Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 40
40 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016 GOTT UM HELGINA Fiðluleikarinn Aisha Orazbayeva er fædd í Kasakstan en hún er búsett í London. Hún er leitandi tónlistarmaður sem einnig hefur reynt fyrir sér í kvikmyndagerð. Á fjölmörgum upptökum hefur Orazbayeva tekið tónlist framsæk- inna tónskálda 20. aldar og sam- tímans upp á arma sína og bland- að saman við tónlist fyrri tíma. Efnisskrá tónleika hennar í Reykja- vík ber þess vitni því þar leikur hún verk eftir ítölsku tónskáldin Salvatore Sciarrino og Luigi Nono, auk þess sem verk eftir átjándu aldar tónskáldið Georg Philipp Telemann prýða efnisskrána. Tón- leikarnir eru liður í tónleikaferða- lagi Aishu sem kemur í kjölfar nýrrar plötu með verkum þessara ólíku tónsmíðameistara. Sérstakur gestur Aishu er Una Sveinbjarnar- dóttir fiðluleikari sem kemur fram með henni í verki Luigi Nono, Hay que caminar, sem var meðal allra síðustu verka þessa merka tónskálds. Hvar? Mengi við Óðinsgötu Hvenær? Föstudag kl. 21. Hvað kostar? 2000 kr. Karókí upphitun fyrir RIFF Það styttist í RIFF, Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hefst 29. september. Það er því ekki seinna vænna en að fara að hita upp fyrir þá veislu og nú tekur Hits & Tits dúóið að sér það verkefni. Það eru plötu- snúðarnir og þúsundþjalasmiðirnir Margrét Erla og Ragnheiður Maísól sem mynda Hits & Hits og hafa sérhæft sig í karókíkvöldum um árabil. Nú setja þær saman sérstakt bíókaraoke þar sem kvikmyndatónlist er í fyrirrúmi. Kvikmyndasagan er uppfull af söngvænni tónlist og nú er bara að velja lag og láta ljós sitt skína! Hvar? Stúdentakjallarinn Hvenær? Föstudagur kl. 21 Hvað kostar? Ókeypis inn. Tónleikar og fyrirlestrar í gamla skólanum Menntaskólinn í Hamrahlíð hefur verið að halda upp 50 ára afmæli sitt í vikunni og þar hafa fyrrver- andi nemendur skólans stigið á stokk til að tala um hugðarefni sín. Lokadagurinn er í dag og hefjast stuttir fyrirlestrar klukkan 11.15, sem eru opnir bæði núverandi nemendum, fyrrverandi nemend- um og öllum áhugasömum. Klukkan 11.45 er síðan boðið upp á hádegistónleika þar sem Árni Heimir Ingólfsson píanóleik- ari, Hallveig Rúnarsdóttir sópran- söngkona, Berglind María Tóm- asdóttir þverflautuleikari, Guðrún Dalía píanóleikari og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari koma fram. Öll eru þau fyrrver- andi nemendur úr þessum mikla tónlistar-framhaldsskóla. Hvar? Menntaskólinn í Hamrahlíð. Hvenær? Föstudag, 11.15–3.15 Hvað kostar? Ekki neitt. Sin Fang & Tilbury Um síðustu helgi sendi tónlistar- maðurinn Sin Fang, eða Sindri Már Sigfússon, frá sér nýja plötu sem heitir Spaceland, en þetta er fjórða stóra platan frá Sin Fang. Nú er líklegt að eitthvað skíni í nýja efnið á tónleikum í Reykjavík, þó ekki sé um eiginlega útgáfu- tónleika að ræða. Hljómsveitin Tilbury er einnig að undirbúa nýja útgáfu, þriðju plötu sveitar- innar, og því aldrei að vita nema eitthvað af nýju efni frá þeim verði prufukeyrt. Hvar? Húrra, Tryggvagötu. Hvenær? Föstudagur kl. 21. Hvað kostar? 2000 kr. Lífrænt brúðuleikhús Engi heitir brúðuleikhús sýning sem gerist í mannlausri fram- tíð þar sem aðeins grasið ber í sér minningar um það hvernig hlutirnir voru. Það er Brúðuleik- húsið Handbendi, sem er atvinnu- leikhús á Norðurlandi vestra, sem stendur að sýningunni. Hún er ætluð börnum sem eru þriggja ára og eldri. Höfundur sýningarinnar er Grata Clough, sem býr brúðurn- ar til úr lífrænum efnum sem safn- að var á engjum úti og leikmyndin er líka lifandi, plöntur sem vaxa og dafna. Það er tónskáldið og söngvarinn Paul Mosley sem er höfundur tónlistarinnar. Sýningin hlaut góðar viðtökur þegar hún var frumflutt í London síðasta sumar og verður aðeins nokkrum sínum sett upp á Íslandi. Hvar? Samkomuhúsið á Akureyri Hvenær? Frumsýning á morgun, laugardag, kl. 13. Hvað kostar? 1600 kr. Færeyskir gestir Þeir Jógvan Joensen og Rógvi Odvørson frá Færeyjum eru saman í hljóm- sveitinni Rökkvi. Sveitin gaf nýlega frá sér skífuna Where is the sun. Þetta er popp- og rokktónlist, en þessir færeysku tónlistarmenn ætla að bjóða reykvískum tónlistaráhugamönnum upp á órafmagnaða útgáfu af plötunni við heimilislegar aðstæður í Norræna húsinu. Hvar? Norræna Húsið Hvenær? Föstudagur kl. 20. Hvað kostar? Ókeypis tónleikar. Framsækinn fiðluleikari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.