Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 16
Einkenni íslenskrar landbúnað- arstefnu er að fyrir henni er beitt bæði styrkjum og aðflutningstak- mörkunum. Meginreglan er sú að innlendur landbúnaður, og þá einna helst svæðisbundinn og hefð- bundinn býlisrekstur, er styrktur til að mæta frjálsari innflutningi. Hér eru mjólkurbú og sauðfjárbændur styrkt en auk þess eru strangar tak- markanir á innflutningi, bæði inn- flutningsbann og háir tollar á því sem þó má flytja inn. Þetta veldur því að verð á mjólk og lambakjöti er ekki svo miklu hærra á Íslandi en annars staðar í nágrannalöndunum. Ástæðan er sú að neytandinn er búinn að borga um helming útsöluverðsins í gegnum skattinn. Þær vörur sem eru ekki niðurgreiddar en njóta verndar með innflutningshöftum eru hins vegar miklum mun dýrari á Íslandi en nokkurs staðar í heiminum. Þetta á fyrst og fremst við um þann hluta landbúnaðarins sem er fjærst hefðbundnum býlisrekstri og næst iðnfram- leiðslu; svína- og kjúklingarækt og eggjaframleiðsla. Byrði íslenskra neytenda af háu verði á svína- kjöti, kjúklingum og eggjum er því óvenju mikil í ljósi þess að engin hefð er fyrir þessum rekstri í sveit- um landsins og stuðn- ingur við hann hefur lítið sem ekkert gildi út frá byggðasjónarmið- um. Kjúklinga-, eggja- og svínabú eru hér oftast staðsett í nágrenni við þéttustu byggðina til að halda niðri f lutnings- kostnaði og vegna ná- býlis við fjölmennan vinnu- markað sem getur skilað starfsfólki sem sættir sig við lág laun. Styrkir í gegnum skattkerfið leiða til þess að mjólk er 19 prósent ódýr- ari á Íslandi en að meðaltali í þeim 73 borgum sem Fréttatíminn skoð- aði og ostur 9 prósent ódýrari. Önn- ur ástæða er að mjólk og ostur eru síður hluti af daglegum mat í Asíu og sumum öðrum tekjulægri svæð- um, eru hluti af munaðarlífi. Egg eru hins vegar um 67 prósent dýrari á Íslandi en meðaltal allra borganna og kjúklingakjöt 94 prósent dýrara. Það er aðeins í Sviss sem finna má dýrari kjúkling en á Íslandi. Reykjavík Zürich - Tromsö Osló - Björgvin - Þórshöfn - New York Los Angeles - San Francisco - Anchorage Stokkhólmur - Kaupmannahöfn Lúxemborg - París - Vín - Aþena - Árósar Marseilles - Lyon - Denver - Seattle Sydney - Tel Aviv Dublin - London - Brussel - Róm Gautaborg - Bordeaux - Mílanó - Chicago St. John’s - Houston - Vancouver Hong Kong - Dúbaí - Nikósía - Doha - Seúl Amsterdam - Napólí - Hamborg - Frankfurt Palermó - Quebec - Orlandó - Macau Edinborg - Cagliari - Torontó - Tókýó Helsinki - Ljubljana - München - Zagreb Taipei - Amman Berlín - Varsjá - Bratislava - Istanbúl Barcelona - Búkarest - Valletta - Singapore Jeddah - Sjanghaí Lissabon - Madríd - Sevilla - Vilníus Kúveit - Jakarta Búdapest - Bangkok Kraká - Ríga - Sofía Prag - Gdansk - Sarajevó Belgrad - Mexíkóborg Tallinn Heimild: Verð á eggjum í ýmsum borgum samkvæmt numbeo.com, vefsíðu sem safnar saman verðlagsupplýsingum alls staðar að. Verðið er meðaltal þeirra upplýsinga sem þátttakendur setja inn í grunninn. Hversu mörg egg fást fyrir 225 krónur? Hver tók eggið úr körfunni? Egg eru hvergi dýrari í heim- inum en á Íslandi. Næstdýr- ustu eggin er að finna í Sviss og nyrst í Noregi þar sem fólk er bæði með hærri laun en á Íslandi og sérstakan skatta- afslátt af launum til að sætta sig við dýrtíðina, myrkrið og einhæfni mannlífsins. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is 16 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016 Styrkir ættu að fara í framtíðaruppbyggingu 42% Umsagnir um búvörulögin sendar inn til atvinnuveganefndar: 35 Ferskar: 14 Rotnar: 19 Hlutlausar: 2 Allir á móti nema þeir sem fá greitt Atvinnuveganefnd óskaði eft- ir umsögn 74 félaga og stofnanna við breytingar á búvörulögum. Nefndinni bárust 35 umsagnir, þar af nokkrar frá einstaklingum. Af þess- um umsögnum voru tvær hlutlaus- ar eða fjölluðu ekki um efnisatriði búvörusamningsins, 14 jákvæðar en 19 neikvæðar. Sé mælikvarði hinnar vinsælu bíógagnrýnisíðu Rotten Tomatoes notaður þá fékk búvörusamningurinn 42 prósent frá umsagnaraðilum. Það þykir ekki góð bíómynd, eiginlega tímasóun. Þeir aðilar sem gáfu jákvæða um- sögn voru: Auðhumla ehf. (móðurfé- lag MS), Bændasamtök Íslands, Kaup- félag Skagfirðinga, Landssamband kúabænda, Landssamtök sauðfjár- bænda, Landssamtök slátursleyfis- hafa, MS–Mjólkursamsalan, Samtök garðyrkjubænda, Samtök afurða- stöðva í mjólkuriðnaði, Samtök mjólk- ur- og kjötvinnslufyrirtækja, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Samtök ungra bænda og Vor–félag framleiðenda í lífrænum búskap. Eins og sjá má