Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 14
Tækifæri Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is ÞvottavélRyksuga Vindur upp í 1400 sn./mín. Kolalaus, hljóðlátur mótor með 10 ára ábyrgð. Orkuflokkur B. Útblástur A. Parkett og flísar, flokkur D. Teppi, flokkur E. Fullt verð: 139.900 kr.Fullt verð: 19.900 kr. Tækifærisverð:Tækifærisverð: WM 14P4E8DNVS 06B120 99.900 kr.15.900 kr. Tekur mest 8 Orkuflokkur 10 ára ábyrgð á iQdrive mótorn um. 14 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016 Krónan er á bændaveiðum 0 20 40 60 80 100 120 140 Santo Domingo Tel Aviv Kairó Jeddah Jakarta Bangkok Hong Kong Casablanca Macau Seoul Kuwait New York Amman Tokyo Reykjavík Nicosia Taipei Istanbul Shanghai Stokkhólmur Singapore Sydney Róm Vín Amsterdam Aþena Toronto Zagreb Sofia Zürich Lisabon Berlín Dublin Búkarest Kuala Lumpur Osló Doha Dubai Budapest London Kaupmannahöfn Madrid Brussel París Vilnius Helsinki Varsjá Prag Bratislava Edinborg Moskva Billy Kjúklingur Oddný Anna Björnsdóttir segir Krónuna hafa sett sér stefnu um samfélagsábyrgð og meðal markmiða stefnunnar sé að auka framboð á lífrænni ferskvöru. Mynd | Rut Oddný Anna Björnsdóttir, ráðgjafi hjá Krónunni, segir neytendur hrópa á lífræna ferskvöru. Skortur á fram- boði valdi því að stór fyrir- tæki séu farin að fjárfesta í lífrænum landbúnaði. „Þróunin um allan heim er í átt að meiri sjálfbærni og við hjá Krón- unni finnum fyrir mikilli aukningu í áhuga og eftirspurn eftir ferskvöru frá velferðarbúum og lífrænum framleiðendum,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir, ráðgjafi hjá Krónunni. „Það eina sem hindrar þessa þróun er skortur á framboði og það á líka við erlendis. Þess vegna eru erlend- ar smásölu- og veitinga- staðakeðjur og l í frænir framleiðendur farnir að fjárfesta í lífrænum búum eða jafnvel fram- leiða sjálf í stað þess að bíða eftir að bændur bregðist við eftirspurninni.“ Oddný segir Krónuna hafa sett sér stefnu um samfélagsábyrgð og eitt af markmiðunum sé að auka framboð á lífrænni ferskvöru og velferðarkjöti. „Það er ekkert mál að nálgast líf- rænar þurrvörur en tveir þriðju af því sem við kaupum er ferskvara og þar þurfum við að bæta okkur í vöruúrvali. Ef þú vilt verða ábyrg- ur neytandi reynirðu að kaupa sem mest af vörum úr nærumhverfinu til að minnka vistspor, en ekki að skipta yfir í erlenda vöru. Að mínu mati er megin ástæðan fyrir skorti á lífrænum landbúnaðarvörum sú að stjórnvöld hafa ekki mótað stefnu um að auka lífræna ræktun í landinu, sinnt fræðslu eða stutt við bakið á þeim sem vilja skipta yfir með aðlögunarstyrkjum. Hingað til hefur verið bæði erfitt og áhættusamt fyrir bændur að taka þetta skref en við hjá Krónunni erum á bændaveið- um. Ef bænd- ur hafa áhuga á að skipta yfir í líf- ræna ræktun og framleiðendur að auka úrval á lífrænum vörum þá er Krónan tilbúin í samstarf.“ Oddný fagnar því að skref í átt að aukinni sjálfbærni séu tekin í nýj- um búvörusamningum m.a. með aðlögunarstyrkjum til þeirra sem vilja skipta yfir í lífræna ræktun en segir sárvanta skýra stefnu til framtíðar. „Á Íslandi erum við í mun betri stöðu en önnur lönd til þess að breyta framleiðsluaðferðum í landbúnaði. Það er svo margt já- kvætt við íslenskan landbúnað. Hér hafa vaxtahormón og sýklalyf í fyrirbyggjandi tilgangi alltaf verið bönnuð og við höfum ekki þurft að nota mikið af skordýraeitri vegna hins kalda loftslags. Það sem helst vantar upp á hjá okkur er lífrænt fóður og áburður og betri aðbún- aður sláturdýra. Við ættum að taka okkur Dani til fyrirmyndar en þeir eru búnir að setja sér það markmið að danskur landbúnað- ur verði 100% lífrænn. Það er svo margt sem felst í lífrænni vottun, ekki bara að fæðan sé hollari fyrir neytandann heldur stuðlar lífræn ræktun að umhverfisvernd og sjálf- bærni,“ segir Oddný og bendir á að í sauðfjárrækt þýði það til dæmis að það sé tryggt að féð gangi ekki á landið, að áburður á tún sé lífrænn, að ærnar hafi meira húsrúm og líf- rænt vottað fóður. „Neytendur eru að kalla eftir meira úrvali og þess vegna hefur Krónan sett lífrænt á oddinn.