Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 24
Heimili & hönnun Þann 1. október auglysingar@frettatiminn.is | 531 3300 Allt um gólfefni 24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016 Kvennaíþróttir fá lægri styrki Það kemur sér vel að ég hef ástríðu fyrir fimleikum Glódís Guðgeirsdóttir er tvöfald- ur Evrópumeistari með kvenna- landsliðinu, árin 2010 og 2012, en hún meiddist fyrir keppni árið 2014 en beit á jaxlinn var keppti með í úrslitum þegar liðið lenti í 2. sæti og hlaut silf- ur. „Þetta er mitt sjötta stórmót og ég er að greiða 350 þúsund krónur á mánuði fyrir ferðina, það er hægt að margfalda það með fimm en síðan bætast við æfingagjöld og sjúkraþjálfun,“ segir Glódís sem er námsmaður í háskólanum og hefur því ekki úr miklu að spila. Upptekin á kvöldin „Þetta er í raun alveg hrikalegt, því æfingaprógrammið er stíft og kemur í veg fyrir að það sé hægt að taka að sér aukavinnu. Ég er alltaf upptekin frá 6 til 10 á kvöldin og svo detta stundum inn aukaæfingar. Hún segist vita að fólk taki þetta með í reikn- inginn þegar það ákveði hvort það geti hreinlega stundað þetta sport. „En það kemur sér vel að ég hef algera ástríðu fyrir fim- leikum og ég neita að láta þetta skemma fyrir mér,“ segir Glódís sem segir stefnt á sigur á mótinu enda sé gullið vel raunhæft. Tvöföld ánægja – tvöfaldur kostnaður Keppendur í landsliði Íslands í hópfimleikum greiða sjálfir sinn kostnað við keppnisferðir en Fim- leikasambandið stendur straum af kostnaði þjálf- ara og fylgdarliðs. Í flest- um tilvikum bætast við kostnað landsliðsfólks há æfingagjöld fyrir að æfa í meistaraflokki með sínu félagsliði. Þótt landslið Ís- lands í hópfimleikum skarti tvöföldum Evrópumeist- aratitli í liðakeppni, fær liðið einungis lágmarks styrk úr afrekssjóði ÍSÍ. Unglinga- landsliðin, sem getað státað sig af einum Evróputitli, fá hinsvegar enga styrki úr afrekssjóði ÍSÍ, þrátt fyrir að slíkt þekkist í öðrum grein- um. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Unglingalandsliðin greiða 350 þús- und vegna þátttöku sinnar í EM ver- kefninu. Í hópnum eru tvíburar og þrenn pör af systrum en fjölskyld- ur þeirra greiða um átta hundruð þúsund hver fyrir þann heiður að senda þær í keppni með landsliði Ís- lands. Þegar allt er tekið saman get- ur kostnaður þessara heimila rokið í eina milljón. Fjögur lið frá Íslandi, alls fimm- tíu fimleikamenn, eru á leið á Evrópumeistaramótið í Slóveníu sem fer fram þann 10. til 16. október. Liðin sem keppa fyrir Ís- land eru kvennalið í unglingaflokki og fullorðinsflokki og tvö blönduð lið karla- og kvenna, bæði í ung- linga- og fullorðinsflokki. „WOW er einn samstarfsaðila FSÍ og lands- liðin fljúga út með leiguvél frá flug- félaginu. Stuðningsmönnum var boðið að kaupa sér ferð á EM og ferðast með liðinu og það sló alger- Árangur í grein eins og hópfimleikum krefst gríðarmik- illa æfinga og hæfni. Fimleikafólkið æfir alls í um 20 klukkustundir á viku, ekki bara í aðdraganda mótsins heldur meira og minna allt árið um kring. lega í gegn,“ segir Sólveig en það eru örfá sæti laus í flugvélinni fyrir þá sem hafa áhuga. Fjórða hver stúlka æfir fimleika Sólve ig Jón sdót t i r, f ra m- kvæmdastjóri Fimleikasambands- ins, segir ástæðu þess að lítið fé hefur fengist til að styrkja fim- leika, líklega vera af tvennum toga: „Annars vegar held ég að það vegi þungt að konur eru í miklum meirihluta þeirra sem æfa fimleika, en fjórða hver stúlka æfir fimleika á Íslandi. Síðan vinnur það mögulega gegn okkur að vera ekki boltaíþrótt, en kvennalandslið í boltagreinun- um hafa verið að fá hærri styrki úr afrekssjóðnum en við.