Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.10.2016, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 08.10.2016, Blaðsíða 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016 Niðurrif hjálpar ekki Þegar Súsanna var grönn hélt hún að heimurinn myndi hrynja yrði hún feit. Svo varð hún feit og heimur- inn hrundi alls ekki heldur er hann bara nokkuð frábær. „Mér finnst ég alltaf þurfa að segja frá því að ég sé ekki löt, að ég sé sko alin upp í sveit og ég sé ekki feit af því að ég sé svo löt. Auðvitað skiptir engu máli út af hverju ég er feit en samt finnst mér ég þurfa að afsaka það. Það er ákveðið skotleyfi á þig ef þú ert feitur, þú ert svo afskræmdur og lítils virði,“ segir Súsanna Gott- sveinsdóttir og rifjar upp nokkrar sögur tengdar útliti sínu. „Ég fór í sund um daginn og þá gekk upp að mér eldri maður sem sagðist hafa lesið grein í Mogganum um það hvernig best væri að grenna sig. Ég þyrfti endilega að finna blaðið og lesa greinina. Hvernig heldurðu að manni líði þegar fólki finnst það hafa rétt á þessu? Ég skil alveg lítil börn sem ganga upp að mér í sundi og spyrja hvort ég sé með barn í maganum, það er allt annað. Þá seg- ist ég bara vera með bumbu, eins og svo margir menn séu með, og krakk- arnir taka því bara. En það er allt annað að vera fullorðin og skipta sér af líkama ókunnugs fólks. Ég held samt að uppáhalds kommentið mitt sé: „Þú ert svo hugrökk að ganga í svona fötum, ég myndi aldrei þora það væri ég þú.““ „Ég veit að ég er of feit en ég er líka stór, hef alltaf verið og mun alltaf verða. Ég fór ekki að fitna fyrr en ég flutti í bæinn og fór í mennta- skóla svo ég veit líka hvernig það er að vera mjó. Þegar ég var grönn hélt ég að heimurinn myndi hrynja ef ég fitnaði. Það skiptir öllu máli að vera grannur þegar þú ert unglingur. En heimurinn hrundi bara alls ekki. Ég á ógeðslega gott líf, er hamingjusam- lega gift í frábærri nýrri vinnu og skipti um háralit á þriggja mánaða fresti,“ segir Súsanna og hlær. „Ef fólk langar að grennast þá er það frábært en ef það vill ekki grennast þá er það líka frábært. Þetta grenningaræði á Íslandi nær engri átt. Ég heyri fólk tala um það að fitna eins og það sé heimsendir. Mér líður rosalega vel í dag en það er ekki fólkinu sem rífur niður að þakka. Mig langar að segja við ann- að feitt fólk, ekki detta í það að af- „Þú ert svo hugrökk að ganga í svona fötum, ég myndi aldrei þora það væri ég þú.“ „Fólk má bara láta mig vera ef það vill ekki hrósa mér.“ Mynd | Hari saka þig fyrir að vera feitur. Ekki leyfa fólki að fordæma þig, það er allt í lagi að vera feitur. Sama hversu mikið þú fordæmir mig, smánar mig og smættir, þá er ég ekki að fara að grennast yfir því. Ef eitthvað er þá mun ég frekar fitna. Niðurrifsgagn- rýni virkar ekki heldur eyðileggur hún. Fólk má bara láta mig vera ef það vill ekki hrósa mér.“ | hh þess að ég er feitur er örugglega sambland af mörgum atriðum sem koma í raun engum við. En það að ég sé feitur þýðir ekki að ég sé upp- fullur af göllum.“ Góðæri og líkamsdýrkun „Ég held að eitt mesta hatrið komi frá fólki sem sér mig og tengir mig við feitu Bandaríkjamennina. Fólki sem finnst allt feitt fólk vera ein- hverskonar birtingarmynd góðær- is, ofur-kapítalisma og ofdekraðra Vesturlandabúa. Önnur ástæða fyrir fituskömm og andúð í garð feitra held ég að sé þessi líkams- dýrkun sem hefur verður sífellt öfgakenndari. Það hefur orðið til sú hugmynd að stundir þú líkamsrækt þá hljótir þú að vera frábær mann- eskja en ef þú ræktar ekki líkamann þá hljótir þó að vera gallaður,“ segir Kristján. Hann segir þó einn versta fylgifisk þess að vera feitur ekki vera sjálfa þyngdina, heldur öll óum- beðnu grenningarráðin frá fólki úti í bæ. „Fólk kemur mikið upp að mér að fyrra bragði og ræðir heilsu mína. Svona eins og ég sé ekki nógu með- vitaður um það fyrir að ég sé feitur. Oftast er þetta afskaplega ljúft fólk og í flestum tilfellum eru þetta gaml- ar konur. Þegar ég var ungur að vinna í sjoppu kom upp að mér göm- ul kona og sagðist eiga son í sömu aðstæðum og ég. Nú, sagði ég kátur, vinnur hann líka í sjoppu? Nei, sagði hún, hann er feitur. Ég veit að flest fólk vill vel en þetta særir. Og sú mynd sem dreg- in er upp af feitu fólki í fjölmiðlum særir ennþá meira. Við erum gerð að hálfgerðum skrímslum og mér líður alltaf illa þegar ég sit í hópi fólks þar sem verið er að tala um offitufaraldurinn. Það gleymist að það eru lífssögur á bak við hvern einasta feita einstakling. Við erum líka manneskjur.