“ | hh VONDU KERFIN: landbúnaðarKERFIÐ Ísland er dýrt en íslenskur landbúnaður er rándýr Fréttaveita Bloomberg fjallar árlega um svokallaða Billy vísitölu, ber saman verð á hvítri Billy-bókahillu frá Ikea, sem er 202 cm á hæð, 80 cm á breidd og 28 cm að dýpt. Með samanburði á milli landa á þessari stöðluðu vöru má sjá stöðu viðkomandi gjaldmiðla og það verðlag sem almenningur býr við. Þegar Fréttatíminn bjó til Billy-vísitöluna fyrir haustið 2016 og stillti 100 á Ísland kom í ljós að Billy-hillan er dýrust á Íslandi í okkar heimshluta, eins og sjá má af bláu stöplunum í grafinu hér að ofan. Dýrari hillur fást í New York, Norður-Afríku og Asíu. Það er hins vegar 15 prósent ódýrara að kaupa hilluna í Stokkhólmi en Garðabæ, hún er 26 prósent ódýrari í Dublin og Berlín, 34 prósent ódýrari í Kaupmannahöfn og 49 prósent ódýrari í Prag. Það sem veldur þessu er smæð íslenska markaðarins og al- mennt hátt verðlag hér, fjarlægð frá mörkuðum og dýr flutningskostnaður og skortur á samkeppni. Til samanburðar bjuggum við til kjúklinga-vísitölu og byggðum á þeim upp- lýsingum sem íbúar borga í þeim löndum sem hýsa Ikea búðir hafa fyllt inn á verðlags- og lífskjaravefinn numbeo.com. Sú vísitala er sýnd á gulu stöplunum og sett á 100 í Reykjavík, eins og Billy-vísitalan. Samanburður þessara tveggja vísitalna sýnir að skýra verður hátt verðlag á kjúklingi á Íslandi með öðrum þáttum en óhagkvæmni lítils markaðar. Það má aðeins kaupa dýrari kjúkling í Sviss, þar sem laun eru miklum mun hærri en á Íslandi. Alls staðar annars staðar er kjúklingurinn miklum mun ódýrari en á Ís- landi, að meðaltali næstum helmingi ódýrari. Þótt í því felist viss einföldun má segja að mismunurinn á Billy og kjúklinga- -vísitölunum sýni sérstaka óhagkvæmni landbúnaðarkerfisins á Íslandi til við- bót við smæð markaðarins. Þessi munur er 42 prósent gagnvart New York og Vín, 34 prósent gagnvart Stokkhólmi og London, 50 prósent gagnvart Berlín og Prag. Að meðaltali er munurinn 54 prósent. Það er það aukagjald sem Ís- lendingar greiða fyrir sinn kjúkling. Þegar þeir kaupa kjúkling fyrir 2000 krón- ur fá þeir minna en helmingi minna kjöt en fólk í þessum borgum. | gse Horfnar hefðir Besta leiðin til að skoða hvernig kerfi virkar er að skoða útkomuna. Varðandi landbúnaðarkerfið getum við skoðað verð til neytenda, eins og gert er með margvíslegum hætti í þessari umfjöll- un. Önnur leið er að skoða vörurnar sem koma út úr kerfinu. Og það þarf ekki að ganga lengi um stórmarkaði á Íslandi til að sjá ákveðna hnignun ís- lenskra matarhefða. Meginstofn íslenskra mjólkurhefða er íslenska mjólkureldhúsið. Í því var rjómanum fleytt ofan af undanrennunni og honum safnað saman þar til nóg var komið til að strokka í smjör. Rjóminn var því eilítið súr og smjörið einnig. Af smjörinu runnu súrar áfir. Undanrennan var notuð til að búa til skyr og af því rann mysa. Í dag er ekki hægt að nálgast neina af þessum vörum í búðum. Smjörið frá MS er ekki súrt, eins og víðast um Evrópu, heldur sætt, svipað og Bandaríkjamenn borða. Áfir eru ekki seldar heldur notaðar í engjaþykkni eða aðrar unnar mjólkurafurðir. Skyrið er ekki lengur búið til með hefðbundnum hætti og mysan sem verður til er allt önnur en áður var, með litlu ef nokkru mjólkurpróteini. Það er því ekki hægt að nota hana til að búa til hefðbundinn súrmat. Og nútíma kjötvinnsla er líka allt önnur en sú hefðbundna. Það sést til dæmis á þessari lifrarpylsu frá Sláturfélagi Suðurlands, sem inniheldur sojamjöl til að drýgja lifrina. | gse
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.