Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 50
salan á vörunum frá Örnu hefur aukist mikið að undanförnu. Það ýtir undir að fólk viti hvað þetta er. Svo verður þetta auðvitað líka fjölskylduvænt kaffihús. Það hefur alveg vantað kaffihús á Sel- tjarnarnesi og það verður gaman að sjá hvernig fólk tekur okkur.“ Er það ekki rétt að þú sért Arna, að fyrirtækið sé nefnt eftir þér? „Jú, það passar. Pabbi minn stofn- aði fyrirtækið og nefndi það í höfuðið á mér. Það er hins vegar ekki rétt að ég sé með mjólkuró- þol eins og margir virðast halda. Hugmyndin að fyrirtækinu kom bara út frá um- ræðum við eld- húsborðið heima um að það vant- aði ferskar mjólk- urvörur fyrir fólk sem er með mjóluróþol eða kýs laktósafríar vörur. Erlendis er úrvalið mun meira en hefur verið hérlendis.“ En þú hefur vitaskuld tekið þátt í Örnu-ævintýrinu? Já, ég hef verið viðloðandi Örnu frá upphafi og hef alltaf unnið meðfram skólanum og á sumrin við markaðssetningu fyrirtæk- isins. Ég kláraði viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði frá Háskóla Íslands í vor og lokaver- kefnið mitt var viðskiptaáætl- un fyrir laktósafrítt kaffihús og ísbúð.“ Ég er rosa spennt að sjá hvernig viðtökurnar verða. Það eru allar vél-ar klárar og við erum búin að prófa ísinn. Nú er bara verið að standsetja hús- næðið,“ segir Arna María Hálf- dánardóttir sem undirbýr opnun á laktósafríu kaffihúsi og ísbúð á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi á næstu vikum. Ísinn og mjólkurvörurnar koma frá mjólkurvinnslunni Örnu í Bol- ungarvík en vörur fyrirtækisins hafa notið mikilla vinsælda að undanförnu. Fjárfestirinn Jón S. von Tetzchner er hluthafi í Örnu og hann á húsnæðið á Eiðistorgi. Hafið þið fengist við ísgerð áður? „Já. Það hefur verið hægt að fá ísinn okkar í vél í sjoppunni Hamraborg á Ísafirði en það hefur gengið erfiðlega að koma honum að fyrir sunnan, enda flestir með samninga við stóru ísgerðirnar. Við ætlum að bjóða bæði upp á ís í vél og ítalskan kúluís.“ Er markaður fyrir laktósafría-ís- búð? „Já, það held ég. Við höfum feng- ið mikið af fyrirspurnum um ís og miðað við hvað fólk segir mér þá grunar mig að það sé nægur markaður. Það eru margir sem hafa saknað þess að hafa ekki getað fengið laktósafrían-rjóma- ís. Eflaust hjálpar það líka að Arna í Örnu Á næstu vikum verður opnað laktósafrítt kaffihús og ísbúð á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Ísinn kemur frá mjólkurvinnslunni Örnu í Bolungarvík en Arna María Hálfdánardóttir mun reka ísbúðina. Mynd | Rut Arna í Örnu opnar ísbúð Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík er nefnd eftir Örnu Maríu Hálfdánardóttur. Arna lauk námi í viðskiptafræði í vor og lokaverkefnið var viðskiptaáætlun fyrir laktósafrítt kaffihús og ísbúð. Á næstu vikum verður draumurinn að veruleika þegar Arna opnar ísbúð á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. …fólk 2 | amk… FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016 Það eru margir sem hafa saknað þess að hafa e kki getað fengið laktósafrían- rjómaís. Nágrannar vilja ekki Laundromat Café Hafa mótmælt útblástursröri og rampi fyrir fatlaða við Laugarásveg. „Nágrannarnir hafa sett sig upp á móti því að staðurinn verði opnað- ur. Þeir virðast vera hræddir um að þetta verði einhver lókal pöbb en átta sig ekki á því að Laundrom- at Café er fjölskylduvænt kaffihús. Við erum með barnahorn og selj- um kaffi, egg og beikon,“ segir Jó- hann Friðrik Haraldsson, eigandi The Laundromat Café á Íslandi. Í vor var tilkynnt að Laundro- mat Café á Íslandi hafi fest kaup á húsnæðinu að Laugarásvegi 1 þar