Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 61
„Ég er búin að vera að horfa á
Fleabag sem eru brilljant þættir
um konu sem missir bestu vinkonu
sína og á í ótrúlega erfiðu sam-
bandi við alla í kringum sig. Þess-
um þáttum tekst að vera í senn
þungir en um leið ótrúlega hnyttn-
ir. Aðalpersónan er fullkomlega
ófullkomin, sannkölluð andhetja.
Ég reyni að hafa augun opin fyrir
nýjum þáttum, sérstaklega bresk-
um því þeir eru oft í sex þátta
syrpum sem tekur enga stund að
horfa á.
Auk þess hef ég verið að horfa á
Catastrophe, það eru góðir þættir
sem eru fullkomin blanda af gríni
og raunveruleikanum og Stranger
Things, sem komu skemmtilega á
óvart.
Svo gríp ég stundum í einn og
einn þátt af Happy Endings. Það
eru gamanþættir sem voru ekki
nógu „mainstream“ fyrir amerískt
sjónvarp og voru því miður teknir
af dagskrá eftir þrjár seríur. Þeir
eru byggðir upp eins og Friends,
með sex vinum, en þeir eru meira
absúrd og gera grín að týpíska
„sit-com“-landslaginu í bandarísku
sjónvarpi í dag.“
Sófakartaflan
Nikólína Hildur Sveinsdóttir
mannfræðinemi.
Frábærir þættir um fullkomlega ófullkomna konu
Gerir allt sem þarf
Netflix Luther
Spennu- og sakamálaþættirnir
Luther fjalla um rannsóknarlög-
reglumann sem er leikinn af Idris
Elba. Hann hefur tileinkað líf sitt
starfinu og gerir allt sem þarf til
að góma morðingja, þó það sé
ekki alltaf löglegt. Nú er fjórða
þáttaröðin komin á Netflix en hún
samanstendur af tveimur þáttum.
Luther fær 8,6 á IMDb.
Milljón og málið er
dautt
RÚV kl. 22.50 The Box
Spennutryllir með Cameron Diaz
og James Marsden í aðalhlut-
verkum. Lítið viðarbox birtist fyrir
utan dyrnar hjá ungum hjónum
með hrikalegum fyrirmælum: Ef
þau opna boxið fá þau milljón
dollara og ókunnug manneskja
verður myrt. Atriði í myndinni eru
ekki við hæfi barna.
Frábær
fjölskyldumynd
Netflix Zootropolis
Vinsæl fjölskyldumynd sem kem-
ur inn á útlenskt Netflix í dag.
Íslenska útgáfu myndarinnar má
nálgast í efnisveitum Vodafone
og Símans og eflaust víðar. Aðal-
persónur myndarinnar eru tvær,
löggukanínan Judy og svali rebb-
inn Nick sem fer ekki alltaf eftir
lögunum og er nokkuð hrekkj-
óttur í þokkabót. Þegar Nick er
ranglega sakaður um alvarlegt
afbrot kemur það í hlut Judyar
að hafa hendur í skotti hans. Það
reynist ekki auðvelt enda er Nick
háll sem áll og á auðvelt með að
láta sig hverfa. Málin taka hins
vegar nýja stefnu þegar Nick og
Judy flækjast bæði inn í sama
samsærið og neyðast til að snúa
bökum saman til að endurheimta
heiður sinn og orðspor.
Gott grín Nikólína mannfræðinemi er hrifin af grínþáttum í sjónvarpi. Mynd | Hari
Faðir vor,
þú sem ert
á himnum.
Helgist þitt
nafn, til
komi þitt
ríki, verði
þinn vilji...
www.versdagsins.is
Hellishólar
Má bjóða þér að halda árshátíð - afmæli - fundarboð eða einhvern fögnuð?
Fáðu tilboð hjá okkur í síma 487 8360
eða sendu okkur línu og við svörum innan 24 tíma
hellisholar@hellisholar.is
Við bjóðum upp á
frábæra gistingu
á Hellishólum.
Hótel Eyjafjallajökull
18 herbergi
Hellishóla gistiheimili
15 herbergi
2 veitingasalir
með skjávarpa
og hljóðkerfi
24 sumarhús
Tilvalið til fundarhalda eða annara samkvæma.
…sjónvarp13 | amk… FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016