þessu út fyrir avókadó Það er auðvelt að gera hollari útgáfu af mörgum réttum. …heilsa 8 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.