Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 19.08.2016, Síða 68

Fréttatíminn - 19.08.2016, Síða 68
Fjölbreytt íþróttastarf hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur Hægt er að velja milli 10 íþróttagreina hjá ÍR Íþróttaskóli 2-5 ára Sérhæfðir íþróttatímar fyrir 2-3 ára börn og 4-5 ára börn með áherslu á alhliða hreyfinám. Fótbolti Knattspyrnudeildin býður upp á öflugt starf og æfingar fyrir stráka og stelpur frá 5 ára aldri í þessari vinsælustu íþrótt í heiminum. Handbolti Handknattleiksdeildin er ein sú öflugasta á landinu og býður upp á æf- ingar fyrir börn, unglinga og fullorðna frá 5 ára aldri. Unnið í samstarfi við ÍR Afar fjölbreytt og grósku-mikið vetrarstarf ÍR á íþróttasviðinu hefst 29. ágúst. Opnað verður fyrir skráningu föstudaginn 19. ágúst. Þráinn Hafsteinsson er íþróttastjóri hjá ÍR. Hann vekur sérstaka athygli á ÍR-ungum sem er íþróttastarf fyrir börn í 1. og 2. bekk. „Börnin geta valið um 6 íþróttagreinar en borgað bara eitt gjald. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir. Börnin geta flakkað milli greina og prófað sig áfram eða verið í mörgum greinum sam tímis,“ segir Þráinn. Hann leggur áherslu á að þegar börn séu þetta ung fái þau að kynnast sem fjölbreyttustum íþróttum sem hjálpar þeim að finna sína línu. „Í tengslum við þetta starf gengur svo strætó um hverfið og í frístundaheim- ilin. Flestar æfingarnar eru í Austur bergi og strætó er kominn klukkan 3 á staðinn. Ef æfingin byrjar klukkan fjögur fara börnin í frístund þangað til en ef æfingin byrjar strax klukkan 3 geta börnin verið í frístund milli 4 og 5. Aðalatriðið er að gera þetta sem auðveldast fyrir krakkana og  foreldrana.“ Vetrarstarf í tíu íþróttagrein- um hjá ÍR Íþróttastarfið hjá ÍR er afar fjöl- breytt og leitað er eftir því að allir finni eitthvað við sitt hæfi með því að hafa mikið framboð ólíkra íþróttagreina. Fimleikar Fimleikastarf hjá ÍR er í þróun eftir að hafa legið niðri í Breiðholti um í langan tíma. Áhersla á æfingar fyrir 5-10 ára. Júdó Júdódeildin er nú að efla starf- semi sína og býður upp á æfingar fyrir bæði kyn frá 8 ára aldri. Keila Keiludeildin er sú öflugasta á sínu sviði hér á landi með æfingar fyrir 6 ára og eldri. Körfubolti Körfuknattleiksdeild ÍR á langa sögu að baki og hefur verið að efla starfsemi sína undanfarin ár með áherslu á uppbyggingu barna- og unglingastarfs. 100 æfingaflokkar og 120 þjálfarar Á haustönninni má gera ráð fyr- ir að 2000 iðkendur æfi undir merkjum ÍR. Æfingaflokkarnir eru á annað hundrað og þjálfar- ar um 130. Æfingar fara fram í ÍR-heimilinu, íþróttahúsunum við Breiðholtsskóla, Austurberg og Seljaskóla, Laugardalshöll, Egils- höll, Bláfjöllum og á ÍR-vellinum. 1000 sjálfboðaliðar Á annað þúsund sjálfboðaliða leggja svo ómælda vinnu árlega í að halda íþrótta- og félagsstarf- inu hjá ÍR öflugu við afar kröpp fjárhagsleg skilyrði. Þjálfararnir eru þeir einu í öllu starfi íþrótta- deilda ÍR sem fá laun fyrir sína vinnu. Á skrifstofu félagsins vinna fjórir einstaklingar í fjórum stöðugildum við aðstoð við sjálf- boðaliða og þjálfara deildanna. Með útsjónarsemi, aðhaldi og gríðarlegri sjálfboðavinnu hefur tekist að reka deildir félagsins og skrifstofu þannig að sómi er að og eftir tekið í íþróttahreyf- ingunni. …tómstundir 8 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.