Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 08.10.2016, Qupperneq 22

Fréttatíminn - 08.10.2016, Qupperneq 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016 Svavar Knútur er kominn með algjörlega nóg af fólki sem smættar annað fólk niður í holdarfar þess. „Maður vill halda að þetta sé vel meinandi, þegar fólk kemur og klappar manni á bumbuna eins og maður sé einhver búdda. Nú er ég ekkert öfgafeitur, bara með frekar venjulega bumbu, en hef verið frekar þéttur alla mína fullorðins- ævi. Fólk heldur að föðurlegt eða móðurlegt klapp láti mann líða bet- ur með að vera feitur. Ég bara veit ekki hvað fólki gengur til. Þetta er svo mikil innrás og bara svo furðu- legt,“ segir Svavar Knútur. „Mér finnst líka alltaf jafn skrít- ið þegar fólk gefur manni óum- beðin ráð, um að borða minna og hreyfa mig meira, svona eins og manni hafi bara aldrei dottið það í hug,“ segir Svavar og hlær. „Þetta er eitthvað svo brjálæðislega yfir- lætislegt og furðulegt. Ég er ekkert með bumbu því ég er átvagl og leti- haugur. Ég labba alveg fullt, og ég hjóla alveg fullt og borða jú kannski of mikið en ég sé bara alls ekki fyr- ir mér hvernig þetta fólk horfir á feita manneskju lifa. Að við séum bara með extra rjómatertu alltaf á kantinum, að það sé bara þannig sem við lifum!“ „Ég viðurkenni það alveg að ég borða þegar mér liður illa. Þegar ég er undir miklu stressi þá borða ég og næ ekki að stunda jafnmikla líkamsrækt og ég vildi því ég er á fullu í allskonar verkefnum. Þannig að ég á það til að fitna þegar ég er undir álagi og þá kemur eitthvað lið og eykur á þessa vanlíðan með því að lesa manni pistil um það hversu hvað óæðri manneskja maður sé því maður er feitur. Og upphefur um leið sjálft sig sem betri manneskju. Svo koma svona karlrembutýpur og segja, „já, en hann ER feitur,“ (með digurri röddu). En það skiptir bara engu máli hvort einhver er feitur eða ekki. Það er ekki þitt að skipta þér af því. Það er líka algjör óþarfi að segja manni það því samfélag- ið er löngu búið að innræta okkur sjálfsfyrirlitningu fyrir að vera með nokkur aukakíló. Það þarf engan hressan kall á internetinu til að segja manni það.“ „Ég er frábær manneskja með kosti og galla og bumban mín skil- greinir ekkert hver ég er. Ég er al- veg jafn góður pabbi þó ég sé með bumbu, ég er jafn góður eiginmað- ur, vinur og tónlistarmaður. Og ég hjóla og er í fínu formi og get hlaupið tíu kílómetra þó ég sé með bumbu. Er hægt að ætlast til einhvers meira? Er það raunhæft að ætlast til þess að maður sé líka eitthvert módel. Bumban skilgreinir mig ekkert sem manneskju, ekki frekar en aldurinn eða háraliturinn. Ég nenni ekki að þóknast einhverju fólki úti í bæ sem hefur meiningar um það hvernig ég lít út, ég lifi allt of skemmtilegu lífi til þess.“ „Það vantar dálítið samhygðina í fólk sem talar svona til manns. Feitt fólk eru flóknar mannverur eins og allir aðrir en ekki bara einhverjir fituhlunkar. Að smætta fólk niður í holdafar þess er bara svo glötuð framkoma. Það er samt alls ekk- ert þannig að ég verði hrikalega móðgaður þegar fólk kemur svona fram. Og ég fer ekkert að gráta inn- an í mér þegar fólk talar illa um feitt fólk. Ég fer alls ekkert í keng því ég er búin að díla við mitt, en ég fer hjá mér fyrir hönd þess sem talar svona. Það sem er óþægileg- ast er að upplifa fólk sem fávita. Því mér finnst fólk sem talar niður til annarra, vegna holdafars þeirra, vera fávitar og þá verður maður miður sín og vandræðalegur.“ | hh Setta María segir kynferðis- lega áreitni á djamminu hafa orðið ágengari eftir að hún fitnaði. „Þetta eru oftast ómerkilegir litlir hlutir sem maður pælir ekkert í en svo þegar þetta safnast saman þá finnur maður að það er allt í fitu- fordómum. Fólk hefur til dæm- is kommenterað á það hvað ég er með á færibandinu í Bónus. Hvað er fólk eiginlega að pæla í því hvað eða hversu mikið ég er að borða,“ spyr Setta María og hlær að vitleys- unni. „Ég gæti allt eins verið á leið heim til tólf manna fjölskyldunnar minnar með matinn.