Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016
Guðmundur Andri Thors-
son fjallar um langafa sinn
í sagnaleikhúsi á Söguloft-
inu á Landnámssetrinu í
Borgarnesi í kvöld. Thor
Jensen var mikill höfðingi
ættar sinnar og lifir góðu lífi í
hugum afkomenda sinna. En
saga Thors er líka saga okkar
hinna. Frá því hann kemur
til landsins sem unglings-
piltur og þar til hann deyr
sem aldinn auðmaður ferðast
hann í raun með Íslandi frá
miðöldum, í gegnum inn-
leiðingu peninga í sveitunum
og iðnvæðingu sjávarútvegs-
ins að þeim íslenska nútíma
sem mótar líf okkar í dag.
Það má jafnvel halda því
fram að Thor sé einn helsti
höfundur hins vanhelga
samlífis stjórnmála og við-
skipta, sem hefur legið eins
og mara á samfélaginu.
Gunnar Smári Egilsson
gunnarsmari@frettatiminn.is
Thor Jensen kom til landsins fimmt-
án ára gamall árið 1878. Hann hafði
misst föður sinn og verið alinn upp
á munaðarleysingjaheimili. Eftir út-
skrift úr unglingaskóla þáði hann að
fara kauplaust í læri til kaupmanns-
ins á Borðeyri uppi á Íslandi.
Þá voru liðin fjögur ár frá þjóðhá-
tíðinni á Þingvöllum 1874 og sjá mátti
ýmiss merki þess að Ísland væri við
það að brjóta af sér ísbrynjuna sem
hafði umlukið samfélagið aldirnar á
undan. Þegar þarna var komið var
Ísland nýlenda og útkjálki Evrópu,
mannfélagið var þjakað af úrræða-
leysi og brostnum vonum.
Hinir ungu og reiðu menn nítj-
ándu aldar drógu upp myndir af
fræknum frjálsbornum fornköppum
annars vegar og kúguðum kotbænd-
um nýlendutímans hins vegar. Þess-
ar myndir voru leiðarljós sjálfstæð-
isbaráttunnar. Þær drifu endurreisn
hinnar fornu tungu, sem var orðin
æði dönskuskotin. Segja má að Ís-
lendingar hafi lagt niður nútímamál
sitt og tekið upp hina fornu tungu.
Fyrsti
banksterinn
Skreyttur og flúraður barókkstíll vék
fyrir skýrleik Íslendingasagna.
Og í þessu andrúmi endurreisn-
ar myndaðist rými til sjálfsköpun-
ar manna. Menn voru ekki leng-
ur bundnir á klafa tímans heldur
hvatti samtíminn þá til að gera bet-
ur en áður hafði verið gert. Það var
að vora á Íslandi. Og eins og þegar
bráir af þunglyndissjúklingi þá pökk-
uðu margir saman og flúðu til Vest-
urheims. En þrátt fyrir fólksflóttann
þá var eins og bjartsýni og framtaks-
semi væri að skjóta rótum í sveitum
landsins.
Þannig var stemningin þegar Thor
Jensen kom til Íslands. Þrátt fyrir
áberandi viljafestu og einbeitni var
hann enn gljúpur æskumaður og
drakk í sig áhrifin af bylgjum þjóðar-
vakningar. Þessi bylgja reis mjög eftir
þjóðhátíðina á Þingvöllum. Þar fengu
Íslendingar sína fyrstu stjórnarskrá
með ýmsum lýðréttindum. Það voru
þó ekki þessi lýðréttindi sem blésu
Íslendingum kapp í brjóst. Þessi
réttindi má rekja til vaxtar borg-
arastéttar í kjölfar iðnbyltingar og
breyttra þjóðfélagshátta, sem enn
höfðu ekki orðið á Íslandi. Það hafði
varla orðið nein þéttbýlismyndun á
Íslandi sem orð var á gerandi og fyr-
ir utan sýslumenn og presta bjó ís-
lensk borgarastétt í Kaupmannahöfn.
