Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 42
42 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016 Bangsinn getur verið besti vinur mannsins. Lítið tuskudýr sem fylgir fólki langt fram á fullorðinsár. Það er enginn skömm að knúsa bangsa eftir táningsárin og ákvað Fréttatíminn því að heyra í fjórum einstaklingum sem enn eiga á bangsa á fullorðinsaldri. Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is Jónas fékk Batta í vöggugjöf. Mynd | Hari Bangsinn hans Jónasar heitir Batti, hann hefur fylgt honum síðan í vöggu. Nafnið kemur líklega frá tímum sem Jónas hefur verið læra að mynda orð því nafnið er stytting á orðinu Bangsi. „Mér þykir náttúrlega svolítið vænt um hann. Hann minnir mig á það þegar ég var barn. Ég veit ekki af hverju ég á hann ennþá. Þetta er svona bara einn af þessum hlutum sem fylgja manni.“ Jónas á ekki margar sögur af Batta því bangsinn hefur dvalið mest alla tíð í rúminu hans. Jónas á þó eina sterka minningu af þeim félögum þegar þeir fóru saman í bíó: „Ég fór með hann í bíó þegar ég var orðinn allt of gamall til að vera að þvælast með bangsann minn. Hann fór á hilluna eftir þessa bíóferð. Í dag nota ég hann til að geyma slaufuna af spari- fötunum mínum og fyrsta hattinn minn.“ Kjartan Guðmundsson og Basi Lúa Bangsinn hans Kjartans er nafn- laus og hefur verið alla tíð enda var hann mjög ungur þegar hann fékk hann að gjöf. „Þegar ég var lítill og vitlaus, gekk hann undir nafninu Basi og þegar ég vildi að hann fengi sér kríu sagði ég iðu- lega Basi lúa (bangsi lúlla).“ Kjartan hefur átt bangsann alla ævi og hefur því alltaf fylgt hon- um: „Hann beið eftir mér þegar ég kom heim af fæðingardeildinni og er því nánast jafnaldri minn. Fyrir nostalgíumann eins og mig er bangsinn notaleg tenging við gamla tíma og sönnun þess að allt var betra í gamla daga, enda sér varla á honum eftir að hafa verið tuskaður linnulítið til í tæplega fjörutíu ár.“ „Stundum hef ég velt því fyrir mér hvort ég ætti að láta jarða mig með bangsann þegar kallið kem- ur, eða brenna hann ásamt mér, og taka þá fram á legsteini eða duftkeri að hér hvíli Kjartan og bangsinn hans. Ég veit ekki hver afstaða útfararstjóra er til slíkra mála. En líklega verður þessi ætt- argripur hreinlega til að eilífu.“ Dúkkan hennar Brynju heitir Mona og eru þær búnar að vera vinkonur í 28 ár. Þær stöllur hafa ferðast oft saman til útlanda: „Hún hefur flutt fimm sinnum með mér til útlanda, síðast til London fyrir ári. Eðli málsins samkvæmt er hún alltaf höfð í handfarangri því ekki treysti ég flugfélögunum til að skila ferðatösk- unni ótýndri og heilli á hinum enda flugsins.“ Brynja er skiln- aðarbarn og var Mona mjög mik- ilvægur fjöld- skyldumeðlimur þegar hún þurfti að ferð- ast á milli mömmu og pabba- helga: „Ég var send á milli foreldra minna lands- horna á milli frá unga aldri í pabbahelgar og páskafrí. Það er náttúrulega fáránlegt að vera næstum 29 ára og að mín dýr- mætasta veraldlega eign sé þessi blessaða dúkka. Hún hefur alltaf verið stuðningsdúkka, fylgdar- dúkka jafnvel.