sem efnalaugin Katla var til húsa um langt árabil. Stefnt var að því að opna kaffihús eins og það sem rekið er í Austurstræti, með aðstöðu fyrir viðskiptavini til að þvo af sér föt. Jóhann sagði á þeim tíma að vonast væri eftir að kaffi- húsið yrði opnað í júní en sú hefur ekki orðið raunin. Mikil gleði virt- ist ríkja í hverfinu vegna opnunar kaffihússins enda var á sama tíma unnið að opnun Kaffi Laugalækjar og sáu íbúar fram á líflegra um- hverfi. The Laundromat Café hefur ekki fengið framkvæmdaleyfi og þar með ekki rekstrarleyfi vegna þess að samþykki nágranna liggur ekki fyrir. Nágrannar hafa mótmælt því að sett verði upp útblástursrör á húsinu, að settur verði upp ramp- ur til að auðvelda aðgengi fatlaðra og að bætt verði við salernum, meðal annars fyrir fatlaða. Þessu var hafnað á húsfundi í lok júlí. Í kjölfarið sendi Laundromat Café inn umsókn til byggingarfulltrúa sem tekin var fyrir 30. ágúst en henni var hafnað vegna þess að samþykki nágranna vantaði. „Við erum að vinna í málunum og mun- um boða til nýs húsfundar fljót- lega,“ segir Jóhann Friðrik. Allt stopp Ekkert hefur orðið af opnun The Laundromat Café á Laugarásvegi. Nágrannar hafa mótmælt framkvæmdum. Mynd | Rut Sonur Tom Hanks í mikilli neyslu Tom Hanks hefur játað að hann notaði bæði kanna- bisefni og kókaín á árum áður. Hann segir samt að hann hafi hætt neyslunni áður en hann eyði- lagði líf sitt og barna sinna. Hann hætti öllu slíku en hefur nú þurft að horfa á son sinn, Chet, í mikilli fíkniefnaneyslu en hann kennir sjálfum sér um vanda hans. „Tom kennir sér um vanda Chet því honum finnst hann ekki hafa verið til staðar fyr- ir son sinn í æskunni. Hann setti frama sinn í fyrsta sæti og fjölskyldan mætti afgangi,“ segir heimildarmaður RadarOnline. Chet er sonur Tom og Rita Wilson og er 26 ára gamall. Þau eiga soninn Truman líka en hann er tvítugur. Kærir Jim Carrey fyrir að redda lyfjum Gamanleikarinn Jim Carrey reddaði kærustu sinni, Cathriona White, sterkum lyfjum sem hún síðan notaði til að fyrirfara sér í september í fyrra. Nú hefur fyrrum eiginmaður Cathriona, Mark Burton, farið í mál við Jim vegna þessa. Í kærunni stendur meðal annars að Jim hafi „notað peninga sína og frægð til að redda sér mjög ávanabind- andi lyfjum“ og látið skrifa þau út á Arth- ur King. Einnig segir að Jim hafi látið Cathriona fá lyfin, vitandi það að hún væri þunglynd og hefði áður reynt að svipta sig lífi. „Niðurstaðan var fyr- irsjáanleg,“ segir líka í kærunni. Lögmaður Jim segir að þetta vera fjarri lagi. Mark hafi gifst Cathriona til að hún fengi dvalarleyfi í Bandaríkjun- um og hafi ekki einu sinni búið í sama ríki og hún. Amber Heard og Cara Delevingne nýjasta parið? Nú er ein heitasta slúðursagan í Hollywood sú, að súpermódelið Cara Del- evingne og Amber Heard séu farnar að stinga saman nefjum. Þær reyna hvað þær geta til að fela samband sitt en fjölmiðlar virðast vera farnir að leggja saman tvo og tvo. Þær eru báðar nýhættar í samböndum, Cara hætti með kærustunni St. Vincent í þessum mánuði og Amber Heard skildi við Johnny Depp. Heimildarmaður The Sun segir að Cara vilji fara í opinbert samband en Amber er tregari til en þær hafa leitað til hvor annarrar eftir sambandsslitin. Einnig segir þessi heimildarmaður að Amber sé að íhuga að flytja til London en Cara býr þar. Þess má geta að eitt af ágreiningsefnum Amber og Johnny var að hann hafði hana grunaða um að halda við Cara. FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM Bláu húsin Faxafeni | S. 555 7355 | www.selena.is Selena undirfataverslun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.