Fréttatíminn - 08.10.2016, Blaðsíða 18
Kristján Lindberg Björnsson
ákvað fyrir ekki svo löngu að
taka sjálfan sig í sátt og stíga
fram sem feitur í samfélagi
sem hatar feita. Í dag reynir
hann að vera hamingju-
samur þó hann sé feitur en
ekki þegar hann verður mjór.
Það má eiginlega segja að ég hafi
nýlega komið út úr skápnum sem
feitur einstaklingur. Sem kom svo
sem engum á óvart því það fór ekki
fram hjá neinum að ég er feitur,“ seg-
ir Kristján Lindberg Björnsson.
Með því að nota hugtakið að koma
úr skápnum segist Kristján játa sig
feitan í samfélagi sem hatar feita.
„Þetta snýst um að samþykkja sig
eins og maður er, fyrir sjálfum sér og
öðrum. Ég er búinn að sætta mig við
að ég sé feitur og þá þarf samfélagið
að gera það líka. Það virðast margir
halda að inni í mér búi mjóna sem
bíði eftir því að komast út. Að þessi
líkami sem er utan á mér sé ekki ég,
að ég sé einhverskonar blóm sem
eigi eftir að springa út, en þannig er
18 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016
Að horfa á stól og
kvíða því að setjast,
að kvíða því að
fljúga, að kvíða
augnagotunum í
matarkörfuna og að
þurfa að taka á móti
grenningarráðum
flest alla daga er
nokkuð sem feitir
upplifa í samfélagi
sem virðist hata
feita. Svo eru það
þeir sem eru ekki
feitir en eru samt
sem áður fordæmdir
og þeir sem eru
minna feitir en eru
stöðugt minntir á
það. Fréttatíminn
hitti nokkra
einstaklinga sem
deila hér reynslu
sinni af því að búa
í samfélagi sem ber
aðeins virðingu fyrir
fólki í einni tegund af
líkama.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Ég er feitur og mér líður vel
Lærði snemma að skammast mín
„Skilaboðin voru þau að ég gæti alls ekki orðið hamingjusamur í dag, fyrsta skrefið í átt að vellíðan var alltaf að missa fyrst kíló
og svo yrði ég hamingjusamur. Mér var aldrei bent á að byrja á að taka sjálfan mig í sátt og elska mig eins og ég er.“ Myndir | Hari
það ekki. Ég er öll þessi kíló sem eru
á mér og það fylgir því mikill léttir
að sætta mig við það. „Þetta,“ segir
Kristján og bendir á sjálfan sig, „er
ég.“
Kennt að vera óhamingjusamur
Kristján byrjaði að þyngjast í grunn-
skóla og samhliða því fór hann að
hata líkama sinn. „Krakkarnir fóru
fljótlega að benda á líkama minn
og ég lærði snemma að skammast
mín. Þetta var erfitt en varð enn-
þá erfiðara þegar ég var ungling-
ur og mér fór að líða virkilega illa
í menntaskóla. Ég skammaðist mín
ekki bara vegna stríðninnar heldur
líka vegna hugmynda samfélagsins
sem stöðugt er haldið að okkur um
granna hamingjusama fólkið og svo
feita lata fólkið. Ég lærði snemma að
staðsetja mig í seinni hópnum, með
lata óhamingjusama fólkinu sem
gerir ekkert nema horfa á sjónvarp
og borða snakk, þó ég væri ekkert
endilega þannig. Það var búið að
kenna mér að ég ætti að vera óham-
ingjusamur því ég væri feitur, svo ég
varð óhamingjusamur.“
„Alltaf þegar ég ræddi hlutina við
einhvern, hvort sem það var ráð-
gjafi, sálfræðingur eða vinir mín-
ir var alltaf farið beint í þyngdina.
Skilaboðin voru þau að ég gæti alls
ekki orðið hamingjusamur í dag,
fyrsta skrefið í átt að vellíðan var
alltaf að missa fyrst kíló og svo yrði
ég hamingjusamur. Mér var aldrei
bent á að byrja á að taka sjálfan mig
í sátt og elska mig eins og ég er.“
Erfitt að fara út í búð
Kristján segir engan vendipunkt
hafa látið sig sjá ljósið og kennt sér
að virða sjálfan sig, hann hafi bara
hægt og rólega tekið sjálfan sig í sátt.
„Það er ekkert svo langt síðan ég
uppgötvaði að ég á ekki að skamm-
ast mín fyrir að vera feitur en það
tók mig langan tíma að sjá það. Ég
veit að þetta hljómar klisjukennt
en það hjálpaði mér að heyra ann-
að fólk hafa sömu sögu að segja og
ég. Ég hélt alltaf að ég væri sá eini
sem hefði upplifað suma hluti út af
þyngdinni en það hafa flestir feitir
sömu reynslusögur og ég. Hræðsla
við plaststóla er eitt dæmi,“ segir
Kristján, hlær og lýsir því hvern-
ig það er að mæta á stað þar sem
einungis eru aumir plaststólar
sem líta ekki út fyrir að bera mikla
þyngd. Hann getur hlegið að slíkum
uppákomum og hefur tekið þátt í
uppistandi þar sem hann gerði með-
al annars stólpagrín að líkamsþyngd
sinni. Sumir hversdagslegir hlutir
geta þó enn valdið kvíða og skömm,
ekki síst þegar augngotur granna
fólksins bætast við upplifunina.
„Að finna fyrir skömm þegar mað-
ur fer í flugvél og passar illa í sætið
er eitt dæmi. Nýlega lenti ég í því að
fá sæti við glugga í röð með tveim-
ur gömlum konum. Þær sögðu mér
að ég hefði átt að kaupa tvö sæti og
kvörtuðu svo við flugfreyjuna und-
an því að þurfa að sitja við hliðina á
mér. Flugfreyjan gat sem betur fer
reddað þeim öðrum sætum svo ég
þurfti ekki að sitja með þeim alla
ferðina en þetta er eitthvað sem feit-
ir upplifa alla daga.“
„Að fara út í búð að versla er ann-
að sem er ekki skemmtilegt. Ég er
auðvitað alltaf ofur meðvitaður um
það hvað er í körfunni hjá mér því
fólk starir bæði á mig og ofan í körf-
una. Svo getur líka verið erfitt að
borða mat í hópi fólks því hin týpíska
mynd af feitu fólki er að það borði
rosalega hratt og mikið og er helst
ógeðslegt á meðan. Einu sinni var
ég að borða með vini mínum sem
sagði það koma sér á óvart hversu
hægt og rólega ég borðaði, eins og
það væri skrítið frávik frá feitu fólki.
En ég hef aldrei orðið vitni að því
að feitir borði hraðar en aðrir,“ seg-
ir Kristján og bendir á að fólk tengi
marga fleiri neikvæða eiginleika við
feitt fólk. Feitir hljóti ekki aðeins að
vera almennt vitlausara og latara
fólk fyrst það er feitt, heldur líka
hömlulausara og agalausara. „Það
að vera feitur þýðir ekkert endi-
lega hrun alls siðferðis. Ástæða
„Ég hef aldrei fengið þau
skilaboð frá samfélaginu
að mér geti liðið vel og
verið feitur.“
Þitt er valið
Þú velur að kaupa innréttinguna í
ósamsettum einingum, eða lætur okkur um
samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við
líka uppsetningu og endanlegan frágang.
Fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.
Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framhliðum,
klæðningum og einingum
ELDHÚSINNRÉTTINGAR
styrkur - ending - gæði
HÁGÆða DaNSKar
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
Opið:
Mán. til föstudaga kl. 09 til 18
Laugardaga kl. 11 til 15