Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.10.2016, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 08.10.2016, Blaðsíða 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016 P ORTRET T AÐGANGUR ÓKEYPIS Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð, 101 Reykjavík · Opið 12–19 mán–fim, 12–18 fös, 13–17 um helgar · www.borgarsogusafn.is Handhafar Hasselblad-verðlaunanna 24. 9. 2016 –15.1. 2017 Þau eru eins og við. Nánast. Þessi 64 eru öðruvísi. Þau eru ekki sérstök. Þau eru öðruvísi af því að þau hafa hlutverk sem ekki er bara hlutverkaleikur, heldur hlutverk sem er vandlega stjórnað og heldur endalaust áfram. – Úr texta sýningarstjórans Mika Hannula með sýningunni Von. Fölu þingmennirnir okkar Birgir Snæbjörn Birgisson málar fölar mannamyndir. Undanfarna mánuði hefur hann málað hvern þingmanninn á Alþingi á fætur öðrum, alla 63 talsins og reyndar einn til viðbótar. Sýningin heitir Von og vekur upp hugsanir um væntingar okkar með lýðræðinu. Hún verður opnuð í dag í Hafnarborg, menningarmiðstöð Hafnarfjarðar. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is „Það liggur við að mér hafi liðið á tímabili dálítið eins og ég væri einn úr þessum hópi,“ segir Birgir Snæ- björn Birgisson sem um eins og hálfs árs skeið umkringdi sig mál- verkum af þingmönnum á vinnu- stofu sinni. „Það var í upphafi árs 2015 sem ég tók nafnakallið, eins og ég kalla það. Við þá tímasetn- ingu er þingmannalistinn miðað- ur og þá var einn utanþings ráð- herra að störfum og þess vegna eru myndirnar 64.“ Fólkið sem við bindum vonir við Með fulltrúalýðræðinu leggjum við byrðar á herðar þeirra sem við kjósum á þing og bindum von- ir okkar við þá og þeirra hyggju- vit. Þeirra er að byggja upp fyr- ir okkur betra samfélag. Þetta er hugmyndin fagra sem býr að baki. „Verkið er ekki um persónurnar á myndunum,“ segir Birgir Snæ- björn, „heldur um það fyrir hvað fólkið á þingi stendur, hvernig það birtist almenningi og hvaða hlutverki okkur finnst það eiga að gegna. Að baki eru síðan þær himinháu kröfur sem við gerum gagnvart þessum einstakling- um sem á einhvern hátt eru sam- nefnari okkar allra en við notum samt stundum eins og eins konar sorphaug fyrir alla okkar angist og kvíða. Vonin er oft í rauninni það eina sem við eigum en hún er líka eitthvað sem við eigum svo ósköp auðvelt með að glata. Það hafa þessir umrótstímar í stjórnmálum á undanförnum árum sýnt okkur svo ekki verður um villst.“ Myndirnar af þingmönnunum eru allar í sama staðlaða stílnum. Myndirnar eru allar jafn stórar og fölar, maður þarf að píra augun og eins og í svo mörgum myndaserí- um Birgis Snæbjörns eru allir ljós- hærðir og bláeygðir, burt séð frá öllum pælingum okkar um að aug- un séu spegill sálarinnar. „Ég vinn út frá opinberum ljósmyndum af þessum einstak- lingnum, af vef Alþingis og víð- ar. Allir eru gerðir dálítið eins og þetta kveikir þennan ratleik þar sem maður þarf að reyna að átta sig á hver er hver. Allir eru þing- mennirnir auðvitað einstakir og líka misjafnlega svipsterkir að upplagi en einkennin fletjast út. Þeir sem eru dökkir á brún og brá virka því eins og nývaknaðir. Þetta er ekkert auðvelt listaverk, mað- ur þarf að rýna í það. Fyrir sjón- „Vonin er oft í rauninni það eina sem við eigum en hún er líka eitthvað sem við eigum svo ósköp auðvelt með að glata,“ segir Birgir Snæbjörn Birgisson um sýninguna Von, sem er samsett úr málverk- um af núverandi þingmönn- um þjóðarinnar. Myndir | Rut Áhorfandinn þarf að rýna vel í myndirnar af þingmönnunum. Þeir eru heldur litlausir, en ljóshærðir og bláeygir þegar að er gáð. taugarnar geta málverkin verið erfið, rétt eins og stjórnmálin fyrir taugarnar almennt.“ Að toppa á réttum tíma Tímasetningin á sýningunni er eins góð og á verður kosið, í að- draganda kosninga og undir mikl- um umræðum og einræðum um hvert samfélagið á að stefna í fram- tíðinni. Vinnutímabil Birgis Snæ- björns var hins vegar langt og hann var feginn að ekki var farið að kröf- um um tafarlausar kosningar í kjöl- far Panamalekans í vor. „Það hefði ekki hentað því ég var ekki tilbú- inn. Á endanum getur þetta ekki hitt á betri tíma. Það kann að virka dálítíð „popúl- ískt“ að gera þetta og það að vinna pólitíska list í dag getur virkað dá- lítið eins og að boða trú á meðal rétttrúaðra. Tími stórra yfirlýsinga er liðinn og maður þarf að nálgast huga áhorfandans á annan hátt en áður í pólitískri list. Vonandi tekst manni að láta verkið virka í augum og huga þess sem á horfir og jafnvel á fleiri en einn ólíkan máta.“ Allt um verkið Birgir Snæbjörn bendir á að það sé oft sagt að öll góð samtímalist eigi að vera í nánu samtali við sinn samtíma. „Ég hef aldrei unnið neitt verk sem er í eins rækilegu sam- tali við umhverfið og umræðuna. Upp á síðkastið hefur mér fundist að allur fréttaflutningur af stjórn- málaástandinu sé um verkið mitt. Mér fannst ég allt að því óþægilega samofinn atburðunum á tímabili. Eftir að hafa skilað af mér verk- inu, eftir svona langa fæðingu, líð- ur mér eiginlega eins og ég sé einn af þeim þingmönnum sem hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér aft- ur. Það er gott að sjá ljósið við enda ganganna.“ Það styttist í kosningar og nú leggjum við vonir okkar aftur á herðar nýrra þingmanna á Alþingi. Sumir hafa borið vonina áður, aðr- ir ekki. „Ég veit ekki hvort þing- menn, núverandi og verðandi, gefi sér tíma til að koma á sýninguna, en ég vona að þeir sem koma njóti vel og fólk kjósi á endanum von- ina.“ Birgir Snæbjörn Birgisson hefur í mörgum myndasería sinna málað það sem er ljóshært. Hér er ljóshærður tónlistarmaður frá árinu 2011. Hún hefur ekki setið á þingi. AFSLÁTTUR AF ICOPAL ÞAK RENNUM til 24. október 25%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.