Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 58
○ Ekki fara í matvörubúð þegar þú veist að það er allt kjaftfullt ef þú þolir ekki áreiti, mann- mergð og biðraðir. ○ Verslunarmiðstöðvar geta verið afar streituvaldandi. Forðastu þær eins og heitan eldinn. ○ Veldu þrasið þitt vel. Munu börnin aldrei bíða þess bætur ef þau horfa einu sinni á sjón- varpið meðan þau borða kvöld- matinn eða fá súkkulaðikex í morgunmat? Líklega ekki. ○ Líður þér eins og þú sért ein/n í harkinu og áhyggjur heimsins að sliga þig? Talaðu um það við einhvern. Stundum er eins og þungu fargi sé af þér létt þegar þú segir hlutina upphátt. ○ Taktu þér mínútu í að loka aug- unum og anda. Alveg ofan í maga. ○ Ekki einangra þig frá umheimin- um. Hausinn getur farið með þig um víðfeðmar lendur áhyggju- lands ef þú hefur of mikinn tíma með sjálfri/sjálfum þér. „Mingl- aðu“ við fólk sem þér líður vel í kringum og dreifðu huganum. ○ Hættu að hafa áhyggjur af draslinu á heimilinu. Í guðanna bænum – það fer ekki neitt. Áfanganum sem verður náð þegar þú hættir að pirra þig yfir ryki og þvottahrúgum verður ekki öðruvísi lýst en sem al- sælu. ○ Vertu með stressbolta með- ferðis þegar þú ert á leiðinni í uggvekjandi aðstæður. Boltinn hjálpar þér að dreifa huganum. ○ Hlustaðu á tónlist sem kætir þig, uppáhaldslagið getur haft mjög róandi áhrif. ○ Drekktu te. Það er ekkert víst að það hjálpi sem slíkt en athöfnin að laga teið og drekka það hefur slakandi áhrif. ○ Farðu í kvöldsund. Ekkert betra en að liggja í nuddpottinum láta stressið sogast inn í háværan svelginn. ○ Minnkaðu áreitið í kringum þig. Eru börnin hvert í sínu snjall- tækinu, kveikt á sjónvarpinu og makinn að blaðra í símann? Í öllum bænum skelltu heyrnar- tólum á börnin, slökktu á sjón- varpinu og segðu makanum að tala úti á svölum. Fáðu þér rauðvínsglas meðan þú eldar einhvern góðan mat í rólegheit- um. Spennustigið minnkar til muna. Segðu stressinu stríð á hendur Æ það er þessi streita og stress sem ætlar allt að yfirtaka á þessum síðustu og verstu, er það ekki? Er ekki ráð að reyna að slappa svolítið af og anda rólega? Hér eru nokkur ráð sem hjálpa þér að komast gegn- um stressandi tímabil með stóískri ró. Það þarf ekki mikið til að minnka áhrif streituvalda töluvert. Sumir dagar eru erfiðari en aðrir. Þannig er lífið bara. Maður hefur ekki alltaf tök á að forðast erfiðar og streituvaldandi aðstæður og þær geta verið yfirþyrmandi. Þá er gott að kunna góðar möntrur til að róa hugann og minna sig á það góða í lífinu. Möntrurnar hljóma vissulega sumar eins og verstu klisjur, en hvað sem því líður þá geta þær virkað, ótrúlegt en satt. Því oftar sem þú segir jákvæða setningu, því mun meiri líkur á því að þú trúir að hún sé sönn. „Dagurinn á morgun verður betri.“ „Það er svo margt sem ég get verið þakklát/ur fyrir.“ „Ég er heppin/n.“ „Ég er alltaf sigur- vegari, hvort sem ég næ markmiðum mín- um eða ekki.“ „Það er alltaf sól bak við skýin.“ Lærðu að róa hugann Þyldu upp möntrur og minntu þig á það góða í lífinu. Lærðu möntrur Það getur haft góð áhrif á sálartetrið að hugsa eitthvað jákvætt og jafnvel segja það upphátt. Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 77 42 6 Frá kr.188.495 m/hálft fæði innif. Netverð á mann frá kr.188.495 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 7. janúar í 7 nætur. Hotel Reslwirt Frá kr.143.295 m/hálft fæði innif. Netverð á mann frá kr.143.295 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herb. Netverð á mann frá kr.164.395 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 22. desember í 7 nætur. Skihotel Speiereck SKÍÐI Frá kr. 143.295 m/hálfu fæði Skelltu þér á Frá kr.153.495 m/hálft fæði innif. Netverð á mann frá kr.153.495 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herb. Netverð á mann frá kr.186.995 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 28. janúar í 7 nætur. Hotel Unterberghof Heimsferðir bjóða eitt glæsilegasta skíðasvæði Austurríkis, Flachau. Með skíðapassanum er hægt að ferðast á milli 5 svæða með 25 þorpum, 865 km af brekkum og 276 lyftum af öllu tagi. Brettafólk er líka velkomið á öllu svæðinu en hér er brettaskemmtigarður og þjónusta við brettafólk. Hér er flóðlýst skíðabrekka og því hægt að skíða til kl. 21.30 á kvöldin. Skíðarúta fer reglulega á milli svæðanna Flachau, Wagrain og St. Johan en aðgangur í rútuna fylgir skíðapassanum. Lungau skíðasvæðið hefur notið mikilla vinsælda meðal Íslendinga en þar er m.a. rekið hótel í eigu Íslendinga. Lungau svæðið er með fjölbreytt úrval af skíðabrekkum sem henta getu hvers og eins og líka þeim sem eru á snjóbrettum. Í Lungau er fólksfjöldinn minni en á mörgum skíðasvæðum og því oftast styttri bið eftir lyftunni. Skíðaleiðir eru á milli skíðasvæðanna innan Lungau, t.d. frá Spiereck til Mautendorf eða frá Katschberg yfir til St. Margarethen, auk þess sem skíðarúta fer reglulega á milli svæðanna. …heilsa 10 | amk… FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.