Fréttatíminn - 08.10.2016, Blaðsíða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Jólaferð til Brussel & Brugge
Fararstjóri: Aðalheiður Jónsdóttir
Í Brussel og Brugge ríkir hátíðleg jólastemning á
aðventunni. Báðar borgirnar eru með einstaklega
huggulega jólamarkaði innan um virðulegar gamlar
byggingar og hefur jólamarkaður Brussel verið tilnefndur sá
frumlegasti í Evrópu. Belgískar vöfflur, súkkulaði og annað
góðgæti heimamanna sjá til þess að allir njóti aðventunnar.
Verð: 109.900 kr. á mann í tvíbýli.
Skoðunarferð til Brugge er innifalin!
24. - 27. nóvember
NÝ
FE
RÐ
Leynd yfir stórum
kaupanda 500 ríkiseigna
á varnarliðssvæðinu
Stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar selur eignir ríkisins á varnarliðssvæðinu eftir að þær hafa verið auglýstar til sölu.
Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er formaður stjórnarinnar.
Viðskipti - Stjórn Þróunar-
félags Keflavíkurflugvall-
ar gengur nú frá stórri
eignasölu fyrir hönd ríkisins.
Innan við tíu fasteignir á
varnarliðssvæðinu verða
í eigu ríkisins ef af henni
verður. Sala eigna ríkisins á
svæðinu hefur verið umdeild
í gegnum árin en bæjarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins í
Reykjanesbæ keypti meðal
annars 22 eignir á undir-
verði.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Þróunarfélag Keflavíkurflugvall-
ar vinnur nú að síðustu stóru
eignasölunni á svæði varnarliðsins
við Keflavíkurflugvöll. Viðræður
standa yfir við fjárfesti sem ætlar
sér að kaupa um 500 fasteignir á
svæðinu á einu bretti, segir Kjart-
an Eiríksson, framkvæmdastjóri
félagsins. Um er að ræða rúmlega
500 eignir af ýmsum stærðum og
gerðum og getur ein eign jafnvel
verið lítið herbergi í fjölbýlishúsi.
Kjartan segir að um innlenda að-
ila sé að ræða en vill gefa ekki upp
hverjir þeir eru þar sem ekki sé
búið að ganga frá kaupsamningi í
viðskiptunum. Hann segir að þessi
viðskipti verði líklega kynnt opin-
berlega þegar þar að kemur en um
er að ræða um 1/6 af öllum eignun-
um á varnarliðssvæðinu.
Eftir þá eignasölu verða einung-
is örfáar fasteignir eftir – innan við
tíu – sem íslenska ríkið á í gegnum
Þróunarfélag Keflavíkur. „Þetta eru
bæði einstaka eignir sem við höfum
verið að selja til einstaklinga og svo
stærri eignir sem við höfum verið
að selja til fyrirtækja eins og WOW
air og Icelandair sem hafa keypt af
okkur blokkir. Wow hefur gert hótel
í tveimur blokkum.“
Bandaríska varnarliðið gaf ís-
lenska ríkinu þessar eignir, meðal
annars nokkur fjölbýlishús, þegar
herinn fór frá Íslandi árið 2006 eft-
ir 55 ára veru á Íslandi. Síðan hef-
ur legið ljóst fyrir að íslenska ríkið
þyrfti að selja eignirnar og var þetta
gert að hluta til strax eftir að banda-
ríski herinn gaf eignirnar. Svo kom
íslenska efnahagshrunið árið 2008
og hafði slæm áhrif á söluferli en nú
sér fyrir endann á því. „Við erum
búin að selja mjög mikið af eignum á
þessu ári,“ segir Kjartan. Hann segir
að á síðastliðnu ári hafi verið seldar
rúmar 500 eignir fyrir samtals rúma
fimm milljarða króna.
Fyrirkomulagið við eignasöluna á
varnarliðssvæðinu er þannig, segir
Kjartan, að fasteignir félagsins eru
auglýstar og svo geta áhugasamir
aðilar gert tilboð í þær. Stjórn fé-
lagsins, sem valin er af Bjarna Bene-
diktssyni fjármálaráðherra, tekur
svo ákvörðun um hvort gengið er að
tilboðunum sem borist hafa. Stjórn-
arformaður Þróunarfélagsins er Sig-
urður Kári Kristjánsson, fyrrverandi
þingmaður Sjálfstæðisflokksins og
fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna
Benediktssonar, Sigrún Árnadótt-
ir, bæjarstjóri í Sandgerði, og Fjóla
Hrund Björnsdóttir, varaþingmaður
Framsóknarflokksins.
Salan á eignum varnarliðsins hef-
ur oftsinnis verið til umræðu í sam-
félaginu. Árið 2007 var til dæmis
fjallað um það að fyrirtæki bæjar-
fulltrúa í Reykjanesbæ, Steinþórs
Jónssonar, hefði keypt 22 eignir af
Þróunarfélaginu fyrir 600 milljónir
króna þrátt fyrir að verðmat eign-
anna hafi verið 1200 milljónir. Árni
Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanes-
bæ, sat þá í stjórn Þróunarfélags-
ins. Umræður um þessi viðskipti
rötuðu meðal annars inn á Alþingi
þar sem Atli Gíslason, þingmaður
Vinstri grænna, sagði að viðskipti
með eignirnar á varnarliðssvæðinu
væru brot á stjórnsýslulögum. Ríkis-
endurskoðun taldi hins vegar ekkert
athugavert við viðskiptin í skýrslu
um þau.
