Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 19.08.2016, Blaðsíða 68
Fjölbreytt íþróttastarf hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur Hægt er að velja milli 10 íþróttagreina hjá ÍR Íþróttaskóli 2-5 ára Sérhæfðir íþróttatímar fyrir 2-3 ára börn og 4-5 ára börn með áherslu á alhliða hreyfinám. Fótbolti Knattspyrnudeildin býður upp á öflugt starf og æfingar fyrir stráka og stelpur frá 5 ára aldri í þessari vinsælustu íþrótt í heiminum. Handbolti Handknattleiksdeildin er ein sú öflugasta á landinu og býður upp á æf- ingar fyrir börn, unglinga og fullorðna frá 5 ára aldri. Unnið í samstarfi við ÍR Afar fjölbreytt og grósku-mikið vetrarstarf ÍR á íþróttasviðinu hefst 29. ágúst. Opnað verður fyrir skráningu föstudaginn 19. ágúst. Þráinn Hafsteinsson er íþróttastjóri hjá ÍR. Hann vekur sérstaka athygli á ÍR-ungum sem er íþróttastarf fyrir börn í 1. og 2. bekk. „Börnin geta valið um 6 íþróttagreinar en borgað bara eitt gjald. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir. Börnin geta flakkað milli greina og prófað sig áfram eða verið í mörgum greinum sam tímis,“ segir Þráinn. Hann leggur áherslu á að þegar börn séu þetta ung fái þau að kynnast sem fjölbreyttustum íþróttum sem hjálpar þeim að finna sína línu. „Í tengslum við þetta starf gengur svo strætó um hverfið og í frístundaheim- ilin. Flestar æfingarnar eru í Austur bergi og strætó er kominn klukkan 3 á staðinn. Ef æfingin byrjar klukkan fjögur fara börnin í frístund þangað til en ef æfingin byrjar strax klukkan 3 geta börnin verið í frístund milli 4 og 5. Aðalatriðið er að gera þetta sem auðveldast fyrir krakkana og  foreldrana.“ Vetrarstarf í tíu íþróttagrein- um hjá ÍR Íþróttastarfið hjá ÍR er afar fjöl- breytt og leitað er eftir því að allir finni eitthvað við sitt hæfi með því að hafa mikið framboð ólíkra íþróttagreina. Fimleikar Fimleikastarf hjá ÍR er í þróun eftir að hafa legið niðri í Breiðholti um í langan tíma. Áhersla á æfingar fyrir 5-10 ára. Júdó Júdódeildin er nú að efla starf- semi sína og býður upp á æfingar fyrir bæði kyn frá 8 ára aldri. Keila Keiludeildin er sú öflugasta á sínu sviði hér á landi með æfingar fyrir 6 ára og eldri. Körfubolti Körfuknattleiksdeild ÍR á langa sögu að baki og hefur verið að efla starfsemi sína undanfarin ár með áherslu á uppbyggingu barna- og unglingastarfs. 100 æfingaflokkar og 120 þjálfarar Á haustönninni má gera ráð fyr- ir að 2000 iðkendur æfi undir merkjum ÍR. Æfingaflokkarnir eru á annað hundrað og þjálfar- ar um 130. Æfingar fara fram í ÍR-heimilinu, íþróttahúsunum við Breiðholtsskóla, Austurberg og Seljaskóla, Laugardalshöll, Egils- höll, Bláfjöllum og á ÍR-vellinum. 1000 sjálfboðaliðar Á annað þúsund sjálfboðaliða leggja svo ómælda vinnu árlega í að halda íþrótta- og félagsstarf- inu hjá ÍR öflugu við afar kröpp fjárhagsleg skilyrði. Þjálfararnir eru þeir einu í öllu starfi íþrótta- deilda ÍR sem fá laun fyrir sína vinnu. Á skrifstofu félagsins vinna fjórir einstaklingar í fjórum stöðugildum við aðstoð við sjálf- boðaliða og þjálfara deildanna. Með útsjónarsemi, aðhaldi og gríðarlegri sjálfboðavinnu hefur tekist að reka deildir félagsins og skrifstofu þannig að sómi er að og eftir tekið í íþróttahreyf- ingunni. …tómstundir 8 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.