Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 23.09.2016, Síða 4

Fréttatíminn - 23.09.2016, Síða 4
Sanngirnisbætur Ríkið býður 33 fyrrum nemend- um Landakotsskóla sann- girnisbætur, samtals 200 milljónir króna, vegna illrar meðferðar starfsmanna kaþ- ólsku kirkjunnar. Kirkjan hefur greitt örlitla upphæð í bætur til þolenda. Séra Patrick Breen, sem sakaður var af rannsóknarnefnd um vanrækslu í málinu, er enn að störfum. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur ákveðið, fyrir hönd ríkisins, að bjóða 33 fyrrum nem­ endum Landakotsskóla sanngirn­ isbætur vegna illrar meðferðar sem þeir sættu af hálfu starfsmanna kaþólsku kirkjunnar. Send voru út boð um sanngirnisbætur til 18 karla og 15 kvenna þann 9. september. Bæturnar nema hátt í 200 millj­ ónum króna alls. Þær hæstu voru rúmar sex milljónir en fram kom í Fréttatímanum í síðustu viku að Ísleifi Friðrikssyni hafi verið boð­ in sú upphæð. Hann var nemandi í Landakotsskóla og hefur lýst hrottalegu ofbeldi skólastjórans og kennslukonu við skólann í áraraðir. Fleiri fengu boð um svo háa upp­ hæð. Elsti einstaklingurinn sem sótti um bætur er fæddur 1943, sá yngsti 1986. „Það er auðvitað kaþólska kirkj­ an sem á að greiða þessa upphæð. Það er ekki í lagi að þetta lendi á rík­ inu,“ segir Guðrún Björg Birgisdótt­ ir lögmaður sem hefur starfað fyrir fyrrum nemendur Landakotsskóla. Það var niðurstaða hinnar óháðu rannsóknarnefndar kaþólsku kirkj­ unnar frá árinu 2012 sem leiddi til þess að ríkið ákvað að kalla eftir umsóknum um sanngirnisbætur. Rannsóknarnefndinni var kom­ ið á koppinn af Róbert Spanó, og hún var leidd af Hjördísi Hákonar­ dóttur, fyrrum hæstaréttardómara. Var það niðurstaða nefndarinnar að starfsmenn kaþólsku kirkjunnar hefðu ekki brugðist rétt við ásökun­ um um ofbeldi starfsmanna kirkj­ unnar og að þeir hafi gert tilraun­ ir til að þagga þær niður. Þeirra á meðal var presturinn Patrick Breen sem enn er að störfum innan kirkj­ unnar og gegnir hlutverki staðgeng­ ils biskups. Hann vildi ekki svara spurningum Fréttatímans. Biskup kaþólsku kirkjunnar er í útlöndum og hefur ekki svarað Fréttatímanum. Kaþólska kirkjan var augljós­ lega ekki sátt við niðurstöðu rann­ sóknarnefndarinnar frá árinu 2012 og stofnaði því sína eigin rann­ sóknarnefnd til að fara aftur yfir málið. Niðurstaða hennar var ekki gerð opinber. Auk þess stofnaði kirkjan fagráð sem komst að því að kirkjan væri ekki bótaskyld nema í einu tilfelli. Kirkjan kallaði eftir kröfum um bætur frá fyrrum nem­ endum Landakotsskóla og greiddi sáralitlar upphæðir til nokkurra þeirra. Ísleifur Friðriksson var í hópi þeirra sem bauðst hæstu bæturnar, um 170 þúsund krónur. Þær endurgreiddi Ísleifur og taldi smánarlegar. Fréttatíminn hefur ítrekað fjallað um ofbeldið sem viðgekkst í Landa­ kotsskóla og í viðtölum við fyrrum nemendur voru þeir séra Patrick Breen og séra Jakob Rolland sagð­ ir hafa tekið máttlaust á því þegar þeim var greint frá ofbeldinu. Þeir hafi haldið áfram störfum innan kirkjunnar og haldið tryggð við ger­ endur í málinu. Jakob baðst undan viðtali. Aðspurður um hvort hann hafi íhugað að hætta hjá kirkjunni svaraði hann: „Ég get ekki hætt sem prestur hjá kaþólsku kirkjunni, því að vera prestur er köllun.