Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 19.08.2016, Side 62

Fréttatíminn - 19.08.2016, Side 62
Unnið í samstarfi við Ballettskóla Sigríðar Ármann Ballettskóli Sigríðar Ármann er elsti starfandi ballett­skólinn hér á landi. Hann var stofnaður 1952 og er starfæktur bæði í Reykjavík og Kópavogi. Ásta Björnsdóttir er skólastjóri og eigandi Ballettskól­ ans. „Við erum með börn frá 3 ára og alveg upp í ballett fyrir full­ orðna, höfum líka verið að útskrifa kennara,“ segir Ásta. „Þetta er mjög hefðbundinn skóli, við kenn­ um þennan hefðbundna klassíska ballett eftir rússneskum og ensk­ um kerfum.“ Fyrir um 12 árum hóf Ballett­ skólinn að kenna þriggja ára börn­ um ballett í svokölluðum ballett­ leikskóla. „Þessum aldurshópi erum við mikið að kenna hreyf­ ingu í gegnum leik. Þá erum við að kenna börnunum að uppgötva sig og sínar hreyfingar, hendurn­ ar, fæturna og líkamann allan. Við notum mjög mikið leikmuni til þess að framkalla hreyfingar­ nar og búum til ævintýraheim fyrir þau,“ segir Ásta. Eftir ballettleikskólann tekur ballettforskóli við frá 4­6 ára, og þá byrja börnin smám saman að læra ballettæfingar og tækniæf­ ingar. „Síðan er hlaðið ofan á það litlum dönsum og frjálsum dansi þannig að þau eru alltaf að nota það sem þau læra. Við 7 ára aldur­ inn hefst síðan hin eiginlega ball­ ettkennsla, meiri tækniæfingar og þjálfun.“ Ásta reynir gjarnan að koma ballett að sem víðast enda ball­ ettinn góð undirstaða fyrir hvers konar hreyfingu. „Við höfum verið að þróa námskeið sem heitir ball­ ettþrek. Þar er blandað saman jóga, teygjum og þrekæfingum.“ Í vetur verður boðið upp á ný nám­ skeið sem heita íþróttaballet. „Það námskeið er hugsað fyrir krakka sem eru til dæmis í handbolta og fótbolta en fá þarna góðar teygj­ ur. Námskeiðið miðar að því að efla líkamann með styrkaukandi æfingum og lögð verður áhersla á teygjur til að auka hreyfiferil nem­ enda. Ballettæfingar verða notað­ ar til gagns og gamans en ballett­ inn hefur frábært æfingakerfi sem eykur á styrk, jafnvægi, liðleika og einbeitingu,“ segir Ásta. Ballett er góð undirstaða Styrkur, jafnvægi, liðleiki og einbeiting Fjör 9 ára ballerínur í Borgarleikhúsinu. Uppskeruhátíð Sýning í Borgar- leikhúsinu í vor. Kennarar Erla Harðardóttir, Ásta Björns- dóttir, Sigrún Ósk Stefánsdóttir og Anna Helga Björnsdóttir. Mynd | Hari Skemmtileg ókeypis afþreying Notaðu hugmyndaflugið til að finna eitthvað að gera með börnunum. Ekki þarf alltaf að opna veskið þegar gera á eitthvað skemmtilegt. Hér er listi yfir prýðis afþreyingu fyrir veturinn sem er alveg ókeypis. Fara á bókasafnið. Oft er dagskrá í þar fyrir börnin. Svo er gaman að velja saman nýjar og skemmtilegar bækur til að fara með heim. Út á sleða/þotu/ poka – þegar snjórinn mætir á svæðið er um að gera að fara út og leika sér aðeins. Það eru fjölmörg svæði á höfuð- borgarsvæðinu þar sem hægt er að renna sér. …tómstundir 2 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 Rannsóknarleiðangur. Ótrúlegt en satt þá leynast margir skemmtilegir staðir í umhverfinu í kringum okkur án þess að við tökum eftir þeim. Farðu í leiðangur með börnunum og skoðið umhverfið. Fjöruferð. Flest börn hafa gaman af því að fara í fjöru, enda kennir þar oft ýmissa grasa. Þar má finna fallega steina, skeljar og ýmislegt óvænt. Í sandfjöru er líka hægt að byggja sandkastala. Baka. Þegar veðrið er vont er tilvalið að hafa það kósí innandyra. Baka einfalda köku og leyfa börnunum að hjálpa til.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.