Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 56
…heilsa 8 | amk… FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016 Katrín Bessadóttir katrin@frettatiminn.is Ég var sjálf að vinna í banka þegar ég kynntist jóga. Þetta byrjaði með því að ég fór á miðjum vinnudegi að fara inn í þessar hreyfingar og gera þess- ar meðvituðu æfingar, bara því ég fann að líkaminn var að kalla á það. Maður var að sitja lengi í einu, þetta var rétt eftir hrun og vinnudagarnir voru langir. Þá kviknaði hugmyndin,“ segir Eygló sem gerði þó ekkert með hugmyndina fyrr en hún hafði skipt alveg um starfsvettvang og var farin að stunda jógakennslu og þjálfun alfarið. „Þá fór ég að smám saman að þróa þetta kerfi. Þetta byrjaði smátt og ég var með fáa hópa. Þannig náði ég að móta þetta eftir iðkendunum og sníða vankantana af prógramminu.“ Í dag eru 3-4 jógakennarar með tíma í fjölda fyrirtækja á höfuð- borgarsvæðinu auk þess sem jakkafatajóga er einnig tiltækt á Selfossi, Akureyri og Reykjanes- bæ. Olnbogarými eina sem þarf Eygló segir vaxandi áhuga á jóga vissulega vinna með þeim jakka- fatajógastöllum en á þeim tíma sem hún var að byrja sína jógaiðk- un var það enn á jaðrinum. Ferlið gengur þannig fyrir sig, ef áhugi er að fá jakkafatajóga í fyrirtækið, að einn starfsmaður er í samskipt- um við Eygló og fær þau fyrirmæli að finna rými þar sem gólfpláss er nægt. „Það þarf að vera nóg rými til þess að hver einasti iðkandi hafi olnbogarými í kringum sig. Yfirleitt er þetta í matsal eða stóru fundarherbergi. Það er ágætt að geta farið inn í annað rými ef ein- hver í hópnum vill ekki vera með, það eru alltaf 1-2 sem vilja ekki taka þátt og í staðinn fyrir að vera pirrandi jógafólkið þá förum við bara eitthvert annað og leyfum fólki að sinna sínum verkum á meðan.“ Stundum gott að vera asnalegur Æfingarnar hennar Eyglóar taka allt að 20 mínútur, svo kveður hún og fólk heldur áfram að vinna. „Markmiðið er alltaf að skilja eitt- hvað eftir – við erum ekki bara að gera bara einhverjar hreyf- ingar, við erum líka að reyna að mennta fólkið okkar í hvað er gott að gera, það fær heimaverkefni, ákveðnar æfingar sem ég legg til að þau tileinki sér,“ segir Eygló og bætir við að þeir sem prófi verði yfirleitt háðir. „Auðvitað kemur fyrir að fólk missi úr skipti og skipti vegna verkefnastöðu, en maður finnur fyrir því hjá hópum sem við höfum haft lengi hvað iðkunin dýpkar. Traustið á milli okkar eykst á milli í hverjum tíma, fólk veit að það er í öruggu umhverfi og getur leyft sér að gera það sem ég segi, það treystir því að ég er ekkert að leiða það inn í neitt kjaftæði. Stundum er þetta bara fyndið, þá erum við bara öll asnaleg saman og svo er það bara búið. Það er líka partur af þessu, að fara út fyrir kassann og gera eitthvað sem er smá asna- legt, eða skrítið og nýtt.“ Sitjum alltof mikið Eygló segir að það sé ómetanleg vitundarvakning að eiga sér stað á þessu sviði og því muni þessi þjón- usta bara aukast eftir því sem fram líður. „Rannsóknir hafa sýnt að í 80% af okkar vökutíma, erum við sitjandi. Allt frá morgunmatnum til sjónvarpsins á kvöldin. Þetta er bara ekkert ofboðslega hollt fyrir okkur. Nýjar rannsóknir sýna að langvarandi seta getur ýtt undir allskonar sjúkdóma fyrir utan það að tækifæri til þess að losa um streitu getur skipt miklu máli – því að langvarandi streita, jafnvel þó að hún sé ekki mikil, þá getur hún haft mjög neikvæð áhrif á heils- una. Bara það að stíga út fyrir einu Partur af þessu að gera eitthvað smá asnalegt, skrítið og nýtt Við sitjum alltof mikið og gefum okkur ekki nægilegan tíma fyrir heilsurækt. Eygló Egilsdóttir hefur um nokkurra ára skeið staðið fyrir jakkafatajóga í fyrirtækjum sem gerir afsakanir um tímaleysi að hjómi einu saman. „Ég gef fólki bara ekki sjens á að segja „ég hef ekki tíma, ég er í vinnunni allan daginn,“ segir Eygló. “Þá spyr ég bara „en ef kerfið kemur til þín?““ Mynd | Rut Markmiðið er alltaf að skilja eitthvað eftir – við erum ekki bara að gera bara einhverjar hreyfingar, við erum líka að reyna að mennta fólkið okkar í hvað er gott að gera, það fær heimaverkefni, ákveðnar æfingar sem ég legg til að þau tileinki sér sinni í viku og gera þessar æfingar undir leiðsögn getur hjálpað. Það er okkar von að þetta hjálpi fólki að gera æfingarnar sjálft, að muna þetta einstöku sinnum; rétta úr sér og anda. Að heilsurækt þurfi ekki alltaf að vera þannig að þú þurfir að fara í annað hús, skipta um föt og vera frá fjölskyldunni.“ En ef kerfið kemur til þín? Eygló segir þetta kerfi fækka tækifærum fólk til þess að afsaka sig með tímaleysi. „Ég gef fólki bara ekki sjens á að segja „ég hef ekki tíma, ég er í vinnunni allan daginn.“ Þá spyr ég bara „en ef kerfið kemur til þín? Þú þarft ekki einu sinni að fara út af skrifstof- unni eða skipta um föt.“ Það er ótrúlega margt hægt að gera gott með þessum litlu hreyfingum sem við gerum ef við gerum það bara meðvitað. Þar liggur nefnilega vendipunkturinn, við erum ekki að gera bara eitthvað, við erum að gera sérhæfðar æfingar og nota mikla einbeitingu og athygli með,“ segir Eygló sem er sannfærð um að vinnuveitendur fari í síauknum mæli að sjá hag sinn í því að bjóða upp á þjónustu af þessu tagi. „Ekki þannig að þetta verði kvöð eða krafa, heldur að þeir sjái hag sinn í því að sjá fólki fyrir þessari þjón- ustu, fólki líði betur í vinnunni, verði jafnvel sjaldnar veikt og svo framvegis.“ Fyrirtækin sem Eygló sinnir eru mjög fjölbreytt, allt frá tölvu- og fjármálafyrirtækjum til bifreiða- verkstæða! Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann. Colonic Plus Kehonpuhdistaja www.birkiaska.is www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Evonia www.birkiaska.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.