Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 46
46 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016 Kynslóð með deyjandi tungumál Heimildamyndin Heimakær fjallar um Kristján póst frá Fellabæ og á sama tíma um kynslóðina sem ólst upp án þeirra tækni sem telst sjálfsögð í dag, kynslóðina sem er hverfandi. Leikstjórinn, Katrín Braga, vill varðveita sögu afa síns og segir sögu þessarar kynslóðar vera menningararf. Katrín Braga. Mynd | Berkley Vopnfjord Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is Heimakær er heimildamynd um afa Katrínar, Kristján Björnsson eða Kristján póst eins og hann er kallaður. Sögusvið myndarinn- ar er í Fellabæ á Austurlandi þar sem Kristján og Katrín ólust upp. „Þetta byrjaði sem persónulegt verkefni, mig langaði að varðveita söguna hans afa fyrir komandi kynslóðir í fjölskyldunni. Einnig vildi ég varðveita söguna fyrir sjálfa mig til að eiga í framtíðinni. Í myndinni talar afi um að vera póstmaður fyrir austan, íslenskt veður og fjölskylduna sína. Hann fjallar um dagbækur sem faðir hans skrifaði í daglega í 68 ár, frá 1928-1996 þar til daginn sem hann dó. Afi talar um síðasta daginn sem faðir hans skrifaði í bókina.“ Síðasta kynslóðin sem kann ekki á tæknina „Ég hef alltaf haft áhuga á eldri kynslóðinni, þessari kynslóð með deyjandi tungumál sem er hverfandi. Yngri kynslóðin á til að gleyma því að þetta fólk sé til og það sé alveg jafn mikilvægt og allir aðrir. Mig langaði til að varðveita sögu fólks sem ólst upp og lifði án þeirra tækni sem við erum vön í dag, kynslóð sem ég held að hafi ekki farið frá Íslandi. Eins og afi hefur aldrei yfirgefið Ísland, aldrei farið til útlanda,“ segir Katrín. Frumsýningarstress og menn- ingararfur Það getur verið stressandi að frumsýna sýna fyrstu mynd en Katrín segist vera meira spennt en stressuð: „Ég hélt að ljósmynd- irnar yrðu minn stærsti miðill en það er mjög gaman að gera eitt- hvað öðruvísi en það sem ég er vön. Heimildamyndir heilla mig mjög mikið, það er ferill sem ég vil stefna að. Þessi mynd er gott byrj- unarskref inn í þennan heim og gott að byrja á því að gera mynd um eitthvað sem ég þekki mjög vel. Þetta byrjaði sem stuttmynd fyrir mig og fjölskylduna en svo endaði ég á því að senda hana inn á kvikmyndahátíðina Riff. Myndin komst inn og það er ótrúlega gam- an. Mig langar til þess að sækja um styrki til að gera gert fleiri heim- ildamyndir um allt Ísland sem fjallar um þetta fólk, þessa kyn- slóð og menningararfinn.“ Kemur afi þinn á sýninguna? „Nei, hann ætlar ekki að mæta, hann vill helst halda sig á Austur- landi. Hann þorir ekki að fara til Reykjavíkur eða hann reynir að forðast það ef hann getur. Honum líður bara best í sveitinni.“ Stikla úr myndinni, afi Katrínar að moka snjó í Fellabæ. Höfðingi, bókabíll Borgar- bókasafnsins, hikstaði lítil- lega í vikunni en er kominn aftur á rúntinn með forvitni- legar bækur. Annar tveggja bílstjóra Höfðingja, Bragi Björnsson, segir bílinn engu að síður við góða heilsu. „Höfðingi fór í smá viðgerð,“ segir Bragi bílstjóri. „Hann var farinn að leka smá olíu og það gengur auð- vitað ekki inni á bílastæðunum þar sem við erum vön að stoppa. Það þurfti því bara að skipta um rör og þá var það komið.“ Bíllinn er af Scania gerð, árgerð 2000 og keyrð- ur rétt rúmlega 200 þúsund kíló- metra. Bragi Björnsson hefur keyrt bóka- bílinn frá 1981 og man því hvern- ig það var að vinna á gamla bóka- bílnum sem þjónaði hlutverki sínu um áratuga skeið frá því að þjón- ustunni var komið á laggirnar árið 1969. Bróðir Braga, Bjarni Björns- son, keyrir rúntinn á móti bróður sínum og hann keyrði eldri bílinn, sem var árgerð 1955, alveg frá upp- hafi. „Hér um árið voru bílarnir síðan tveir, Höfðingi og Stubbur, sem var minni bíll, en hann heyrir sögunni til.“ Bragi segir að það séu eink- um þakklátir rosknir borgarar og krakkar sem noti þjónustu bóka- bílsins. „Fastakúnnarnir eru þó nokkrir, nánast í hverri viku, en áhuginn á þjónustunni er vitanlega misjafn eftir stöðum, dögum og veðri. Við sjáum líka um þjónustu við skóla sem ekki hafa komið sér upp bókasafni.“ Skiljanlega er dagskrá bókabíls- ins vel skipulögð, stoppin eitthvað á milli 30 og 40, í viku hverri, skýt- ur Bragi á. Hann segir þetta þó hafa verið í nokkuð föstum skorðum undanfarin ár því borgin hafi ekki þanist út að undanförnu. | gt Bragi Björnsson og Sigríður Rúna Gísladóttir stóðu vaktina í Höfðingja í vikunni. Bókabíllinn aftur hress Ofur tvíeykið Anni Ólafs- dóttir og Sunnva Ása Weiss- happel stofnuðu samstarfið Herpes þar sem þær hafa unnið að gerð tónlistar- myndbanda saman í nokkur ár. Nú hafa þær lagt lokahönd á tónlistarmyndbandið Goldigaz sem þær unnu með frönsku hljómsveitinni We are Z. „Ég kynntist Gabriel Gazes, meðlimi hljómsveitarinnar We are Z, við upp- setningu á Mutter Courage í Þjóð- leikhúsinu í Wiesbaden í janúar þar sem hann sá um tónlist í verkinu og ég um búninga. Í kjölfarið ákváð- um við Anni að vinna með hljóm- sveitinni hans að myndbandi. Við tókum myndbandið Goldigaz upp París og fórum svo til Barcelona þar sem við klipptum myndbandið,“ segir Sunneva um kynni sín af hljómsveitinni. Í myndbandinu eru búningarn- ir aðalkarakterar þar sem má sjá glysgirni, fjaðrir, gular gervinegl- ur og apagrímu. Aðal sögusviðið er skítugt salerni og götur Parísar- borgar þar sem hljómsveitarmeðlim- ir skreyta sig með litríkum hárkoll- um. Hrollvekjandi og kjánalegt en á sama tíma frábært. Sunneva hefur verið að vinna með leikstjóranum Þorleifi Erni Arnarssyni og eru þau nú í Dresden í Þýskalandi að vinna að uppsetningu leikverksins Óþelló eftir William Shakespeare. „Ég var að klára að frumsýna í Þjóðleikhúsinu í Osló Tvíeykið Herpes. Herpes og gular gervineglur Hljómsveitin We are Z. verkið Villiöndina og fjandmenn fólksins. Í Óþelló er ég að gera bún- inga, risastóra skúltptúra og hanna gjörninga á sviðinu með Þorleifi.“ Í augnablikinu eru stöllurnar að vinna að stuttmynd sem tekin verð- ur í Ríga í Lettlandi. Tónlistarmyndbandið verður frumsýnt á vef Fréttatímans í há- deginu. | hdó VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.