Íslendingar fögnuðu því ekki lýð-
réttindum sínum á þjóðhátíð á Þing-
völlum heldur var samkoman í hug-
um flestra hátíð þjóðernisvakningar.
Og hún hafði mikil áhrif á sjálfsmynd
Íslendinga, einkum ungs fólks.
Þetta var sú kynslóð sem átti eft-
ir að umbylta mörgu í íslensku sam-
félagi. Þetta var fólkið sem stofnaði
kaupfélögin og ungmennafélögin og
dró þannig ákvarðanir og stefnumót-
un heim í hérað, forsendu þess að
fólk gæti mótað eigin framtíð. Þetta
er líka fólkið sem seinna átti eft-
ir að flytja iðnbyltinguna til Íslands
– vonum seinna – með vélvæðingu
sjávarútvegs. Sú nútímavæðing varð
forsenda bæjarmyndunar, afnáms
vistabanda vinnufólks og mótun nýs
samfélags sem átti eftir að gerbylta
Íslandi.
Thor Jensen tók ekki aðeins þátt í
þessum umbreytingum. Hann varð
án nokkurs vafa helsti forystumað-
ur Íslendinga næstu áratugina. Það
voru margir aðrir meira áberandi í
pólitískum umræðum og argaþrasi
dagsins. En það voru engir aðrir sem
með verkum sínum höfðu meira mót-
andi áhrif á þá stefnu sem íslenskt
samfélag tók.
Sauðaæðið
Í mörg hundruð ár hafði verslun
með íslenskar vörur verið í formi
vöruskipta. Bændur framleiddu ull
og vaðmál á bæjum og lýsi og skreið
í verum, lögðu inn í verslun danskra
kaupmanna og tóku út nauðsynjar.
Þessi viðskipti sköpuðu engan af-
gang til fjárfestinga eða aukinnar
framleiðslu. Þau höfðu náttúru til
að staðna í nokkurs konar marxisma
andskotans: Bændur framleiddu af
vanefnum það sem þeir gátu og fengu
það sem þeir þurftu til að skrimta.
En þótt tíminn hefði numið staðar
á Íslandi þá óð hann áfram annars
staðar. Og ekki síst í Englandi. Þar
fylgdu gífurlegir fólksflutningar iðn-
byltingunni. Fólk flykktist úr sveitun-
um til verksmiðjanna í borgunum.
Og borgirnar þöndust út. Um miðja
nítjándu öld var svo komið að ensku
sveitirnar gátu ekki lengur brauð-
fætt mannfjöldann í borgunum.
Englendingar þurftu að leita út fyrir
landsteinanna að matvælum. Þessi
umframeftirspurn frá enskum borg-
um skaut, svo dæmi sé tekið, fótun-
um undir svínarækt á Jótlandi. Þaðan
fluttu bændur beikon yfir til Eng-
lands og efnuðust mjög, voru kallaðir
beikon-barónar og höfðu mikil áhrif
á danskt samfélag.
En þörf sívaxandi enskra borga
fyrir matvæli var óseðjandi. Spek-
úlantar ferðuðust um nálæg lönd,
keyptu upp matvæli og fluttu til Eng-
lands. Og þessir spekúlantar komu til
Íslands og keyptu upp sauðfé, fluttu á
fæti út til Skotlands, þar sem því var
beitt á rófukál til að auka holdin fyr-
ir slátrun. Þetta var fyrir tíma frysti-
tækninnar og eina leiðin að koma
kjöti á markað var að flytja það á fæti.
Þótt íslensku sauðirnir hafi vart
mælst í þeim aðföngum sem hin sí-
stækkandi vél iðnbyltingarinnar
kallaði eftir, þá voru þau næg til að
kveikja á íslenska samfélaginu. Öfugt
við danska kaupmenn þá borguðu
spekúlantarnir bændum með bein-
hörðum peningum. Skyndilega gátu
bændurnir stórbætt hag sinn með því
að auka framleiðslu. Þeir fengu brýn-
ustu nauðsynjar með hefðbundnum
viðskiptum við danska kaupmenn
en gátu síðan safnað fénu frá ensku
spekúlöntunum eða ráðstafað því
í uppbyggingu bæjanna. Íslenskir
bændur voru með þessu rifnir upp
hálfgerðum sjálfsþurftarbúskap und-
anliðinna alda og boðið að taka þátt í
markaðsbúskap.