“ Ef ekki væri fyrir samstarfsaðila Fimleikasam- bandsins gætum við ekki tekið þátt í Evrópumótinu, en heildarkostnað- ur verkefnisins er um 60 milljónir og erum við þeim sem styðja fim- leikafólkið okkar, ákaflega þakklát. Hún segir að strákum sé smám saman að fjölga í íþróttinni: „Kannski við fáum meiri styrki í framtíðinni vegna þess,“ segir hún hlæjandi. „Við settum okkur það markmið að fjölga strákum í fim- leikum úr 15 prósentum í 35 prósent og það er að takast.“ Árangur í grein eins og hópfim- leikum krefst gríðarmikilla æfinga og hæfni. Fimleikafólkið æfir alls í um 20 klukkustundir á viku, ekki bara í aðdraganda mótsins heldur meira og minna allt árið um kring. Líkt og áður er stefnan sett á fyrsta sætið. Fimleikasambandið hefur hleypt af stokkunum, átakinu Vertu mEMm, sem miðar að því að kynna íþróttina og byggja upp stemningu í aðdraganda mótsins. Skorað er á fyrirtæki að styrkja afreksfólkið en sérstakur vefur heldur utan um áskorunina. Hún felur tvennt í sér: Annars vegar að styrkja landsliðin um 25.000.- og hins vegar að skora á önnur tvö fyrirtæki og halda leiknum þannig gangandi. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt og vera mEMm geta heimsótt em2016.islfim.net Á sunnudaginn, klukkan 17.30, verður æfingamót fyrir liðin í Íþróttafélaginu Gerplu. Forseti Ís- lands setur mótið og allir eru vel- komnir til að hvetja þetta kraft- mikla íþróttafólk til dáða. Fjórða hver stúlka leggur stund á fimleika. Formaður Fimleikasambandsins segir að afreksfólk í fimleikum fái lægri styrki þar sem stúlkur séu í miklum meirihluta. Myndir | Hari Sigrún Magnúsdóttir með tvíburadætrum sínum sem báðar keppa i fimleikum. Ánægjan er mikil og kostnaðurinn líka. Sigrún Magnúsdóttir, verslunarstjóri hjá 66 norður, á tvíburadætur sem báðar keppa með landsliðinu í fim- leikum. Þátttaka dætranna í Evrópumeistaramótinu í Slóveníu kostar heimilið eina milljón króna. „Þær byrjuðu fimm ára í fimleikum en eldri systir þeirra var í fimleikum og þær vildu gera eins og hún,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, móðir Tinnu og Tönju Ólafs- dætra, sem færðu sig fljótlega úr einstaklingsfimleikum í hópfimleika hjá Stjörnunni í Garðabæ. „Eftir að þær byrjuðu þar tóku fimleikarnir yfir öll önnur áhugamál. Þetta er rosalega mikið og sterkt hópefli og gefur þeim líka afskaplega mikið. Þær hafa líka náð góðum árangri, eru Íslands- deildar- og bikarmeistarar og hafa tekið þátt í stórmótum fyrir Íslands hönd.“ Sigrún segir að dæturnar æfi þrjá tíma á dag en í kringum mót séu allar helgar lagðar undir æfingar auk þess sem þær dvelja oft í sérstökum æfingabúðum. Þær hafa unnið marga titla og tekið þátt í stórmótum. Fyrir tveimur árum felldi Stjarnan niður æfingagjöldin þar sem þær eru í meistaraflokki en Sigrún segir að það hafi munað mikið um það en æfingagjöldin eru um 200.000 þúsund fyrir hvern einstakling á önn. Horfum á þetta sem fjárfestingu Sigrún segir að það hafi verið léttir að losna við æfinga- gjöldin en þátttakan í mótinu núna kostar 380 þúsund fyrir hvora stelpu en ofan á það bætist fatakostnaður svo kostnaður er minnst ein milljón fyrir báðar. Í apríl tóku stelpurnar þátt í Norðurlandamóti félagsliða fyrir hönd Stjörnunnar og náðu fyrsta sæti. Sú ferð kostaði 600.000. „Við höfum hinsvegar alltaf horft á þetta sem fjárfestingu í stelpunum okkar og sjáum ekki eftir pen- ingunum. Það er ofboðslega flott af vita af þeim í þessu og ég er afskaplega stolt þegar vel gengur. Það er erfitt að bakka út þegar vel gengur en það er ekki hægt að neita því að kostnaðurinn er mikill og margir foreldrar horfa til hans þegar þeir taka ákvörðun um hvort börnin haldi áfram í fimleikum eða ekki. Það fer líka mikill tími í foreldrastarfið og ég tek þátt í þessu öllu af lífi og sál og leiðist aldrei. Þetta skiptir öllu máli fyrir stelpurnar mín- ar og er þeirra líf og yndi. Það er í raun frábært að vera á þessum stað á unglingsárunum. Ég er þakklát fyrir það.“ Glódís Guðgeirsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.