Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 23.09.2016, Page 1

Fréttatíminn - 23.09.2016, Page 1
Sakamál Maður, sem er grunaður um að hafa misþyrmt konu með hrottafengnum hætti í Vest- mannaeyjum um síðustu helgi, er um 20 árum yngri en hún. Bæjarbúar eru slegnir og segja konuna eiga alla sína samúð. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Maðurinn, sem hefur verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald vegna grófs ofbeldisbrots gegn konu í Vestmannaeyjum, er um tuttugu árum yngri en konan sem hann er sakaður um að hafa misþyrmt með hrottalegum hætti síðustu helgi, samkvæmt áreiðanlegum heimild- um Fréttatímans. Bæjarbúum er verulega brugð- ið vegna málsins, auk þess sem einhverjir eru farnir að fordæma manninn á Facebook-síðu hans. „Fólk hér í bænum er rosalega reitt,“ segir viðmælandi Frétta- tímans spurður út í andrúmsloft- ið í bænum. Hann segir ólíklegt að maðurinn geti gengið um götur Vestmannaeyja óáreittur þegar hann verður látinn laus næstkom- andi laugardag. Lýsingar á meintu broti manns- ins eru hrottalegar. Þannig er honum gefið að sök að hafa kvalið konuna og niðurlægt með því að neyða höfuð hennar ofan í steypt- an öskubakka fyrir utan skemmti- staðinn Lundann í Vestmannaeyj- um þar sem átökin virðast hafa átt upptök sín. Bæði voru þau nokk- uð ölvuð um kvöldið. Lögreglan fékk tilkynningu um átök á milli mannsins og konunnar, en gat ekki sinnt útkallinu vegna anna. Konan fannst að lokum nakin og illa til reika í garði nærri eig- in heimili, og kom íbúi í grennd, konunni til aðstoðar. Granninn lýsir því fyrir dómi að konan hafi verið með mikla áverka á líkama þegar hann kom að. Meðal annars er grunur um að árásarmaður- inn hafi sparkað í höfuð konunn- ar, auk þess sem kynfæri hennar voru blóðug. Lögreglustjórinn í Vestmanna- eyjum fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum, en því var hafn- að. Hæstiréttur snéri úrskurðin- um og sagði lögreglustjóri að hún gæti ekki útilokað að rann- sóknarhagsmunir hefðu spillst vegna ákvörðunarinnar. Hinn grunaði er Íslendingur og vinnur við ferðaþjónustu í Vest- mannaeyjum auk þess sem hann hefur starfað sem dyravörður þar í bæ, þó ekki á sama stað og árásin tengist. Maðurinn er rétt rúmlega tvítugur. „Fólk er hreinlega slegið, hissa og reitt, allt í senn,“ segir viðmæl- andi Fréttatímans, en nafn manns- ins virðist vera almenn vitneskja á meðal bæjarbúa; enda flýgur fiski- sagan fljótt. Annar viðmælandi Fréttatímans segir fólk reitt, ekki síst vegna þess að konan, sem varð fyrir árásinni, standi höllum fæti í samfélaginu og eigi erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér. Hún eigi samúð allra bæjarbúa þegar kemur að þessu máli. Maðurinn neitar sök en málið er enn í rannsókn. frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 57. tölublað 7. árgangur Föstudagur 23.09.2016 KRINGLUNNI ISTORE.ISSérverslun með Apple vörur Hausttilboð á Phantom 4. Frá 199.990 kr. iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili DJI á Íslandi ARNA Í ÖRNU OPNAR ÍSBÚÐ BREYTTUR LÍFSSTÍLL VARÐ AÐ STARFSFERLI FÖSTUDAGUR 23.09.16 Mynd | Rut JÚLÍA MAGNÚSDÓTTIR SÉRKAFLI UM HEILSU & HUGRÆKT SEGÐU STRESSINU STRÍÐ Á HENDUR EYGLÓ KENNIR JÓGA Á VINNUSTÖÐUM KÓSÍ PEYSUR FYRIR HAUSTIÐ NÁGRANNAR VILJA EKKI LAUNDROMAT CAFÉ SKÓLADAGAR 20% afsláttur af gleraugum Bláuhúsin v. FaxafenKringlunniSkólavördustíg 2 Mynd | Stewer 20 árum yngri en þolandinn Þ O R S T E I N N B A C H M A N N E L M A S T E F A N Í A Á G Ú S T S D Ó T T I R H I L M A R G U Ð J Ó N S S O N K R I S T Í N Þ Ó R A H A R A L D S D Ó T T I R Á R N I A R N A R S O N Jólaflækja Áskriftarkort Borgarleikhússins BROT ÚR HJÓNABANDI UNNUR ÖSP STEFÁNSDÓTTIR BJÖRN THORS N Ý T T Í S L E N S K T L E I K R I T Í S A M S T A R F I V I Ð V E S T U R P O R T Einfaldast og best að tryggja sér kort á borgarleikhus.is SMÁRALIND 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM ÚT MÁNUDAGINN! FYLGJA MEÐ BLAÐINU Í DAG! Land- búnaðar- kerfið: Vont, dýrt og virkar illa Steingrímur Wernersson lýsir átökum við Karl Bræðurnir saman í fangelsi Stelpuíþróttir fá minni styrki Landsliðin í fimleikum borga fyrir sig sjálf 24 20 10

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.