Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.10.2016, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 08.10.2016, Blaðsíða 70
Ert þú ein/n af þeim sem ert ennþá að nota eyrnapinna í augnskuggana þína – eða kannski bara fingurna? Það gengur bara ekki lengur, þú ættir að minnsta koti að fjárfesta í grunnpakka af góðum burstum. Það getur tekið töluverða vinnu að finna hentuga bursta en hér eru nokkuð góð ráð fyrir þá vegferð. • Þú þarft fjóra grunnbursta: Stóran púðurbursta, annan minni fyrir kinnalit, bronser og áherslupúður, augnskugga- bursta á stærð við fingurgóm og annan minni til þess að blanda og deyfa línur. Ef þú átt þessa fjóra bursta ættir þú að vera ágætlega sett/ur. • Keyptu heldur aðeins dýrari bursta með alvöru hárum en ódýrari með gervihárum. Gervi- háraburstar geta reyndar verið ágætir til þess að bera á andlitið fljótandi farða þar sem þeir eru vanalega auðveldari í þrifum. Passaðu bara að burstinn fari ekki úr hárum, það er eitthvað svo ólekkert að vera með bursta- hár klesst í farðanum. • Mælt er með því að bera meik og hyljara á andlitið með bursta þar sem fita af fingrunum getum stíflað svitaholur. • Burstinn sem þú notar fyrir kinnalitinn ætti að vera mjúkur með hringlaga enda. • Kúptur endi er alltaf eitthvað sem þú ættir að sækjast eftir, flatur endi getur orsakað óþarfa línur. • Þvoðu burstana einu sinni í mánuði með því að láta þá liggja í volgu sjampóvatni í smástund. Skolaðu þá svo og leggðu þá á handklæði og leyfðu þeim að þorna. • Burstinn sem þú notar til þess að móta augabrúnirnar ætti að vera skáskorinn svo auðveldara sé að beita honum við ná- kvæmnisvinnuna sem brúnirnar krefjast. • Varalitaburstinn ætti að vera fíngerður með stífum hárum til þess að ná að stjórna honum betur. Finndu þína fullkomnu bursta LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 201614 TÍSKA&SNYRTIVÖRUR Galatéis Douceur frá Lancôme Fljótandi hreinsimjólk sem notast án vatns. Fjarlægir farða og óhreinindi á augabragði af andliti og augum. Endurnýjar húðina með ananas og papaja og húðin verður hrein, tær og fersk. Tonique Douceur frá Lancôme Rakagefandi andlits- vatn með mildum inni- haldsefnum úr plöntum og án alkóhóls. Loka- þáttur húðhreinsunar sem gefur húðinni jafn- an og ferskan húðtón. Undirbýr hana fyrir frekari húðumhirðu og árangurinn er hrein, fersk og silkimjúk húð.Forever Youth Liberator Essence in lotion frá YSL Rakagefandi and- litsvatn sem styrkir, þéttir og mýkir húðina. Fullkomið fyrir förðun til að þétta og gefa raka. Biocils Water­ proof frá Biotherm Augnfarðahreinsir sem fjarlægir vatns- heldan farða. Ein létt stroka og farðinn er farinn af augunum. Hentar mjög vel fyrir viðkvæma húð.Hydra Zen frá Lancôme Næturmaski sem vinnur gegn streitu- einkennum, gef- ur mýkt, þægindi og ljóma. Maskinn er borinn á í þunnu lagi á hreint andlit og háls. Við mælum með að nota augn- krem á augnsvæðið. Mjög róandi og rakagefandi krem. Biosource Total Renew Oil frá Biotherm Nærandi blanda af náttúrulegum olíum sem næra og lagfæra húðina meðan húðin er hreinsuð. Olía sem umbreytist í froðu og hreinsar upp öll óhreinindi og meng- un. Hentar fyrir augn- svæði og andlit.Top Secrets Instant Moisture Glow frá YSL All-in-one for- múla sem bætir áferð húðarinnar og gerir förðunina enn fallegri. Húðin ljómar samstundis með geislandi satí- náferð. Hægt er að nota hana eina og sér, undir eða yfir farða. Fyrir allar húðgerðir. Wondermud skin best frá Biotherm Steinefna- og þörungamaski. Náttúrulegur og hreinsandi leir sem kemur frá fjöllum Marokkó. Einstaklega létt og silkimjúk áferð með náttúrulegum ilmi. Maskinn hreinsar og dregur saman opnar húðholur. Jafnar, hreinsar og nærir húðina. Force C frá Helena Rubinstein Fljótandi serum krem fyllt með C-vítamíni. Formúlan inniheld- ur andoxandi efni sem næra og fylla húðina af orku. Húðin verður mjúk, nærð og fær nátt- úrulegan ljóma. Biosource Micellar Water frá Biotherm Ferskt hreinsivatn fyrir andlit og augu. Fljótlegt og þægilegt í notkun. Hreinsar vel af farða og önnur óhreinindi úr húð- inni frá umhverfinu. Forever Youth Liberator Water­ in­oil frá YSL Mikil og öflug næring fyrir húðina. Gefur samstundis þægindatilf- inningu, sléttir og mýkir húðina. Við ásetningu breytast þurrolíurnar í vatn sem að gerir það að verkum að virku efnin ná djúpt ofan í húðina en án þess þó að húðin verði olíukennd. Vinnur gegn öldrunareinkennum, lín- ur og hrukkur minnka, teygjanleiki og ferskleiki eykst. Force C 10% frá Helena Rubinstein Augnmaski sem dreg- ur úr þrota og dökk- um baugum. Formúlan inniheldur andoxandi efni sem næra og fylla húðina af orku. Gott er að setja þetta í dag- lega rútínu fyrir bjartara augnsvæði. 20% afmælisafsláttur www.th.is | 551 5814 | TÖSKU-OG HANSKABÚÐIN | Laugavegi 103 við Hlemm NÝ HAUSTSENDING FRÁ ADAX Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Flott föt fyrir flottar konur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.