“ 4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016 Viðskipti Ekkert fékkst upp í kröfur LL eigna en skiptum lauk í búið í byrjun septem- ber. Alls voru gerðar kröfur upp á 245 milljónir króna, að því er fram kom í Lög- birtingablaðinu, en félagið kom víða við í íslensku við- skiptalífi fyrir hrun. LL eignir var í eigu Láru Lúðvíks­ dótt ur, eiginkonu Sigurðar G. Guð­ jónssonar hæstaréttarlögmanns, sem var jafnframt stjórnarformað­ ur félagsins. Í svari Sigurðar við fyrirspurn Fréttatímans segist hann ekki hafa margt um félagið að segja. „Þetta félag átti stóran hlut í Saga Capital sem fór á hausinn sá hlutur hafði verið staðgreiddur á sínum tíma. Það átti líka hlut í Sparisjóði Vestfirðinga sem illu heilli var sam­ einaður Sparisjóðnum í Keflavík, að mig minnir 2007. LL­eignir átti því verulega mikið eigið fé árið 2007.“ Hann bætir við að stefnt hafi verið að leggja grunn að fiskeldi í Dýrafirði. Liður í því hafi verið að kaupa kvóta og því var ráðist í það að kaupa útgerðarfélagið Benóný ehf. haustið 2007 með kvóta og bát­ inn Binna í Gröf. „Til að fjármagna þau kaup var fengið lán sem átti að vera í erlend­ um myntum til þess að tryggja sem lægst vaxtagjöld. Lánið margfald­ aðist frá haustdögum 2007 fram á árið 2008 þegar samið var um að breyta því í íslenskar krónur. Eftir efnahags­ og bankahrunið, senni­ lega á árinu 2009, var kvótinn seldur og allt andvirði hans greitt lánveitanda inn á hið uppblásna lán,“ segir Sigurður. Skömmu síð­ ar fór Saga Capital á hausinn og stofnfjárhlutir félagins í Sparisjóði Keflavíkur urðu verðlausir á svip­ uðum tíma. „Aldrei var hins vegar farið í það að fá leiðréttingu á láninu frá 2007 sem var gengistryggt, sem hefði lækkað skuldina verulega, þar sem ljóst var að félagið mundi ekki heldur geta greitt hana eftir allt eignatapið. Engin ástæða þótti heldur til þess að vera að taka þann slag sérstaklega fyrir eignalaust fé­ lag í skiptum. Af þessum sökum virkar gjaldþrotið stórt,“ segir Sig­ urður. | vg Sigurður G. Guðjónsson hefur ávallt verið fyrirferðarmikill í íslensku þjóðlífi en félag Sigurðar og eiginkonu hans, LL eignir, var úrskurðað gjald- þrota í byrjun mánaðarins. Félag Sigurðar og eiginkonu í 246 milljón króna þrot Heilbrigðismál Yfirlæknir á Landspítalanum og land- læknir deila um plastbarka- málið. Forstjóri Landspítal- ans vill ekki taka afstöðu þar sem spítalinn sé ekki aðili að málinu. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Landspítalinn telur að deila Tómas­ ar Guðbjartssonar, yfirlæknis á spít­ alanum, og landlæknis, Birgis Jak­ obssonar, um plastbarkamálið sé spítalanum óviðkomandi og að þar af leiðandi sé ekki við hæfi að hann taki afstöðu til hennar. Þetta kem­ ur fram í svari frá Páli Matthías­ syni, forstjóra spítalans, við spurn­ ingu Fréttatímans, um afstöðu sjúkrahússins til deilunnar sem Tómas greindi frá í fréttatilkynn­ ingu á mánudaginn. „Ég tek ekki afstöðu til þessa máls né mun spít­ alinn tjá sig um það, enda ekki aðili máls,“ segir í svari Páls. Tómas sendi frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem hann tjáði sig um orð Birgis Jakobssonar sem hann lét falla í viðtali við Fréttatímann fyrir tveimur vikum. Meðal þess sem Birgir spurði um var af hverju læknar fyrsta plastbarkaþegans, Andemariams Beyene, hömpuðu plastbarkaaðgerðinni á honum á sérstöku málþingi í Háskóla Íslands árið 2012 þegar fyrir lá að aðgerðin hefði ekki tekist sem skyldi. Um þetta sagði Tómas meðal annars í yfirlýsingu sinni: „… um­ mælin finnst mér ærumeiðandi og vega að heilindum mínum sem læknis og vísindamanns. […] Hann ýjar að því að ákvarðanir um næstu aðgerðir hafi verið teknar vegna framburðar lækna um að sjúklingn­ um hafi liðið vel.