Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 19.08.2016, Síða 70

Fréttatíminn - 19.08.2016, Síða 70
Unnið í samstarfi við Bandalag íslenskra skáta Skátahreyfingin er ein stærsta uppeldishreyf-ing ungs fólks í heiminum með yfir 40 milljónir félaga í 200 löndum. Hér á landi er fjöl- breytt skátastarf í boði fyrir ungt fólk á aldrinum 8-25 ára með stig- vaxandi áskorunum og ævintýrum. Í skátunum fá börn og ungmenni tækifæri til að vera þau sjálf og stíga út fyrir þæginda- rammann í öruggu umhverfi vina. Skátastarf er fyrir alla með áherslu á fjölbreytileika og alhliða þroska einstaklingsins. Í skátunum er lögð áhersla á að ungt fólk læri að taka ábyrgð og vera leiðtogar í eigin lífi. Skátarnir eru með öflugt fræðslukerfi í að þjálfa ungt fólk til ábyrgð- ar með jákvæðum hætti m.a. í tengslum við náttúruna og upp- byggilega lífsreynslu af ýmsum toga. Fólk starfar sem sjálfboða- liðar og eru skátar fram eftir öll- um aldri. Sjá heimasíðu skátanna www.skatarnir.is Fréttatíminn náði tali af Halldóri Valberg Skúlasyni sem er sautján ára og hefur verið skáti í átta ár. Hann lætur mjög vel af skátastarf- inu. „Skátastarfið er stór hluti af mér og hefur mótað mig sem einstak- ling. Ég var frekar feiminn og óframfærinn áður en ég byrjaði í skátunum en þar hef ég kynnst mörgu frábæru fólki og orðið fyrir vikið mun meiri félagsvera. Ég á til dæmis mun auðveldara með að hefja samræður og þá ekki síður biðja um aðstoð eða efna til sam- starfs. Maður kynnist fólki miklu betur þegar maður sefur með því í tjaldi heldur en á kaffihúsi. Það er mikið félagslíf í skátunum, sérstak- lega þegar þú ert á aldrinum 14-25 ára. Það er toppurinn á tilverunni Toppurinn á tilverunni að vera skáti Fjölbreytt skátastarf í boði fyrir ungt fólk á aldrinum 8-25 ára Skátarnir - Skátarnir eru spennandi og upp- byggilegur valkostur fyrir frítíma barna og unglinga. - Skátar eru góðir vinir og félagar. - Skátar bjóða upp á ævintýralega dagskrá innanlands sem erlendis. - Skátarnir eru æskulýðs– og uppeldishreyfing með það að leiðarljósi að gera skátana að virkum og ábyrgum einstakling- um. Skátarnir gefa þátttakendum svigrúm til virkrar þátttöku og eflum leiðtogahæfni þeirra, hvort heldur til að leiða hópa eða verða leiðtogi í eigin lífi. - Skátahreyfingin er í takt við tíðarandann og er trúverðug í því sem hún tekur sér fyrir hendur. - Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.skatamal.is. Skátar – leiðtogar í eigin lífi Það uppeldis- og menntunarstarf sem felst í skátastarfinu hefur það að markmiði að skapa ungu fólki tækifæri til sjálfsnáms og aukinnar samfé- lagsvitundar – til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þjóðfélagsþegnar og til að láta gott af sér leiða í nærsamfélagi sem og í samfélagi mann- kynsins í heild. Skátastarf snýst um uppeldi til lýðræðislegrar þátttöku og sjálfbærrar þróunar. Það eflir raunhæft sjálfsmat einstaklingsins og sjálfstraust – en jafnframt hæfileika til að vinna með öðrum. Skátastarf er leiðtogaþjálfun – ekki í þeim skilningi að í skátastarfi séu einstaklingarnir þjálfaðir til að stjórna öðrum heldur til að vinna með öðrum að settu marki og ekki síst til að verða leiðtogar í eigin lífi. Fjör og húllumhæ Að sögn Halldórs er alltaf fjör í skátunum. „Og í gegnum þetta fjör er ótrúlegt hvað við lærum,“ segir hann. Gleði Halldór Valberg Skúlason skemmti sér vel í hópi fimmtíu íslenskra skáta á Roverway í Frakk- landi í sumar. og opnar nýjar dyr og nýja heima.“ Það er sjaldnast nein lognmolla í skátunum og Halldór hefur haft í nógu að snúast í sumar. Hann tók vitaskuld þátt í frábæru landsmóti í júlí og hann er nýkominn heim frá Frakklandi eftir tveggja vikna æv- intýraferð. „Við fórum til Frakklands og tók- um þátt í Evrópumóti sem kallast Roverway. Þetta er mót fyrir 16-22 ára og markmiðið með því er að efla einstaklinginn. Við vorum um fimmtíu Íslendingar sem fórum á Roverway. Við völdum okkur í átta manna flokka sem síðan samein- uðust flokkum frá öðrum löndum. Þetta urðu alþjóðlegar skátasveitir sem fengu mismunandi samfélags- verkefni. Mín sveit fékk það verkefni að endurbyggja bæ á einni viku. Þetta var bær sem átti sögu að rekja aft- ur á tólftu öld í Norður-Frakklandi og var byggður á sama hátt og kastalar voru byggðir þá. Á með- an á verkinu stóð fengum við að kynnast bæði franskri menningu og menningu annarra Evrópuþjóða því þarna var, auk Frakka, líka fólk frá Portúgal, Ítalíu, Hollandi og Spáni. Þegar þessi vika var liðin hópuð- ust allir saman rétt fyrir utan París. Þetta var 5.000 manna samkoma og við tókum þátt í hugmynda- smiðjum um það hvernig við getum bætt heiminn, lært hvert af öðru og deilt visku okkar,“ segir Halldór sem segir alla ferðina hafa verið frábæra upplifun. „Eini neikvæði þátturinn var sennilegast allt baguette-átið. Við átum það í öll mál. Þetta var um eitt og hálft baguette á dag í fjórt- án daga. Það er heljarinnar magn af franskbrauði, en auðvitað þáttur í að kynnast nýrri menningu.“ Halldór segir að það sé nóg framundan í skátastarfinu. Á næsta ári verður til að mynda haldið hér á landi World Scout Moot. „Þetta verður stærsti við- burður sem bandalagið hefur tekið að sér. Þarna verða yfir fimm þús- und manns samankomnir. Þetta verður eins og Evrópumótið sem ég var á, fólk leysir verkefni á tíu stöðum víðsvegar um landið og svo verður stórt þing á Úlfljóts- vatni að þeim loknum. Þar verður eitt heljarinnar húllumhæ.“ Halldór segir það einkennandi við skátastarfið að þar sé alltaf fjör. „Og í gegnum þetta fjör er ótrúlegt hvað við lærum. Á þess- um átta árum mínum hef ég lært að verða sjálfstæður einstakling- ur. Þarna er svo gífurlega mikil leiðtogaþjálfun og við lærum að vinna og gera hluti sem maður lærir vanalega ekki í daglega lífinu. Í skátastarfinu eru manni gefin tækifæri á óendanlegum ævintýr- um. Og ef maður er til getur maður gripið þau öll.“ nánari upplýsingar á skatarnir.is og á www.facebook.com/skatarnir …tómstundir kynningar 10 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 „Skátastarfið er stór hluti af mér og hefu r mótað mig sem einstakling.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.