“ „Ég hef verið grennri og hef því fundið hvernig viðmótið er annað gagnvart feitum og grönnum. Eitt sem mér finnst áhugavert er kyn- ferðisleg áreitni á djamminu. Hún hefur ekki orðið minni eða meiri en hún varð miklu ágengari eftir að ég fitnaði. Ég fæ svo rosalega hörð viðbrögð við höfnun, eins og ég sé alveg hrikalega dónaleg að láta mér detta í hug að hafna fólki því ég er feit. Fólk verður bara mjög reitt og segir að ég sé feit tussa og álíka við- bjóðslega hluti.“ „Ég hef líka upplifað að það sé ásættanlegra fyrir mig að vera feit ef ég er líka kvenleg,“ segir Setta María sem er ötul baráttukona fyr- ir réttindum samkynhneigðra og hefur í gegnum tíðina leikið sér að kynjuðum staðalímyndum með út- liti sínu. „Mér finnst fólk vera óvina- legra ef ég er ekki stelpuleg, það er eins og það sé meira ásættanlegt að ég sé feit ef ég er sæt og mála mig. Því færri norm sem þú brýtur því auðveldara verður lífið. Ef þú ætlar að vera feit þá verður þú að minnsta kosti að reyna að vera sæt.“ Þegar Setta María lendir í því að vera fitusmánuð segir hún það hjálpa að nota samfélagsmiðla til að varpa ljósi á fáránleikann. „Sumt fók er auðvitað bara ruglað og mað- ur á bara að leiða þetta hjá sér. En svo finnst mér ekki alltaf hjálpa að leiða hlutina hjá sér. Þegar ég skrifa um þessa hluti á facebook finn ég hvað fólk verður hissa að heyra í hverju maður lendir og líka hissa á því hvað ég lendi oft í skrítnum hlutum. En ég held það sé ekki svo óalgengt, fólk bara talar ekki nógu mikið um þetta. Fólk á bara að standa upp og tjá sig.“ | hh Fólk en ekki faraldur Samtök um líkamsvirðingu, í samvinnu við Gunnar Frey Steinsson ljósmyndara og Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, opna mánudaginn 10. október ljósmyndasýninguna Við erum fólk en ekki faraldur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Markmið sýningarinnar er að vekja athygli á því hvernig fitufordómar birtast í samfélaginu og þeirri bjöguðu mynd sem einkennir umfjöllun um „offitufaraldurinn“. Á sýningunni er dregin upp mynd af manneskjunum á bak við tölurnar sem mynda „faraldurinn“. Viðmælendur okkar í Fréttatímanum, þau Kristján, Súsanna, Svavar Knútur og Setta María, eru meðal þeirra sem taka þátt í verkefninu. „Ég er frábær manneskja með kosti og galla og bumban mín skilgreinir ekkert hver ég er,“ segir Svavar Knútur. Mynd | Hari Nenni ekki að þóknast fólki út í bæ Auðveldara að vera feit ef þú ert kvenleg og sæt „Fólk verður bara mjög reitt og segir að ég sé feit tussa og álíka við- bjóðslega hluti.“ Þegar Setta María lendir í því að vera fitusmánuð segir hún það hjálpa að nota samfélagsmiðla til að varpa ljósi á fáránleikann. Mynd | Hari „Það sem er óþægilegast er að upplifa fólk sem fávita.“ „Tilgangurinn með Instagramminu mínu er að deila á það hvernig líkamar birtast okkur í gegnum fjölmiðla og þá sérstaklega á samfélagsmiðlum,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir. Tara hefur frá því í sumar birt reglu- lega myndir af sér í mismunandi fatadressum á Instagram. „Viðbrögðin hafa verið ótrúleg og greinilegt að fólk vill meiri fjölbreytni þegar kem- ur að líkamsstærðum. Það þurfa allir að vera svo fullkomnir, fótósjoppaðir, grannir og í „réttum hlutföllum“. Við sjáum feita líkama einungis á niðrandi hátt. Mér finnst mikilvægt að fólk sjái allskonar líkama í kringum sig því að ef við sjáum bara eina tegund líkamsgerðar í kringum okk- ur, líkamsgerð sem langfæstir ná að uppfylla og það hefur neikvæð áhrif á líkamsmynd fólks. Mig langar til að valdefla sjálfa mig og aðra í kringum mig með því að stíga fram og sýna að feitir líkam- ar geta líka verið fallegir og sterkir, en umfram allt að við eigum líkama okkar sjálf.“ Feitir líkamar eru líka fallegir Sérblað um Bíla & Vetrardekk Þann 15. október gt@frettatiminn.is | 531 3300 Heimili & hönnun Heimilistæki Þann 14. október auglysingar@frettatiminn.is | 531 3300
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.