Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016
„Ég gerði hryllileg mistök,
ég veit það.“
„einræðisherranum“
Steingrímur Wernersson fjárfestir mun hefja afplánun á
Kvíabryggju innan skamms. Hann var dæmdur í tveggja ára
fangelsi fyrir umboðssvik fyrr á árinu ásamt Kari Wern-
erssyni, bróður sínum, sem hlaut þriggja og hálfs árs dóm.
Steingrímur viðurkennir að hafa gert mistök en heldur því
fram að hann sé saklaus þar sem hann hafi ekki vitað að
helsta lögbrotið í málinu hafi átt sér stað.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
„Það er bara gengið út frá því að
ég hafi verið að sitja á einhverjum
fundi og plotta með þeim; sem ég
var bara alls ekki að gera. Nafn
mitt er ekki á neinum undirskrift-
um sem tengjast neinu sem ég er
dæmdur fyrir eða ákærður,“ seg-
ir Steingrímur Wernersson, kaup-
sýslumaður kenndur við fjár-
festingarfélagið Milestone, í viðtali
við Fréttatímann. Viðtalið er það
fyrsta sem Steingrímur hefur veitt
fjölmiðlum frá efnahagshruninu
árið 2008.
Steingrímur mun á næstunni
hefja afplánun tveggja ára fangelsis-
dóms á Kvíabryggju á Snæfellsnesi.
Steingrímur er ósáttur við dóm-
inn sem féll í Hæstarétti Íslands í
lok apríl og segist vera saklaus. „Ég
veit bara að ég er saklaus. Ég hef
aldrei beðið neinn um að gera neitt
ólöglegt. Það er verið að búa til sögu
sem á sér ekki stoð í raunveruleik-
anum. Hæstiréttur segir alltaf: Karl,
Guðmundur og Steingrímur en svo
koma bara tölvupóstar á milli Karls
og Guðmundar en ekki mín.“
Viðurkennir mistök
Steingrímur segir samt að hann
viðurkenni mistök sín og sjái eftir
því að hafa ekki selt hlutabréf sín
í Milestone og hætt sem stjórnar-
maður í fyrirtækinu. Honum finnst
hins vegar að dómurinn yfir sér sé
of harður þar sem hann hafi ekki
komið að helsta lögbrotinu í mál-
inu. „Ég gerði hryllileg mistök, ég
veit það. Heldurðu að ég viti það
ekki? Heldurðu að ég sé ekki bú-
inn að skamma sjálfan mig fyrir
þetta? En ég vissi ekki hvað var að
gerast hjá Milestone af því að ég
fékk engin svör. Ég hefði átt að fá
mér tvo lögfræðinga til að komast
að því hvað stjórn Milestone var
að gera. En það er rosalega erfitt
að bera ábyrgð á einhverju sem
maður veit ekki hvað er. Mér hefði
fundist eðlilegra að ég hefði fengið
sex mánaða skilorðsbundinn dóm,
eða eitthvað slíkt.“
Í fangelsi með „einræðisherranum“
Fyrir í fangelsinu á Kvíabryggju eru
bróðir Steingríms, Karl Werners-
son, sem átti Milestone á móti hon-
um, og Guðmundur Ólason, fyrr-
verandi forstjóri Milestone, en þeir
voru dæmdir til þriggja og hálfs árs
og þriggja ára fangelsisvistar í sama
sakamáli í Hæstarétti Íslands. Þre-
menningarnir voru meðal annars
dæmdir fyrir umboðssvik vegna
þess að þeir létu Milestone borga
Ingunni Wernersdóttur rúma fimm
milljarða króna fyrir hlutabréf
hennar í Milestone árið 2005 þrátt
fyrir að Karl og Steingrímur væru
að kaupa bréfin en ekki Milestone.
Steingrímur naut fjárhagslega góðs
af viðskiptunum þar sem hann átti
40 prósenta hlut í Milestone í kjöl-
far viðskiptanna við Ingunni auk
þess sem hann sat í stjórn Milesto-
ne á grundvelli þessarar hlutabréfa-
eignar sinnar.
Steingrímur segir hins vegar að
hann hafi verið beittur „þrýstingi“
í málinu og „blekktur“ og að hann
líði nú fyrir það með fangelsisdómi.
Í yfirheyrslum sérstaks saksóknara
yfir Steingrími, frá árinu 2009,
kallaði hann Karl bróður sinn „ein-
ræðisherra“ og að hann hefði kúgað
sig mikið á meðan þeir áttu Milesto-
ne saman. „Dómararnir í málinu
gefa sér þá forsendu að samvinna
hafi átt sér stað á milli okkar [Karls
og Guðmundar]. En það er bara al-
röng forsenda,“ segir Steingrímur
en í dómnum er komist að þeirri
niðurstöðu að hann hafi verið hlut-
deildarmaður í brotum þeirra Karls
og Guðmundar.
Til að undirstrika vald Karls
Wernerssonar yfir Milestone má
einnig benda á að í dómi Hæstarétt-
ar er tekinn upp staðhæfing endur-
skoðanda Milestone, KPMG, um
vægi hans í fyrirtækinu. „Stærsti
Persónur í viðtalinu:
Steingrímur Wernersson,
50 ára fjárfestir.
Næststærsti hluthafi
fjárfestingarfélagsins
Milestone. Dæmdur í
tveggja ára fangelsi
fyrir umboðssvik og fleira 2016.
Búsettur í London.
Karl Wernersson, 54 ára fjárfestir.
Stærsti hluthafi Milestone. Dæmd-
ur í þriggja og hálfs árs fangelsi
fyrir umboðssvik og fleira 2016.
Eigandi Lyfja og heilsu og for-
stjóri fyrirtækisins þar til hann var
dæmdur.
Ingunn
Wernersdóttir,
52 ára fjárfestir.
Þriðji stærsti
hluthafi Milesto-
ne fram til 2005.
Seldi Karli og
Steingrími hlutabréf sín og borg-
aði Milestone henni rúma fimm
milljarða fyrir. Lögbrot í málinu
tengjast henni ekki.
Guðmundur Ólason,
44 ára fjárfestir.
Forstjóri
Milestone.
Þátttakandi í
viðskiptunum
með hluta-
bréf Ingunnar
Wernersdóttur
og prókúru-
hafi Milesto-
ne. Dæmdur í þriggja ára fangelsi.
Forstjóri orkufyrirtækisins Arctic
Green Energy, áður Orka Energy.
Í fangelsi með bróður sínum
Steingrímur Wernersson mun senn
hefja afplánun á Kvíabryggju á Snæ-
fellsnesi þar sem fyrir eru í afplánun
þeir Karl bróðir hans og Guðmundur
Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone.
Mynd | Stewer