Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 23.09.2016, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016 Halla Sigríður Steinólfsdótt- ir, fjárbóndi í Fagradal, segir mikil sóknarfæri felast í lífrænni ræktun. „Neytendur er farnir að kalla eft- ir lífrænni vottun því hún tryggir dýravelferð og að dýrin séu ekki fóðruð á erfðabreyttum áburði heldur grasi og heyi. Margir halda að allt íslenskt lambakjöt sé lífrænt en það er ekki þannig,“ segir Halla Sigríður Steinólfsdóttir, bóndi í Ytra-Fagradal. Halla er einn af fáum bændum á Íslandi sem stundar líf- ræna sauðfjárrækt og hún er eini bóndinn á landinu sem elur slát- urlömbin sín á hvönn til að ná fram sérstöku bragði. Höllu hafði lengi dreymt um að skipta yfir í lífrænan búskap en það var ekki fyrr en árið 2010 sem hún segir það hafa borgað sig. „Þá fyrst var gert ráð fyrir styrkjum til bænda sem vildu laga búin sín að lífrænni ræktun svo við hentum okkur út í breytingar. Síðan voru styrkirnir dregnir til baka en nú hafa þeir komið aftur,“ segir Halla sem vonast eftir skýrari stefnumót- un stjórnvalda. Sama ár fór sláturhúsið á Blöndu- ósi að greiða 20% hærra verð fyrir lífrænt vottaða skrokka en það var um tíma eini vottaði sláturleyfis- hafinn fyrir lífrænt kjöt. Í dag er sláturhúsið á Hvammstanga einnig komið með lífræna vottun og fer Halla þangað með dýrin sín því það er styttri vegalengd. Halla segist horfa til mun betri tíma í lífrænni ræktun og það sé fyrst og fremst neytendum að þakka. „Þetta hefur verið barning- ur en ég hef trölla- trú á þessu og það er gaman að vera bóndi í dag. Það er heldur ekkert hægt að fara til baka þegar maður er búin að vinna sig inn á markaði,“ segir Mikill stuðningur við íslenskan landbúnað Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD, er stuðningur stjórn- valda á Íslandi meðal því allra hæsta sem þekkist. Ef íslensk stjórnvöld myndu styðja landbúnaðinn álíka og gert er innan Evrópusambandsins hefðu 7,3 milljörðum króna minna runnið úr ríkissjóði í fyrra til landbúnaðarins og álögur á neytendur hefðu orðið 10,9 milljörðum krónum lægri. Íslensk landbúnaðar- stefna kostar því neytendur og skattgreiðendur um 18,2 milljörðum meira ár- lega en ef hér ríkti landbúnaðarstefna Evrópusambandsins. Munurinn yrði heldur meiri ef miðað væri við Bandaríkin. Þar eru niður- greiðslur sem hlutfall af framleiðsluverði ívið lægri en í Evrópusambandinu og sömuleiðis byrði neytenda vegna tolla og annars konar hamla á samkeppni. Ef hér væri rekin bandarísk stefna myndu neytendur og skattgreiðendur greiða um 19,9 milljörðum króna minna til landbúnaðar. Ef miðað er við kanadíska stefnu batnaði hagur skattgreiðenda og neyt- enda um 21,9 milljarða króna á ári eða um 219 milljarða króna ef miðað er við gildistíma búvörusamningsins. Og munurinn verður enn meiri ef miðað er við Ástralíu, 25,7 milljarðar króna árlega, og enn meira ef við miðum við Nýja-Sjá- land eða 25,9 milljarðar króna. En Ísland er ekki eina landið sem styrkir landbúnað sinn mikið í hlutfalli við verðmæti framleiðslunnar. Ef við tækjum upp japanska stefnu myndu neytend- ur þurfa að borga meira vegna tolla og innflutningsbanns en skattgreiðendur hins vegar minna. Bættur hagur íslensks almennings yrði ekki nema 1,5 millj- arðar króna af japanskri stefnu. Einu löndin sem styrkja sinn landbúnað meira en Íslendingar eru Svisslendingar og Norðmenn. Bæði löndin eru utan Evrópusambandsins og hafa því miklar hömlur á innflutningi landbúnaðarvara og leggja á þær tolla til að vernda eigin framleiðslu. Og bæði löndin styrkja hefðbundinn landbún- að ríkulegar en Íslendingar. Þetta er augljóst þeim sem ferðast um þessi lönd. Hefðbundinn fjölskyldubýli eru áberandi í norskum sveitum og í Sviss er víða enn búrekstur inni í bæjum og þorpum. Þar hafa fjölbreyttari samfélög vaxið utan um