Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016 og aðsvifið 11. september óræk sönnun hennar. Þó ekkert bendi til þess að sam- særiskenningar um heilsufar Clinton eigi við rök að styðjast og þær séu engu merkilegri en bollaleggingar um fæðingarstað Obama (kona eða blökkumaður geti ekki verið kjörgeng til forseta Bandaríkjanna) og angi þar að auki af kvenfyrirlitn- ingu (69 ára kona geti ekki ráðið við álagið sem fylgi því að vera for- seti Bandaríkjanna á meðan 70 ára karl hljóti að geta það), hefur fjöl- miðlaumfjöllun um þær skilað sér í neikvæðri athygli. Rót vandans: Óvinsældir Clinton Líkt og Matt Yglesias á Vox bendir á er rót vandans einfaldlega sú að Hillary Clinton er gríðarlega óvin- sæl. Ekki aðeins meðal pólitískra andstæðinga, heldur líka meðal margra á bandaríska vinstri vængn- um. Fréttir síðustu vikna og fjar- vera hennar í ágúst hafa líklega orðið til þess að minna marga kjós- endur, sem höfðu sannfærst um að hún væri ekkert svo slæm eða í það minnsta skárri kostur en Trump, á að þeir voru aldrei neitt sérstaklega hrifnir af henni. Eitt af helstu vandamálum Clinton hefur verið að laða til sín unga kjós- endur. Aldamótakynslóðin, sem á ensku er kölluð „millennials“, fólk sem komst til vits og ára í kringum aldamótin eða á fyrstu árum þessar- ar aldar, og er nú 18-35 ára, var einn mikilvægasti hluti kosningabanda- lags Barack Obama. Þó yfirgnæf- andi meirihluta yngri kjósenda styðji ennþá Obama og séu ánægðir með árangur hans í embætti, hef- ur Hillary gengið mjög illa að sann- færa þá um að hún sé eðlilegur arf- taki hans í embætti. Ef Clinton vill eiga möguleika á að sigra í nóvem- ber verður hún að virkja kosninga- bandalag Obama: Minnihlutahópa, konur og unga kjósendur. Þriðjuflokksframbjóðendur Vandi Clinton er sérstaklega alvar- legur meðal háskólanema. Sam- kvæmt niðurstöðum könnunar Sur- veyMonkey, sem FiveThirtyEight. com birti, styður 41% kjósenda yngri en 25 ára Clinton og 27% Trump en forskot Obama með- al þessa kjósendahóps var tvisvar sinnum stærra. Ástæða þess að Clinton nær ekki betri árangri er að meira en fjórðungur yngri kjós- enda styður þriðjaflokksframbjóð- endur: Gary Johnson, frambjóðandi Frjálshyggjuflokksins, nýtur stuðn- ings 17% og Jill Stein, frambjóðandi Græningja, nýtur stuðnings 10%. Á FiveThirtyEight er þessi niður- staða sögð þeim mun merkilegri fyrir þær sakir að kannanir sýni að yngstu kjósendurnir séu frjáls- lyndari og vinstrisinnaðri en aðr- ir kjósendahópar og ættu því öðru fremur að styðja Clinton. Það má þó spyrja sig hvort skýringin á efa- semdum þessara kjósenda um Clint- on sé ekki einmitt að leita í þessu: Þeim þyki hún einfaldlega ekki nógu róttæk. Þriðja leiðin og svokölluð „triangulation“ Clintonáranna á ekki upp á pallborðið hjá ungu fólki sem studdu sósíalistann Bernie Sanders. Bandalag Bush og Clinton Meðan tilraunir Clinton til að sækja inn á miðjuna og höfða til óánægðra Repúblikana hafa ekki orðið til þess að auka áhuga róttækari yngri kjós- enda á að styðja hana hafa þær þó borið annan nokkuð magnaðan ávöxt, því samkvæmt heimildum politico.com ætlar George H.W. Bush eldri að kjósa Hillary. Það er auð- velt að líta á stuðning Bush eldri við Clinton sem súrrealíska fullkomnun á þeirri „aftur til framtíðar“ stem- ingu sem er farin að einkenna kosn- ingabaráttuna: Newt Gingrich, fyrrum leiðtogi Repúblikana í Bandaríkjaþingi sem og krossferðarinnar gegn Bill Clint- on, vinnur nú hörðum höndum að því að endurvekja allar gömlu Clinton-samsæriskenningarnar, „morðið“ á Vince Foster er aftur til umræðu á AM-Talk Radio og loks ríður ættfaðir