eru þarna saman- komin þau fyrirtæki og þau samtök sem mestan hag hafa af áfram- haldandi búvörusamningi. Neikvæða umsögn sendu hins vegar: Alþýðusamband Íslands, Arna ehf., Dýraverndarsamband Íslands, Félag atvinnurekenda, Guðbjartur Gunnarsson, Guðjón Sigurbjarts- son, Kú ehf., Landgræðsla ríkisins, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Neytendasamtökin, Ólafur Arnalds, Samkeppniseftirlitið, Sam- tök atvinnulífsins, Samtök iðnaðar- ins, Sveinn Runólfsson, Svínarætar- félag Íslands, Samtök verslunar og þjónustu og Viðskiptaráð Íslands. Þarna eru þau samtök sem kalla má fulltrúa skattgreiðenda og neyt- enda. Umsagnir skiptust því mjög í tvö horn. Öðru megin eru þeir sem fá greitt í gegnum samninginn eða hafa fjárhagslega hagsmuni af því að halda þeim áfram. Hinum megin eru þeir sem borga brúsann. | gse Borið hefur á því í vikunni að bændur taki sig til og selji lambaskrokka á netinu milliliðalaust til neytanda. Gunnar segist hafa reynt þetta fyrir mörgum árum en án árangurs. „Við sendum póst á 1000 manns sem við vissum að hefðu áhuga á land- græðslu og ætluðum að láta 10% af verðinu renna í landgræðslu- sjóð. Það svöruðu 7 manns póstinum, en þetta var auðvitað fyr- ir tíma internetsins.“ Gunnar Einarsson, bóndi á Daðastöðum, telur beitarþol landsins hafa verið stórlega ofmetið, allt of mikið sé af fé í sumum sveitum. Hann telur skynsamlegra að setja styrki í að byggja upp landið á sjálfbæran hátt fyrir kom- andi kynslóðir en að styrkja útflutning á kjöti. „Við getum auðveldlega gert Ís- land að einu besta beitarlandi fyr- ir skepnur sem til er,“ segir Gunn- ar Einarsson, f járbóndi á Daðastöðum í Norður-Þing- eyjarsýslu. Gunnar er Reykvíkingur en ákvað að gerast sauðfjárbóndi árið 1982. Áður hann settist að fyrir norðan vann hann við landbúnað í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi þar sem hann kynntist hugmyndum um landgræðslu og sjálfbæran búskap. „Á Nýja-Sjálandi vann ég til dæmis á búi þar sem land, sem metið var ónýtt, var gert upp og framleiðnin jókst í kjölfarið fjórfalt. Þegar við komum hingað norður þá var mér sagt að ég gæti verið með miklu fleira fé en ég sá nokkra glóru í að hafa. Hér er geysilega fallegt og gott land en hér er líka land sem er mjög illa farið,“ segir Gunnar sem telur beitarþol á Íslandi hafa verið stór- lega ofmetið. „Ísland gæti orðið gósenland til beitar eftir hundrað ár ef bændur gerast sjálfbærir,“ seg- ir Gunnar sem hefur undan- farin ár unnið að því að rækta upp landið sitt, fyrst og fremst með lúpínu. „Við höfum tekið fyrir land sem var talið óbeitarhæft, ýtt niður illa förnu landi og rofabörðum og sáð þar lúpínu. Núna er þetta allt saman algróið með lúpínu og grasi og alls- konar gróðri og skilar miklu meira til beitar en það land sem var fyrir. Áburður hjálpar líka til en það er í engu samræmi við það sem lúpínu- akrarnir gefa,“ segir Gunnar sem einnig hefur ræktað upp beitarskóg á landi sínu. Gunnar segir sauðfjárrækt dags- ins í dag ekki eingöngu eiga að snúast um að framleiða kinda- kjöt heldur ekki síður um að bæta landið og búa það undir framtíðina. „Skógrækt hugsar 100 ár fram í tí- mann. Sauðfjárrækt á að gera það líka. Um allan heim er sífellt meira kjöt framleitt á korni í verksmiðj- um svo við sauðfjárbændur erum dálítið sér á báti að framleiða fyrst og fremst á heyi og grasi. Neyt- andinn lítur alltaf á verðið og velur oftar að kaupa ódýrt. Ég bind von- ir mínar við að í framtíðinni verði menn að breyta þessum háttum sínum og fara aftur að reka búskap þar sem skítnum er ekki safnað úr húsunum og hleypt út í ár, held- ur sé hann notaður sem áburður á jörðina, eins og áður. Þá verðum við miklu samkeppnishæfari en við erum í dag og ég held að fólk hljóti að sjá það með tíð og tíma að kindakjötið er góður kostur. Kinda- kjötið er Rolls Royce í mat og það er ekki hægt að framleiða það á sama verði og verksmiðjuframleitt kjöt. Og það eru hvorki langtímahags- munir bænda né neytenda að pína verðið á því niður úr öllu valdi,“ segir Gunnar sem er ekki hrifinn af því að styrkja útflutning á kinda- kjöti. „Það er allt í lagi að flytja út kindakjöt en bara ef við fáum gott verð fyrir það, ekki ef við þurfum að borga með því. Það þurfa að vera einhverskonar landgæslumenn en ég held að ríkið ætti frekar að styrkja landgræðslu og aðra upp- byggingu greinarinnar til framtíðar frekar en að borga með útflutningi á frosnu kindakjöti. Styrkir ættu frekar að fara í að styrkja innan- landsmarkað.“ | hh VONDU KERFIN: landbúnaðarKERFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.