Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016
Henny Hinz, deildarstjóri
hagdeildar ASÍ, segir
nauðsynlegt að taka samtal
um landbúnaðarkerfið því
búvörusamningar séu ekki
sérhagsmunir þröngs hóps.
„Okkur hefði þótt rétt að aðkom-
an að samningunum hefði ver-
ið breiðari því þetta er stórt hags-
munamál. Sjónarmið neytenda og
fleira fólks sem
starfar í land-
búnaði hefðu
þurft að kom-
ast að en samn-
ingurinn er ein-
göngu á milli
Bændasamtakanna og ráðherra,“
segir Henny Hinz, deildarstjóri hag-
deildar Alþýðusambands Íslands.
Miðstjórn ASÍ skoraði á Alþingi
í mars síðastliðnum að hafna bú-
vörusamningum og hefur gagnrýnt
nýsamþykktan samning harðlega.
„Það er kominn tími til að taka sam-
talið um það hvernig kerfið á að vera
og samtalið á að vera opnara því
þetta eru hagsmunir allra, en ekki
sérhagsmunir þröngs hóps,“ segir
Henny
Svikin loforð um þjóðarsamtal
„Þetta eru samningar til tíu ára og
það eru stórar upphæðir undir,“
segir Henny og bendir á að loforð
um að samningar verði styttir eigi
erfiðlega eftir að standast. „Í kjölfar
gagnrýni á samninginn fór ákveðið
samtal í gang og það voru gefin vil-
yrði fyrir því að samningarnir yrðu
styttir og að það yrði farið í þjóðar-
samtal um landbúnað þar sem fleiri
raddir heyrðust. Formaður atvinnu-
veganefndar hét því að skýr endur-
skoðunarákvæði yrðu sett í samn-
inga þannig að í reynd væri Alþingi
einungis að samþykkja fyrstu þrjú
ár samningsins. Það á að stofna
nefnd og svo eftir þrjú ár gefst bænd-
um kostur á
að kjósa um
niðurstöðuna
sem nefndin
kemst að og
kjósi þeir að
hafna niður-
stöðum nefndarinnar þá gilda
samningarnir til tíu ára. Bændur
hafa þannig algjört neitunarvald
yfir niðurstöðum þessa hóps og það
er langt frá því að vera það þjóðar-
samtal sem formaður atvinnu-
veganefndar lofaði. Og því ekki hægt
að sjá annað en að samningarnir séu
festir í sessi til tíu ára.“
Föst í hefðbundnum búgreinum
Samningarnir viðhalda að mestu
leyti núverandi kerfi og þetta er
kerfi sem er að mörgu leyti orðið
úrelt. Það þarf að taka samtal um
það hvernig kerfið eigi að vera,“ seg-
ir Henny. „Almennt höfum við verið
á þeirri skoðun að það þurfi að horfa
á stuðningskerfið með nýjum hætti.
Það ríkir sátt um að styðja við blóm-
legan landbúnað með myndarlegum
hætti en það þarf kannski að fara að
horfa frá þessum framleiðslutengda
stuðningi yfir í almennari stuðning.“
„Við höfum talað fyrir því að
draga úr innflutningshömlum og
fara aðrar leiðir í stuðningi því
það felst gríðarlega mikill óbeinn
stuðningur í tollum og innflutn-
ingshömlum. Við erum ennþá mjög
föst í hefðbundnum búgreinum og
margir hafa gagnrýnt að ekki skuli
vera brugðist við kröfu nútímans
um t.d. aukinn stuðning við lífræna
ræktun. Kröfur neytenda eru að
breytast og það verður að bregðast
við því,“ segir Henny og bendir á að
við höfum fordæmi að breytingum
á tollakerfi sem hafi gefið góða raun.
„Reynsla okkar af því að fella niður
tolla á tómötum, papriku og gúrku,
er mjög góð. Sú grein er í miklum
blóma og verð til neytenda lækkaði.
Þar var gerð mjög róttæk breyting
en það kom í ljós að íslenskir neyt-
endur eru mjög trúir íslenskri fram-
leiðslu.“ | hh
Samningar sem viðhalda úreltu kerfi
VONDU KERFIN:
landbúnaðarKERFIÐ
Henny segir reynsluna sína að íslenskir neytendur séu trúir íslenskri framleiðslu.
Mynd | Rut
Hversu lengi er fólk að vinna
fyrir matarkörfu með mjólk,
eggjum, osti, kjúklingi,
tómötum, kartöflum og
salati?
Íslenskt launafólk er mun leng-
ur að vinna fyrir matarkörfu
með landbúnaðarvörum en fólk
í nágrannalöndum okkar. Ef
Færeyingar, rúmlega 50 þús-
und manns á afskiptum eyjum,
eru undanskildir þurfum við
að fara suður til Portúgal til
að finna óhagstæðara samspil
launa og verðs á landbúnað-
arvörum eða austur til Pól-
lands.
Að þessu leyti, eins og svo
mörgu öðru, tollir Ísland illa
inn í sínum heimshluta, vel-
stæðarihluta Vetsurlanda. Verð-
lag og launakjör eru líkari því
sem þekkist í Suður-Evrópu eða
Austur-Evrópu.
Samanburðurinn við Norð-
urlöndin er óhagstæður Ís-
lendingum. Á meðan reykvískt
launafólk á meðallaunum er
4 tíma og 21 mínútu að vinna
fyrir matarkörfunni tekur það
sænskan meðalmann í Stokk-
hólmi 3 tíma og 17 mínútur,
meðalmanneskju í Osló 2 tíma
og 58 mínútur, meðal danskan
Íslendingar eru lengi að
vinna fyrir matnum
Við flytjum snilligáfu til þeirra sem rækta hana
VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA
16
-2
68
8
–
H
VÍ
TA
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA