Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 1

Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 1
Sakamál Maður, sem er grunaður um að hafa misþyrmt konu með hrottafengnum hætti í Vest- mannaeyjum um síðustu helgi, er um 20 árum yngri en hún. Bæjarbúar eru slegnir og segja konuna eiga alla sína samúð. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Maðurinn, sem hefur verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald vegna grófs ofbeldisbrots gegn konu í Vestmannaeyjum, er um tuttugu árum yngri en konan sem hann er sakaður um að hafa misþyrmt með hrottalegum hætti síðustu helgi, samkvæmt áreiðanlegum heimild- um Fréttatímans. Bæjarbúum er verulega brugð- ið vegna málsins, auk þess sem einhverjir eru farnir að fordæma manninn á Facebook-síðu hans. „Fólk hér í bænum er rosalega reitt,“ segir viðmælandi Frétta- tímans spurður út í andrúmsloft- ið í bænum. Hann segir ólíklegt að maðurinn geti gengið um götur Vestmannaeyja óáreittur þegar hann verður látinn laus næstkom- andi laugardag. Lýsingar á meintu broti manns- ins eru hrottalegar. Þannig er honum gefið að sök að hafa kvalið konuna og niðurlægt með því að neyða höfuð hennar ofan í steypt- an öskubakka fyrir utan skemmti- staðinn Lundann í Vestmannaeyj- um þar sem átökin virðast hafa átt upptök sín. Bæði voru þau nokk- uð ölvuð um kvöldið. Lögreglan fékk tilkynningu um átök á milli mannsins og konunnar, en gat ekki sinnt útkallinu vegna anna. Konan fannst að lokum nakin og illa til reika í garði nærri eig- in heimili, og kom íbúi í grennd, konunni til aðstoðar. Granninn lýsir því fyrir dómi að konan hafi verið með mikla áverka á líkama þegar hann kom að. Meðal annars er grunur um að árásarmaður- inn hafi sparkað í höfuð konunn- ar, auk þess sem kynfæri hennar voru blóðug. Lögreglustjórinn í Vestmanna- eyjum fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum, en því var hafn- að. Hæstiréttur snéri úrskurðin- um og sagði lögreglustjóri að hún gæti ekki útilokað að rann- sóknarhagsmunir hefðu spillst vegna ákvörðunarinnar. Hinn grunaði er Íslendingur og vinnur við ferðaþjónustu í Vest- mannaeyjum auk þess sem hann hefur starfað sem dyravörður þar í bæ, þó ekki á sama stað og árásin tengist. Maðurinn er rétt rúmlega tvítugur. „Fólk er hreinlega slegið, hissa og reitt, allt í senn,“ segir viðmæl- andi Fréttatímans, en nafn manns- ins virðist vera almenn vitneskja á meðal bæjarbúa; enda flýgur fiski- sagan fljótt. Annar viðmælandi Fréttatímans segir fólk reitt, ekki síst vegna þess að konan, sem varð fyrir árásinni, standi höllum fæti í samfélaginu og eigi erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér. Hún eigi samúð allra bæjarbúa þegar kemur að þessu máli. Maðurinn neitar sök en málið er enn í rannsókn. frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 57. tölublað 7. árgangur Föstudagur 23.09.2016 KRINGLUNNI ISTORE.ISSérverslun með Apple vörur Hausttilboð á Phantom 4. Frá 199.990 kr. iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili DJI á Íslandi ARNA Í ÖRNU OPNAR ÍSBÚÐ BREYTTUR LÍFSSTÍLL VARÐ AÐ STARFSFERLI FÖSTUDAGUR 23.09.16 Mynd | Rut JÚLÍA MAGNÚSDÓTTIR SÉRKAFLI UM HEILSU & HUGRÆKT SEGÐU STRESSINU STRÍÐ Á HENDUR EYGLÓ KENNIR JÓGA Á VINNUSTÖÐUM KÓSÍ PEYSUR FYRIR HAUSTIÐ NÁGRANNAR VILJA EKKI LAUNDROMAT CAFÉ SKÓLADAGAR 20% afsláttur af gleraugum Bláuhúsin v. FaxafenKringlunniSkólavördustíg 2 Mynd | Stewer 20 árum yngri en þolandinn Þ O R S T E I N N B A C H M A N N E L M A S T E F A N Í A Á G Ú S T S D Ó T T I R H I L M A R G U Ð J Ó N S S O N K R I S T Í N Þ Ó R A H A R A L D S D Ó T T I R Á R N I A R N A R S O N Jólaflækja Áskriftarkort Borgarleikhússins BROT ÚR HJÓNABANDI UNNUR ÖSP STEFÁNSDÓTTIR BJÖRN THORS N Ý T T Í S L E N S K T L E I K R I T Í S A M S T A R F I V I Ð V E S T U R P O R T Einfaldast og best að tryggja sér kort á borgarleikhus.is SMÁRALIND 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM ÚT MÁNUDAGINN! FYLGJA MEÐ BLAÐINU Í DAG! Land- búnaðar- kerfið: Vont, dýrt og virkar illa Steingrímur Wernersson lýsir átökum við Karl Bræðurnir saman í fangelsi Stelpuíþróttir fá minni styrki Landsliðin í fimleikum borga fyrir sig sjálf 24 20 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.