“ Feitum getur liðið vel Annað sem pirrar Kristján er það hvernig fólk gefur sér að þyngd og geðheilsa séu eitt. Að andleg veik- indi á borð við þunglyndi hljóti að vera annaðhvort orsök eða afleiðing af mikilli þyngd. „Það getur vel ver- ið að það sé fylgni á milli þess að vera þungur og líða illa, en ég veit af eigin reynslu að vanlíðanin kem- ur ekki beint frá kílóunum heldur frá því hvernig fólk horfir á þessi kíló. Það er oft talað um að fólk sé á slæmum stað í lífinu hafi það annað- hvort bætt eða misst of mikið af kíló- um. Ég held að þetta sé einhvers- konar Biggest Looser menning, að það hljóti að vera einhver ástæða eða hryllileg saga á bak við hvert aukakíló. Sem er fáránlegt því sum- ir eru bara feitir án þess að hafa lent í einhverju. Feitu fólki getur liðið vel rétt eins og öllum öðrum en ég hef aldrei fengið þau skilaboð frá samfé- laginu að mér geti liðið vel og verið feitur. Ef þú ert feitur þá er annað- hvort eitthvað mikið að eða þá að þú ert að deyja.“ „Það getur líka vel verið að það sé fylgni milli þess að vera með stóran líkama og að vera með veikt hjarta og ég neita því ekki að feitt fólk fær frekar sykursýki. En ég held að for- dómar valdi því að þetta er það eina sem fólk sér við okkur. Fólk horfir á mig og sér bara gangandi sykur- sýki og hjartaáfall, það sér ekki mig. Samkvæmt skilgreiningu er ég drepfeitur, eða „morbidly-obese“, og nafnið gefur til kynna að ég sé að deyja en það er ekki að gerast. Ég er lifandi og er að lifa lífinu og mér líður vel.“ Hættur í baráttu „Mér leið alltaf ömurlega þegar komið var illa fram við mig vegna þess hvernig ég lít út en samt leið mér líka eins og ég ætti það skilið. Ég er frekar nýbúinn að uppgötva að ég á ekki að þurfa að afsaka það fyrir neinum að ég er feitur, það kemur engum við nema sjálfum mér. Og mér hefur eiginlega sjaldan liðið betur með sjálfan mig en eft- ir þessa uppgötvun. Og mér finnst ég þurfa að segja það við fólk, þetta er ég, ég er feitur og mér líður vel. Fólk á svo erfitt með að horfa á feitt fólk og bara sætta sig við það. Það horfir á fituna og sér manneskju í breytingu, að þetta geti ekki ver- ið varanlegt ástand. En ég er ekki í baráttu við sjálfan mig lengur. Ég er loksins búinn að ná sáttum við sjálfan mig. Kannski missi ég kíló í framtíðinni en kannski ekki, en það er ekki aðalatriðið í dag. Í dag ætla ég að vera hamingjusamur þó ég sé feitur en ekki þegar ég verð mjór.“ Þegar ég var ungur að vinna í sjoppu kom upp að mér gömul kona og sagðist eiga son í sömu aðstæðum og ég. Nú, sagði ég kátur, vinnur hann líka í sjoppu? Nei, sagði hún, hann er feitur. Fyrir að vera feit 47,5% Fyrir að hafa einhverja fötlun 10,6% Vegna kynþáttar/uppruna þeirra 7,0% Vegna efnahags foreldra þeirra 5,2% Vegna námsgetu þeirra 4,8% Vegna kynhneigðar þeirra 0,6% Vegna trúar þeirra 0,1% Aðrar ástæður 24,1% Að fitusmána manneskju er að for- dæma hana fyrir þyngdina, með því markmiði að láta henni líða illa og finna til skammar fyrir útlit sitt. Sum- ir trúa því að skömmin muni virka sem hvatning til þess að breyta um lifnaðarhætti og jafnvel grennast en rannsóknir sýna að skömmin veldur mikilli vanlíðan sem getur aldrei orðið hvatning. Fitufordómar auka líkur á þung- lyndi, neikvæðu sjálfsmati, slæmri lík- amsmynd, ofátsvanda og minni þátt- töku í hreyfingu. Hvað er fitusmán? Ástæður þess að börn eru oftast talin verða fyrir stríðni eða einelti Heimild: Fordómar á grundvelli holdafars, Embætti landlæknis 2015.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.