Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 23.09.2016, Page 22

Fréttatíminn - 23.09.2016, Page 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016 hluthafi Milestone ehf. er starf- andi stjórnarformaður félagsins. Hann er mjög domenerandi og all- ar stærri ákvarðanir fara í gegnum hann,“ segir um Karl þar. Steingrímur er því á leið í fangelsi með manninum – bróður sínum – sem hann kallaði „einræðisherra“. Miðað við lagabreytingu sem gerð var fyrr á árinu mun Steingrímur þurfa að afplána 1/3 hluta dómsins á Kvíabryggju og svo verður hluti dómsins á Vernd eða sambærilegri stofnun. 400 milljarða eignir Milestone var eitt stærsta fjár- festingarfélag Íslands á árunum fyrir efnahagshrunið 2008 og voru bókfærðar eignir þess tæp- ir 400 milljarðar króna í lok árs 2007. Meðal eigna félagsins voru tryggingafélagið Sjóvá, Askar Capi- tal, sænska fjármála- og trygginga- fyrirtækið Invik, lyfjaverslanirnar Lyf og heilsa og stór hlutur í Glitni. Fyrirtækið var stofnað með fyrir- framgreiddum arfi sem Karl, Stein- grímur og Ingunn fengu frá föður sínum, lyfjafræðingnum og fjár- festinum Werner Rasmussyni sem efnast á hlutabréfaviðskiptum með lyfjafyrirtækið sem síðar var kallað Actavis. Milestone varð gjaldþrota árið 2009 og hefur síðan verið í skipta- meðferð. Vísar til þrýstings frá Karli Í dómnum kemur fram að Stein- grímur skrifaði undir sex samn- inga við Ingunni ásamt Karli um umrædd hlutabréfakaup og er því alveg ljóst að hann samþykkti við- skiptin fyrir sitt leyti. Þetta gerði Steingrímur þann 14. nóvember árið 2005. Fyrr sama dag hafði hann hins vegar undirritað samkomulag við Ingunni systur sinna um að hann hafi líka ætlað að selja sig út úr Milestone. Steingrímur hætti hins vegar við að selja hlutabréfin sín og segir hann að það hafi verið vegna þrýstings frá bróður sínum. Hann vill ekki fara nánar út í hvernig bróðir hans beitti hann þrýstingi en vísa má til þeirra orða hans í yf- irheyrslu hjá sérstökum saksóknara að Karl sé „einræðisherra“. Í stað- inn fyrir að selja hlutabréfin sín undirritaði hann skjölin um kaupin af Ingunni; kaup sem leiddu til þess að hann átti 40 prósenta hlut á móti 60 prósenta hluti Karls. Í staðinn fyrir að þurfa að kaupa Steingrím út líka fyrir upphæð sem samtals hefði numið meira en tíu milljörðum króna þá var Karl með meirihluta í Milestone án þess að kaupa Steingrím út. Vissi ekki að Milestone borgaði Steingrímur segir að þetta sé eina aðkoma sín að málinu. „Ég sam- þykkti það að selja mig ekki út og í framhaldi af því á ég ekki nokkra aðkomu að málinu, ekki nokkra. Þú sérð það á samskiptunum sem áttu sér stað á milli manna um þetta mál þá er ég ekki kópíeraður í neinum tölvupósti eða neitt. Það er svo auðvelt að sjá að aðkoma mín var engin því þetta var gert á bak við luktar dyr. Aðkoma mín að því með hvaða hætti yrði greitt fyrir hlutinn var engin og það er ekkert talað um það í samningunum sem ég skrifaði undir.“ Miðað við orð Steingríms þá vissi hann ekki hvernig hann og bróðir hans greiddu fyrir hlutabréf sem þeir keyptu á rúma fimm millj- arða króna. „Dómararnir hljóta að verða að sýna og sanna að ég hafi vitað og tekið ákvarðanir um þetta. Ég vissi bara ekki að þetta hefði verið gert.“ Í dómi Hæstaréttar Ís- lands stendur um aðkomu hans að fjármögnun viðskiptanna að hon- um hafi ekki getað „dulist“ að Mile- stone hafi borgað hlutabréfin en að hann hafi látið það „viðgangast“. Þetta segir Steingrímur að sé ósatt: Hann hafi ekki vitað þetta og ekki komið að því að taka ákvörðun um þetta. „Ég kom ekk- ert að þessu og ég fékk aldrei rukk- un fyrir bréfin.