bóndabæina svo sjá má kýr á beit í íbúðahverfum. Ef Íslendingar ætluðu að styrkja sinn landbúnað til jafns við Norðmenn yrðu þeir að leggja um 9,5 milljörðum meira á neytendur og skattgreiðendur og álíka mikið ef hér yrði lögð á svissnesk landbúnaðarstefna. Það gerir um 35 prósent aukningu á stuðningi við landbúnað. Bæði eru þessi lönd, Noregur og Sviss, vellauðug. Umframstuðningur þeirra við landbúnað er því minni ef miðað er við landsframleiðslu. Þá er stuðningur- inn í Sviss aðeins 4 prósent hærri en á Íslandi og 25 prósent minni en í Noregi. Þessi lönd eru þau einu sem styrkja landbúnað meira en Íslendingar sé miðað við framleiðsluverðmæti landbúnaðarvara. Sviss er eina landið sem styrkir landbúnað meira en Íslendingar, sé miðað við landsframleiðslu. | gse Neytendur Skattgreiðendur Ísland 1,22% af landsframleiðslu Bandaríkin 0,42% af landsframleiðslu Noregur 0,91% af landsframleiðslu Kanada 0,38% af landsframleiðslu Sviss 1,27% af landsframleiðslu Nýja-Sjáland 0,28% af landsframleiðslu Evrópu- sambandið 0,7% af landsframleiðslu Ástralía 0,12% af landsframleiðslu Kökurnar sýna stuðning neytenda og skattgreiðenda við landbúnað í löndunum sem hlutfall af verð- mæti landbúnaðarframleiðslunnar. Prósentutalan sýnir stuðninginn sem hlutfall af landsframleiðslu. Bóndinn var búinn að fá frá skattgreiðendum kr. 1.579, kr. Í ár nema beingreiðslur og aðrar greiðslur til sauðfjárbænda, fyrir utan ullargreiðslur, um 4,9 milljörðum króna. Samanlögð innanlandsneysla og útflutningur var í fyrra um 9420 tonn. Ef við deilum þessar upphæð niður á kíló þá nema þær um kr. 524,- á hvert kíló og þar sem hryggurinn er verðmætasti hlutinn út úr búð jafngildir það kr. 877,- á hvert kíló hryggjar. Hver selur okkur hrygginn? Þessi hryggur kostar 4.316 krónur út í búð. Raunverulegt verð hans er hins vegar 5.895 krónur þar sem skattgreiðendur greiða bændum beint fyrir að framleiða lambakjöt. Svona skiptast þessar krónur: Fjármálaráðuneytið fær kr. 428,- Það er lagður 11 prósent virðisaukaskattur á lambakjöt, eins og annan mat. Ríkissjóður fær því til baka kr. 428,- á móti þeim kr. 1579,- sem hann lagði til framleiðslu hryggjarins. Nettóframlag ríkissjóðs er því kr. 1151,- Verslunin fær kr. 876,- Þetta er nokkuð há álagning, eða 29 prósent, þar sem miðað er við óunninn hrygg. Álagning er yfirleitt mun minni á unnar afurðir. Þiðinn tapar hryggurinn vökva meðan hann hangir, um 5 pró- sent á dag. Álagning búðar sem veitir slíka þjónustu fellur því niður í kr. 681,- eftir einn dag, í kr. 497,- eftir tvo daga og í kr. 321,- eftir þrjá daga á krók. Afurðastöðin fær kr. 1.214,- Þetta er gjaldið fyrir að taka við dýrinu, slátra því, flá, hreinsa og snyrta, frysta og flytja í búðina. Bóndinn fær frá neytandanum kr. 1799,- Þetta er hlutur bóndans af hrygg sem vegur 1,8 kg., kr. 999,- á kílóið. Það er mun hærra en þær kr. 538,- sem afurðastöðvar bjóða bændum í dag. Það er meðalverð á skrokk, en hryggur er mun verðmætari en framparturinn og slögin og því er eðlilegt að reikna upp verð hryggjarins til að fá út hlut bóndans út í búð. Selur kjötið beint á veitingahús erlendis „Ef það er offramboð á venjulegu lambakjöti þá er sóknarfæri í lífrænu.“ Mynd | Hari Halla sem selur mest af sínu kjöti beint inn á veitingahús í Reykja- vík og Kaup- mannahöfn. „Þet ta er framtíðin og nú hefur fram- kvæmdastjóri Landssam- taka sauðfjárbænda sagt það líka, að framtíðin sé að fá lífræna vott- un til að veita okkur sérstöðu á er- lendum markaði. Ef það er offram- boð á venjulegu lambakjöti þá er sóknarfæri í lífrænu. Það eru alltaf fleiri veitingahús, bæði hér heima og erlendis, að sýna afurðunum mínum áhuga og ef þetta heldur svona áfram mun vanta miklu fleiri lífræna sauðfjárbændur hérlend- is.“ | hh VONDU KERFIN: landbúnaðarKERFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.