Bush-fjölskyldunnar inn á sviðið til að styðja Clinton. Það er kannski ekki skrýtið að ungt fólk ætli að kjósa eitthvað ann- að en endurtekið efni eða að ungt fólk muni einfaldlega sitja heima, eins og margir ráðgjafar Clinton óttast. Þjóðaratkvæði um hatur Clinton hefur reynt að biðla til yngri kjósenda með kosningalof- orðum um aðgerðir til að ná tökum á námslánaskuldum, aðgerðir til að jafna launamun kynjanna og hækk- un lögbundinna lágmarkslauna en það sem virðist hafa fundið mest- an hljómgrunn er áhersla hennar á að ungir kjósendur verði að standa saman gegn hatursorðræðu Trump. Og staðreyndin er að þó Hillary sé vissulega óvinsæl er Trump enn óvinsælli, sérstaklega meðal ungra kjósenda. Samkvæmt nýlegri könnun Quinnipiac telja 73% kjósenda á aldr- inum 18-34 ára að Trump „biðli til fordóma“ almennings. Aðrar kann- anir sýna að 66% kjósenda á aldr- inum 18-39 ára telja Trump hafa fordóma í garð minnihlutahópa og kvenna, og 73% telja að hann sé hreinlega kynþáttahatari. Ein helsta von Clinton, þegar kem- ur að því að vinna hug ungra kjós- enda, er því að beina athyglinni að Trump og minna á að valið standi milli tveggja ólíkra sýna á Banda- ríkin. Annars vegar fjölmenningar- samfélags sem lítur bjartsýnt fram á veg, samfélags þar sem innflytj- endur, konur og minnihlutahóp- ar eiga sama rétt og möguleika og hvítir miðaldra karlmenn, og hins vegar hatursfullrar og biturrar for- tíðarþrár Trump sem dreymir um ímyndaða gullöld sjötta áratugar síðustu aldar, bölsótast yfir öllum breytingum, óttast ímyndaða upp- lausn og glæpaöldu í stórborgum, og hræðist innflytjendur og mann- réttindi minnihlutahópa. Slæmt gengi gæti bjargað Clinton Verra gengi Clinton í könnunum gæti jafnvel hjálpað henni til sigurs, eins þversagnakennt og það hljómar. Því í ágúst, þegar næsta öruggt þótti að hún yrði næsti forseti Bandaríkj- anna, ákváðu margir yngri kjós- endur að það væri óhætt að styðja Jill Stein eða Gary Johnson. Trump myndi hvort sem er ekki ná kjöri og því óþarfi að mæta í kjörklefann til að velja skárri kostinn af tveimur slæmum. Nú, þegar meira virðist í húfi og atkvæði greitt þriðjuflokks- frambjóðendum gæti hæglega skipt sköpum og jafnvel tryggt Trump sigur, er hugsanlegt að eitthvað af þessum kjósendum endurskoði af- stöðu sína. Hillary Clinton á kosningafundi í Háskóla Norður Karólínu í Greensboro 15. september, á fyrsta kosningafundi sínum eftir að hafa hnigið niður á leiðinni af minningarathöfn um 11. september. Í ágúst var Clinton með nokkuð öruggt forskot í Norður- -Karólínu, en nýjustu kannanir hafa ýmist sýnt að Clinton og Trump séu hnífjöfn eða Trump með 1-3% forskot. Bush eldri og yngri. Andúð forystu Repúblikanaflokksins á Donald Trump birtist meðal annars í því að enginn meðlimur Bushfjölskyldunnar hefur lýst yfir stuðningi við Trump og samkvæmt heimildum Politico ætlar George H.W. Bush að kjósa Hillary Clinton. Danir eru frægir fyrir Julefrokost matinn og Íslendingar einfaldlega elska Kaupmannahöfn. Ferðatímabil: 18.-20. nóv., 25.-27. nóv, 2.-4. des og 9.-11. des. 2016. Julefrokost í Köben 69.900 kr.Frá: Berlín er dásamleg borg og einstök upplifun á aðventunni. Borgin er fallega skreytt og jólamarkaðir eru um alla borg. Ferðatímabil: 1.-4. des. & 8.-11. des. 2016. Aðventuferð til Berlínar 78.900 kr.Frá: Dublin er alltaf jafn vinsæl að heimsækja og tilvalið að gera jólainnkaupin í ekta írskri stemmingu. Ferðatímabil: 24.-27. nóv. og 1.-4. des. 2016.   Jólastemming í Dublin 69.900 kr.Frá: AÐVENTU GAMAN! Gaman Ferðir fljúga með WOW air / www.gaman.is / gaman@gaman.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.