“ Las um lánið í ákæru Steingrímur segir að ákvörðun- in um að Milestone myndi greiða fyrir hlutabréfin, sem þeir Karl og Steingrímur keyptu, hafi aldrei farið fyrir stjórn Milestone. Einu stjórnarmenn Milestone voru Karl og Steingrímur. „Aðkoma stjórn- arinnar að þessu var engin. Í dag get ég sagt þér að ég réði engu í Milestone, akkúrat engu. Ég var að vinna í lyfjahluta Milestone sem hafði ekkert með þetta að gera. Þeir léku líka lausum hala í Sjóvá- -tryggingarfélagi og ég vissi ekkert um það. Mér finnst alveg furðu- legt að enginn skuli vera ákærð- ur fyrir það að heill bótasjóður úr tryggingarfélagi hverfi. Það er eitt- hvað skrítið í gangi í samfélaginu fyrst það er löglegt.“ Blaðamaður: „En hvernig hélstu þá að þið mynduð borga fyrir hlutabréf- in?“ Steingrímur: „Ég settist aldrei yfir það og velti því fyrir mér. Það var mikill hamagangur þegar þetta gerðist og svo var ég bara settur út í kuldann og ég fékk ekki upplýs- ingar um neitt.“ Blaðamaður „En þú hélst samt áfram að vera stjórnarmaður í Mile- stone þar til félagið féll?“ Steingrímur: „Já, það voru mis- tök. En það sem var kallað „stjórn“ í Milestone er ekki stjórn í öðrum félögum. Framkvæmdastjórnin í Milestone var það sem kallast stjórn í öðrum félögum. Þeir tóku ákvarðanir um allt og gerðu það sem þeim sýndist.“ Blaðamaður: „En hvenær vissir þú að Milestone hefði borgað fyrir hluta- bréfin sem þið keyptuð?“ Steingrímur: „Það var bara eftir að ákæran var birt og maður fer að lesa þetta og sér hvað var í gangi þarna.“ Miðað við þessi orð Steingríms þá vissi hann ekki að aðal lögbrotið í málinu hefði verið framið fyrr en meira en fimm árum eftir að brotin áttu sér stað. „Ég er að fara í fang- elsi fyrir eitthvað sem ég gerði ekki. Ok. Ég lét undan þrýstingi; þá er ég að fara í fangelsi fyrir að láta undan þrýstingi. En aðkoma mín að þess- um gjörningi er akkúrat engin.“ Græddi á viðskiptunum Í dómi Hæstaréttar er rakið hvernig Steingrímur naut fjárhagslega góðs af því að Milestone greiddi Ingunni fyrir hlutabréfin sem svo voru skráð á nöfn þeirra Karls og Steingríms. Árið 2005 voru til dæmis greiddar út 50 milljónir króna í arð til hlut- hafa Milestone og 300 milljónir árið 2006. Steingrímur hefur því fengið 20 milljónir árið 2005 og 120 millj- ónir árið 2006, þegar horft er á 40 prósenta eignarhlut hans. Þá var greiddur arður upp á 478 milljón- ir króna til hluthafa Milestone í lok árs 2008. Hvað Steingrímur fékk af þessum 478 milljónum liggur ekki fyrir en heimildir Fréttatím- ans herma að hans hluti af arðin- um árið 2008 hafi verið notaður til að greiða upp í skuld hans við Mile- stone út af hlutabréfakaupunum af Ingunni Wernersdóttur árið 2005. Aðspurður segist Steingrímur ekk- ert vita um þetta og að hann muni ekki hversu mikinn arð hann fékk út úr Milestone á árunum 2005 til 2008. Ótvírætt er hins vegar að hann naut fjárhagslega góðs af viðskipt- unum með hlutabréf Ingunnar, sama þó hann segist ekki hafa vitað hvernig viðskiptin voru fjármögn- uð. Hann skrifaði undir viðskiptin við Ingunni, sat í stjórn félagsins sem greiddi fyrir hlutabréfin með ólöglegum hætti, hagnaðist á þeim persónulega en hann segir að hann hafi einfaldlega ekki vitað að Mile- stone borgaði fyrir hlutabréfin. Steingrímur segist ætla að leita réttar síns hjá Mannréttindadóm- stóli Evrópu í Strassborg. „Aðkoma stjórnarinnar að þessu var engin. Í dag get ég sagt þér að ég réði engu í Milestone, akkúrat engu. Steingrímur og Karl Wernerssynir voru báðir dæmdir í fangelsi fyrr á árinu vegna viðskipta með hlutabréf systur sinnar í Milestone. Þeir sjást hér með Tryggva Þór Her- bertssyni, forstjóra Askar Capital sem Milestone átti. Stofnað Gotitas de Oro Anti-Lice Shapoo Anti-Lice hair Lotion Kemur í veg fyrir lúsasmit Virk samsetning innihaldsefna ver hárið og hársvörðinn og kemur í veg fyrir lúsasmit í 90% tilfella án þess að valda óþægindum né ertingu. Notið eins og hvert annað sjampó fyrir venjulegan hárþvott og/eða spreyið daglega í þurrt hárið Inniheldur ekki eitur- né skordýraefni Fyrirbyggjandi lúsasjampó lúsasprey Öflug tvenna fyrir börn sem fyrirbyggir lúsasmit U m b o ð : w w w .v it ex .is Útsölustaðir flest apótek og heilsu búðir. Stofnað

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.