Og bændurnir svöruðu þessu kalli.
Þótt einhverjir kunni að hafa lagt fyr-
ir og margir fest fé í endurbótum á
bæjum sínum, þá fór mestur hagur-
inn af sauðasölunni í að stækka enn
stofninn og auka söluna. Bændur
tóku arðinn og lögðu hann undir. Þar
sem fjöldi íbúa hafði nánast staðið í
stað öldum saman hafði fjárstofninn
haldist nálægt 400 þúsund fjár svo
langt aftur sem nokkurn rak minni
til. En á örskömmum tíma fjölg-
aði fénu í 600 þúsund fjár og síðan
allt upp í 800 þúsund. Og meira en
helmingi af framleiðslunni var beint
á Englandsmarkað.
Við sem fórum í gegnum Hrunið
erum fljót að átta okkur á að þarna
hefur verið bóla að blása út, bóla sem
hlaut að springa von bráðar.
Peningauppspretta
Thor Jensen tókst að afla nokkurra
tekna þrátt fyrir að vera launalaus
lærlingur á Borðeyri. Hann lærði
bókband, batt inn skrifbækur og
seldi. Andvirðið notaði hann til
kaupa á fé og borgaði bændum fyrir
að ala það á jörðum sínum. Á haustin
seldi hann lömbin spekúlöntum og
notaði andvirðið til að bæta við fjár-
stofninn. Eftir fimm ára launalaust
starf átti hann bæði nokkurn sjóð og
ágætan fjárstofn.
Eftir dvölina á Borðeyri réðst Thor
til kaupmannsins í Borgarnesi og nú
hafði hann ágæt laun. En hann hélt
áfram fjárræktinni og efldi hana,
keypti jörð í Borgarfirði og réð ráðs-
mann til hennar. Innan skammst
tíma var hann orðinn umsvifamestur
fjárbænda í Borgarfirði, hélt fé bæði
á eigin jörðum og hjá öðrum bænd-
um, auk þess sem hann keypti fé við
réttir, fóðraði það meðan beðið var
skipa og hirti ávinninginn þegar sala
fór fram.
Þegar ósætti kom upp á milli Thors
og kaupmannsins í Borgarnesi hætti
hann störfum og stofnaði til eigin
verslunar á Akranesi. Þar naut hann
tengsla við skoska kaupmenn, sem
hann hafði kynnst í gegnum versl-
unarreksturinn í Borgarnesi, en ekki
síður í tengslum við sauðasöluna.
Þessir kaupmenn lögðu Thor til láns-
fé til stofnunar verslunarinnar. En
Thor lagði ekki af fjárbúskap. Þvert á
móti jók hann enn umsvif sín, bæði
eigin ræktun og kaup af bændum. Og
nú var hann ekki aðeins að ávaxta
eigið sparifé í sauðaviðskiptunum
heldur tók hann lán til að auka enn
umsvifin og mögulegan hagnað. Thor
reið því hátt á bólunni sem var um
það bil að springa.
Ef til vill er ofmælt að kalla sauð-
söluna til Bretlands bólu. Hún var
vissulega æði í svipaðri merkingu og
gullæði. Spekúlantarnir komu með
fyrstu peningana sem sést höfðu að
nokkru ráði í landinu öldum saman.
Og skiljanlega umhverfðist samfé-
lagið fljótlega um þessa peninga-
Thor Jensen var líklega fyrsti Ís-
lendingurinn sem fór á hausinn vegna
afleiðuviðskipta.
Guðmundur Andri Thorsson mun segja sögu af langafa sínum á Sögulofti Landnámssetursins
í Borgarnesi í kvöld, manni sem var ein helsta persóna umbreytingar Íslands frá stöðnuðum
miðöldum í gegnum villtan kapítalsima og að innmúruðum Kolkrabba.