“ Í yfirlýsingunni sagði Tómas að hann hefði beðið Birgi að biðjast afsökunar á þessum orðum en að hann hafi ekki orðið við því. Háskóli Íslands og Landspítalinn ætla að láta óháðan aðila gera út­ tekt á aðkomu þessara stofnana að meðferð Andemariams Beyene og umfjöllun um fyrstu plastbarkaað­ gerðina og stjórnskipunar­ og eft­ irlitsnefnd mun líka rannsaka mál­ ið, segir formaður nefndarinnar, Ögmundur Jónasson. Deila landlæknis og Tómasar sögð Landspítalanum óviðkomandi Spítalinn ekki aðili að málinu Páll Matthíasson, forstjóri LSH, segist ekki ætla að taka afstöðu í deilu Tómasar Guðbjartssonar yfirlæknis og landlæknis þar sem sjúkrahúsið sé ekki aðili að málinu. Séra Patrick Breen er enn að störf- um hjá kaþólsku kirkjunni þó rannsóknarnefnd kaþólsku kirkjunnar hafi komist að því að hann hafi vanrækt að greina frá ofbeldi sem hann vissi af. „Ég get ekki hætt sem prestur hjá kaþólsku kirkjunni, því að vera prestur er köllun,“ segir séra Jakob Rolland. Bollywood vill taka upp fimm myndir á Íslandi Kvikmyndir Áhugi á Íslandi virðist vera að aukast í Ind- landi, meðal annars vegna kvikmynda sem hafa verið teknar upp hér á landi. Fleiri vilja taka upp bíómyndir hér en ferðamenn frá Indlandi eru fáir. Fimm indverskir kvikmyndafram­ leiðendur hafa lýst yfir áhuga á að koma hingað til lands og framleiða kvikmyndir fyrir kvikmyndaiðnað­ urinn í Indlandi sem er að jafnaði kallaður Bollywood. Þetta kemur fram í viðtali við Þóri Ibsen, sendi­ herra Íslands á Indlandi, í dagblað­ inu The Hindu. Fimm indverskar kvikmyndir hafa þegar verið teknar hér á landi, meðal annars myndin Dilwale, með stórstirninu Shah Rukh. Myndin gekk vel á alþjóðamarkaði en skilaði þó minna en búist var við í miðasölu í Indlandi. Það breytir þó ekki hinum mikla áhuga, sem Þórir telur að muni einnig skila sér í auknum ferða­ mannastraumi. „Áhugi ferðamanna á Íslandi hef­ ur aukist eftir sýningar á Dilwale,“ sagði Þórir í viðtali við The Hindu og bættir við: „Í kjölfarið hafa fimm indverskir kvikmynda­ framleiðendur sýnt áhuga á að taka upp kvikmyndir hér á landi.“ Indverskir ferða­ menn sem koma hing­ að til lands eru ekki margir, en á síðasta ári voru þeir að­ eins um þúsund talsins. | vg Shah Rukh er stórstjarna í Indlandi, en myndin Dilwale, sem hann lék í, hefur aukið áhuga Indverja á Íslandi. Upplýsingar í símum 845 1425 / 899 1295 eða á tölvupósti info@iceline.is Verð á mann í tvíbýli kr 622.000 Nánari ferðalýsing á www.icelinetravel.com Sydney, Brisbane, Fraser Island, strandbærinn Noosa, þjóðgarðar og fl. er meðal þess sem boðið verður upp á í þessari ferð. Ástralía 18. nóv til 5. des 2016 Ríkið greiðir 200 milljónir fyrir ofbeldið í Landakotsskóla Séra Jakob Rolland til vinstri, við athöfn í kaþólsku kirkjunni á Landakoti. Mynd | Catholica.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.