Viðlíka hörð umræða hefur ekki
verið um eignasölu Þróunarfélags-
ins síðustu ár þar sem ekkert hefur
komið fram að misjafnlega hafi verið
staðið að henni. Auk fasteignanna
sem Þróunarfélagið er með í sölu-
ferli hefur fyrirtækið líka til umsýslu
og þróunar 50 ferkílómetra svæði
í nágrenni flugvallarins þar sem
mögulegt er að byggja nýjar fast-
eignir, segir Kjartan.
„Við erum búin að selja
mjög mikið af eignum á
þessu ári.“
Dómsmál Mál erfingja Ingv-
ars Helgasonar var þingfest
í gær en þar var deilt um
það hvort dánarbúið eigi að
standa straum af kostnaði
vegna rannsókn ráðgjafafyr-
irtækisins Kroll.
Þinghaldi í máli dánarbús Ingvars
Helgasonar var lokað fyrir mistök
en málið var þingfest í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær. Þar deila afkom-
endur um það hvort dánarbúið
eigi að standa straum af kostnaði
vegna rannsóknar ráðgjafafyrir-
tæksins Kroll. Afkomendur óttast
að varasjóðir Ingvars Helgasonar
séu á forræði Júlíusar Vífils Helga-
sonar, fyrrverandi borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins, en upp komst
um leynifélag á vegum Júlíusar í
Panamaskjölunum fyrr á árinu.
Allir fjölskyldumeðlimir nema
Júlíus og bróðir hans, Guðmund-
ur Ágúst, vilja að dánarbúið standi
straum af kostnaði vegna rann-
sóknarinnar. Að sögn lögmanns
Júlíusar Vífils og Guðmundar er þó
fyrirséð að upphæðin sem hefur ver-
ið nefnd, fimm milljónir, geti hækk-
að verulega ef rannsóknin dregst
á langinn. Því hafna bræðurnir að
dánarbúið standi straum af kostn-
aðinum.
Samkvæmt heimildum Fréttatím-
ans er ekki aðeins deilt um meinta
leynisjóði, heldur einnig hvort erfða-
skrá Ingvars og eiginkonu hans sé yf-
irhöfuð lögleg. Líklega þarf að reyna
á lögmæti hennar fyrir dómstólum,
þó talið sé að slíkt hafi ekki nein úr-
slitaáhrif í málinu.
Þegar blaðamaður hugðist sitja
dómshaldið í gær fengust þau svör
að það væri lokað þinghald. Engin
lögmaður kannaðist þó við það eft-
ir þinghaldið og kom í ljós að þing-
haldið var skráð lokað fyrir mistök,
að því er fram kemur í svari Þórhild-
ar Líndal, aðstoðarmanns dómara.
| vg
Þinghald í
erfingjamáli lokað
fyrir mistök
Viðskipti Eigendur upplýs-
ingasímanúmersins 118 hafa
malað gull síðastliðin ár í
skjóli gamallar ríkiseinokun-
ar sem nú hefur verið afn-
umin. Eigandi fyrirtækisins,
sem meðal annars er í eigu
lífeyrissjóða, lánaði því 261
milljón í fyrra en sama ár
var greiddur út 250 milljóna
arður til hluthafa.
Eigendur Já hf., fyrirtækis sem rek-
ur upplýsingasímanúmerið 118,
greiddu sér 250 milljóna króna
arð í fyrra. Þetta kemur fram í árs-
reikningi félagsins fyrir árið 2015
sem skilað var til ársreikningaskrár
í lok ágúst síðastliðins.
Athygli vekur að hluthafi félags-
ins, Eignarhaldsfélagið Njála ehf. sem
meðal annars er í eigu lífeyrissjóða í
gegnum fagfjárfestasjóðinn Auði I,
lánaði fyrirtækinu 261 milljón króna í
fyrra. Aðrir hluthafar Njálu eru fram-
kvæmdastjórinn, Sigríður Margrét
Oddsdóttir, og stjórnarformaðurinn,
Katrín Olga Jóhannesdóttir.
Þjónusta Já hf. í 118 var áður ríkis-
varin þegar þjónustan var veitt í rík-
isfyrirtækinu Símanum hf. Síminn
hf. var einkavæddur árið 2005. Já hf.
var svo selt út úr Símanum til núver-
andi hluthafa árið 2010 en ríkisvar-
in einokun fyrirtækisins, til að veita
upplýsingar um símanúmer, hélst til
sumarsins 2015.
Með þessari arðgreiðslu í fyrra
nema samanlagðar arðgreiðslur til
eigenda Já hf. 1650 milljónum króna
síðastliðin sex ár. | ifv
Júlíus Vífill Ingvarsson leggst gegn því
að dánarbúið greiði fyrir rannsókn.
Eigendur 118 hafa greitt
út 1650 milljóna króna arð
Eigandi Já hf. lánaði félaginu 261
milljón króna í fyrra en félagið greiddi
tæplega sömu upphæð, 250 milljónir
króna, í arð til hluthafans. Katrín Olga
Jóhannesdóttir er stjórnarformaður Já
hf. og hluthafi í félaginu.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráð-
herra og Hjörleifur B. Kvaran, lög-
maður landeigenda, undirrituðu í
gær samning um kaup ríkisins á öll-
um eignarhluta landeigendafélags-
ins innan girðingar á Geysissvæðinu.
Ekki kemur fram í tilkynningu
sem birtist um málið hvert kaup-
verðið sé en samkvæmt samningn-
um verður kaupverð eignarhlutans
lagt í mat þriggja dómkvaddra mats-
manna. | vg
Ríkið
keypti
Geysi í
gær.
Viðskipti
Ríkið kaupir Geysi