“ „Þegar ég var 19 ára flutti ég ein til Parísar til að vera au-pair. Þegar í Leifsstöð var komið var ég að kveðja fjölskyldu mína, og mamma sá glitta í Monu í hand- farangurstöskunni, reyndi hún að telja mér trú um að nú væri ég að flytja ein til Parísar og það væri kannski tímabært að skilja hana eftir. Ég hélt nú ekki. Og síðan hefur hún bara alltaf flutt með til útlanda.“ Fullorðnir með bangsa Brynja og heims- hornaflakk- arinn Mona. Kjartan vill verða grafinn með sinn bangsa. Mynd | Hari Brynja Huld Óskarsdóttir og Mona Jónas Unnarsson og Batti Bangsinn hennar Huldu heitir Greyið. Hulda fékk bangsann í vöggugjöf og hann fylgdi henni allt fram að 13 ára aldri: „Þessi útgáfa er eiginlega Greyið 2.0. Upphaf- lega Greyið týndist í hótelþvotti í London. Bekkjarsystir mín átti fyr- ir tilviljun alveg eins eintak og gaf mér hann. Núna læt ég bara eins og þetta sé upprunalega eintakið.“ Spurð að því af hverju Hulda eigi bangsann enn kemur í ljós að það er ekki fræðilegur möguleiki að hún láti bangsann frá sér: „Ég fékk nett áfall þegar upprunalega ein- takið týndist í London. Uppruna- lega eintakið fylgdi mér í hjartaað- gerð þegar ég var eins árs og ég gat hvergi án hans verið.“ Huldu finnst ekkert vandræða- legt að eiga bangsann sinn enn á fullorðins aldri. „Það er bæði mjög hollt fyrir sálina að varðveita barnið í sér og svo dettur mér bara ekki í hug að skammast mín fyrir Greyið, hann er bara búinn að fylgja mér alla ævi.“ Greyið er búið að fylgja Huldu alla ævi. Mynd | Hari Hulda Hólmkelsdóttir og Greyið Klassísk japanskt leikhús skiptist að mestu í fjóra flokka sem heita Noh, Kyogen, Bunraku og Kabuk. Það eru tveir fyrstu flokkarnir sem nú eru kynntir hér á landi. Noh og Kyogen þróuðust saman á 14. öld og meðlimir Sakurama fjölskyldunnar, sem nú heimsækja Reykjavík með list sína, hafa lagt stund á sígilda japanska leiklist allt frá sextándu öld. List sína kynntu listamennirnir nemendum Listaháskóla Íslands í vikunni og í kvöld klukkan átta heldur hópurinn lokaða sýningu í Háskólabíói sem japanska sendi- ráðið býður upp á. Noh er leikhús sem er þrung- ið táknrænni merkingu á meðan Kyogen er ætlað að fá áhorfendur til að brosa og hlæja. Formin tvö fléttast saman þar sem Kyogen sögurnar koma inn á milli Noh at- riðanna, sem eru þokkafull og ríg- bundin aldalangri fagurfræði. Um- fjöllunarefnið í Noh kemur úr sögu Japans eða sígildum bókmenntum landsins, á meðan Kyogen hefðin hefur mótast af alþýðumenningu í hinu forna japanska samfélagi. Sameinuðu þjóðirnar hafa frá árinu 2001 litið svo á að þessi tvö fornu leiklistarform séu hluti af sameiginlegri menningararfleifð veraldar, arfi sem ekki er hönd á festandi, enda er hér um hefðir að ræða sem að ferðast frá kynslóð til kynslóðar, oft innan fjölskyldna, með þrotlausum æfingum og í munnlegri geymd. | gt Grímuklæddir japanskir gestir Leikhús í Japan stendur á gömlum merg og hefur skilað sér til nútímans í gegnum aldalanga iðkun sem oft er bundin við ákveðnar fjölskyldur. Sakurama fjölskyldan er komin til Reykjavíkur með leiklist aldanna. Sverð á lofti. Þrátt fyrir fágun í aldagömlu japönsku leikhúsi dregur stundum til tíðinda. Erfitt er að drekka vatn í gegnum vold- ugar grímurnar í Kyogen leikhúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.